Efnahagspakki vegna faraldursins samþykktur á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:31 Frá atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. vísir/Egill Frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem fela í sér ýmsar efnahagsaðgerðir vegna faraldursins voru samþykkt á Alþingi í dag. Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Málin voru drifin í gegnum aðra og þriðju umræðu á Alþingi og þingfundi slitið þess á milli áður en atkvæðagreiðslur fóru fram. Frumvörpin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta fjárhagstjóni fólks og fyrirtækja vegna kórónuveirunnar. Þar er kveðið á um framlengingu gildistíma lokunarstyrkja til 30. september en styrkjakerfið hefði að óbreyttu fallið úr gildi 30. júní. Hámarksfjárhæðir styrkjanna eru jafnframt hækkaðar úr 120 milljónum króna í 260 milljónir. Viðspyrnustyrkir taka einnig breytingum og ná til fleiri fyrirtækja. Áður þurftu fyrirtæki að sýna fram á 60% tekjufall en í nýjum lögum er nýtt þrep vegna tekjufalls á bilinu 40 til 60%. Í pakkanum er einnig barnabótaauki er nemur þrjátíu þúsund krónum og verður greiddur með hverju barni í lok maí til þeirra sem fá tekjutengdar barnabætur. Þá var heimild fyrirtækja og einstaklinga í atvinnurekstri til að dreifa greiðslum staðgreiðslu og tryggingagjalds framlengd. Að lokum tekur heimild til úttektar á séreignarsparnaði gildi að nýju og úrræðið gildir nú út árið 2021. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði á Alþingi í dag að nefndin væri einhuga um að gerð verði úttekt á árangri efnahagsaðgerðanna sem gripið hefur verið til vegna faraldursins þegar fram líða stundir. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar.Vísir/Einar Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, setti fyrirvara við álit efnhags- og viðskiptanefndar um málin er þau voru afgreidd úr nefnd og gerði grein fyrir því við umfjöllun um málið í dag. Hún sagði nauðsynlegt að kanna ávinning úrræðanna. „Það er gríðarlega mikilvægt þegar við erum að framlengja þessi úrræði, sem eru neyðarúrræði, að við greinum það nákvæmlega hvaða hópar það eru sem þessi úrræði gagnast mest,“ sagði Rósa og tók ferðagjöfina sem dæmi og vísaði til þess að hún hafi gagnast stórfyrirtækjum sérstaklega. „Það hefði verið upplagt að greina það við framlengingu á því úrræði og hugsanlega taka líka upplýsta ákvörðun um að binda það einhverjum stuðningi svo að þetta mundi gagnast þeim sem mest þurfa á að halda,“ sagði Rósa.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira