Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 18:10 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari 2017. Báðar hafa þær verið kosnar leikmenn ársins á Íslandsmeistaraári. vísir/óskaró Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum. Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti