Braggar frá seinni heimsstyrjöldinni víkja fyrir Krónuverslun Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 23:27 Núverandi eigandi stefnir á að gefa bröggunum nýtt líf. Skapti Hallgrímsson Tveir braggar sem reistir voru af breska hernum í seinni heimsstyrjöldinni víkja nú fyrir nýrri verslun Krónunnar á Akureyri. Fyrirhugað er að gefa bröggunum nýtt hlutverk, endureisa þá annars staðar og nýta allt sem nýta má úr þeim og samliggjandi vörugeymslu. Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA. Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Byrjað var að rífa niður bragganna í dag en þeir hafa lengi verið áberandi kennileiti á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla á Akureyri, ekki fjarri verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Greint er frá þessu á fréttamiðlinum Akureyri.net en braggarnir voru hluti af Delta Camp-búðum breska hersins sem reistar voru árið 1941 þegar umsvif hersins voru talsverð í Eyjafirði. Braggarnir hafa lengi verið áberandi á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla.Skapti Hallgrímsson Braggarnir standa nú á lóð Festar en smásölufyrirtækið hefur stefnt að því að opna Krónuverslun á Akureyri frá árinu 2016. Nokkuð er síðan umrædd lóð varð fyrir valinu og stendur nú til að opna verslunina haustið 2022. Braggarnir eru nú í eigu GV grafa. Guðmundur V. Gunnarsson, annar eigandi fyrirtækisins, segir að nánast allt úr bröggunum tveimur og samliggjandi vörugeymslu verði nýtt, þar á meðal stálgrindur og þakefni. Þá stefnir hann að því að endurreisa braggana og nýta undir starfsemi félagsins. Vörugeymslan verði brotin niður og sökklar undir bröggunum, en allt það efni verði til að mynda mulið og notað sem uppfyllingarefni. Hræddur um að þeir yrðu sendir í brotajárn „Ég er búinn að bíða í mörg eftir því að braggarnir yrðu falir!“ sagði Sigurður bóndi á Steinsstöðum við Akureyri.net í morgun. „Mig langaði dálítið í þá en var þó aðallega hræddur um að þeir yrðu rifnir og sendir í brotajárn. Ég gat ekki hugsað mér það nú á tímum, þegar menn vilja helst endurnýta allt. Bæði er þetta úrvals efni og svo auðvitað hluti af sögunni.“ Guðmundur V. Gunnarsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi GV grafa, til vinstri. Með honum er Fjölnir Sigurjónsson.Skapti Hallgrímsson Niðurstaðan var sú að GV gröfur fá bragganna en Sigurður fær að nýta allt sem hægt er úr vörugeymslunni. Hefur hann meðal annars áhuga á að nota stálgrindina til að reisa fjós en hann ræktar nautgripi til kjötframleiðslu á bænum Steinsstöðum II í Öxnadal ásamt eiginkonu sinni Ásrúnu Árnadóttur. Talið er að braggarnir á horni Tryggvabrautar og Hvannavalla hafi verið minnst sex talsins þegar breski herinn var með viðveru á svæðinu. Þeir tveir síðustu, sem nú er verið að taka niður, voru lengi hluti húsnæðis byggingavörudeildar KEA.
Akureyri Verslun Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent