Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2021 11:25 Umfang gróðureldsins í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021. Skógræktarfélag Reykjavíkur Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku. Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira
Ræktaður skógur var á hluta þess svæðis sem brann í Heiðmörk á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Í fyrstu áætlaði slökkviliðið að rúmlega tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldinum að bráð, eða rúmlega tvö hundruð hektarar. Miðað við það hefði gróðureldurinn verið sá næst stærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði í mars árið 2006 eins og Vísir sagði frá á miðvikudag. Skógræktarfélag Reykjavíkur birti niðurstöður úr mælingum sínum á eldinum á fimmtudag en samkvæmt þeim brann 61h hektari við Hnífhól, milli Hjalladals og Löngubrekkna. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur einnig mælt svæðið úr lofti og ættu niðurstöður hennar að liggja fyrir í þessari viku. Stofnunin vinnur nú enn fremur að mati á áhrifum eldsins á gróður, dýra- og skordýralíf. Miðað við tölur Skógræktarinnar var eldurinn fyrir viku því þriðji stærsti gróðureldur á landinu síðustu fimmtán árin. Hann er á eftir eldi í mýrlendi á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi þar sem 319 hektarar brunnu í maí árið 2015 og eldsins í mýrum og lyngheiði á Kross og Frakkanesi á Skarðsströnd þar sem 105 hektarar brunnu í apríl árið 2016. Af þeim 61 hektara sem brann í Heiðmörk á þriðjudag var ræktaður skógur á 46 hekturum og náttúrulegt birki á 5,5 hekturum, samkvæmt mati Skógræktarfélagsins. „Hluti svæðisins sem brann var skógi vaxinn og urðu sum trén illa úti. Tíminn mun leiða í ljós hve mörg þeirra ná sér aftur á strik og hve mörg deyja,“ sagði í tilkynningu félagsins í síðustu viku.
Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Veður Fleiri fréttir Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Sjá meira
Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59
Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44
Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9. maí 2021 12:54