Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er um að ræða árekstur tveggja strætisvagna.
Slysið kom til með þeim hætti að ökumaður annars vagnsins neyddist til að hemla vegna vinnuvélar á veginum, með þeim afleiðingum að sá sem var á eftir ók aftan á hann.
Klippa þurfti bílstjóra seinni vagnsins úr honum og var hann fluttur á slysadeild.
Engir farþegar voru í vögnunum en þeir voru á leiðinni á Hlemm. Einhverjar tafir urðu á leiðum 1 og 2 vegna slyssins en ferðir eru að komast í samt horf.
Uppfært kl. 09.40:
Samkvæmt heimildum Vísis gengur umferð nú greiðlega í brekkunni.