Viðar Örn: Eins og íslenskt rallý á móti Formúlu 1 Gunnar Gunnarsson skrifar 10. maí 2021 22:35 Viðar var svekktur maður í kvöld. vísir/vilhelm Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segir það mikil vonbrigði að liðinu hafi ekki tekist að halda sæti sínu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Liðið féll í kvöld eftir 62-74 tap í lokaumferðinni gegn Keflavík. „Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“ Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
„Líðan er slæm. Maður er eins og tóm blaðra,“ voru fyrstu orð Viðars eftir leikinn. „Við gerðum hlutina almennt ágætlega en skotin fóru ekki niður, við vorum með 17% þriggja stiga nýtingu. Til að vinna besta lið landsins hefðum við þurft að hitta á hörkuleik. Þeir voru betri og lölluðu í gegnum þetta.“ Deildin orðin ógnarsterk Þetta er í fjórða sinn sem Höttur spilar í úrvalsdeildinni. Árið 2005 var Viðar leikmaður en þjálfari 2015 og 2017. Í öll skiptin hefur liðið fallið strax niður aftur, en aldrei náð nærri eins mörgum stigum og nú, 14 eða verið jafn nærri að halda sér uppi. Í flestum árum hefði þessi stigafjöldi dugað til að haldast uppi. „Það er allt á fullu í kollinum á manni núna. Ég er mjög, mjög svekktur og vonsvikinn. Ég hef fengið það traust að setja saman þetta lið eins og ég vildi það til að búa til gott lið. Það er því mín ábyrgð að það hafi ekki haldið sér í deildinni en ég tek því. Ef liðið hefði haldið sér uppi hefði ég fengið klapp á bakið og því tek ég skellinn núna. Deildin í vetur hefur verið allt öðruvísi en þau ár sem ég hef áður verið í henni, ógnarsterk. Þetta er orðið eins og íslenskt rallý í samkeppni við Formúlu 1. Við töldum okkur með sterkt lið en það vantaði töluvert upp á. Ég er þó ánægður með að ég sem þjálfari, við sem einstaklingar og félagið í heild höfum þroskast við mótlæti í vetur. Við erum orðin betri en ekki nógu góð. Ef mín bíður ekki uppsagnarbréf í fyrramálið þá finnum við saman leið. Við þurfum að bæta deildina áfram og efla yngri flokkana. Við förum í fyrstu deildina til að vinna hana og fara beint upp. Okkar yfirmarkmið er að vera með gott úrvalsdeildarlið og styðja við öflugt körfuknattleiksstarf á Austurlandi. Ég sagði við fólk í dag að hvernig sem færi í kvöld væri þetta ekki spurning um að fara að grenja. Þótt ég hafi heitið því að sýna ekki tilfinningar eru þær við að brjótast út. En þótt ég sé drullusvekktur þýðir ekki að leggjast niður.“ Viðar kvaðst ekki geta svarað neinu um framtíð leikmanna Hattar. „Það hefur enginn pælt í því. Það hefur verið spilað stíf og leikirnir verið stórir upp á síðkastið. Allir hafa gert sitt besta til að Höttur geti verið í úrvalsdeild. Vonandi höldum við mörgum því það verður áfram körfubolti á Egilsstöðum.“
Dominos-deild karla Höttur Tengdar fréttir Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11 Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Hjalti: Eins og leikur í úrslitakeppni Hjalti Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, sagði sitt lið hafa þurft að hafa fyrir hlutunum í 62-74 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík vann deildakeppnina með yfirburðum en Höttur féll. 10. maí 2021 22:11
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. 10. maí 2021 20:55