Áttatíu herþotur yfir Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 16:20 Margar loftárásir hafa verið gerðar á Gasa. AP/Hatem Moussa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021 Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Hundruðum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael á undanförnum sólarhring. Ísraelar svöruðu því með umfangsmiklum loftárásum. Minnst 28 Palestínumenn hafa fallið í þeim og þar á meðal tíu börn. Palestínumenn segja minnst 152 hafa særst. Tveir Ísraelsmenn hafa fallið vegna eldflaugaárásanna og tugir eru sagðir hafa særst. Hidai Zilberman, talsmaður hers Ísraels tilkynnti aðgerðina í dag og tók hann fram að aðgerðum hersins á Gasa myndi ekki ljúka í dag. Var það í takt við yfirlýsingar Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra. Samkvæmt Times of Israel hefur herinn kallað út meðlimi varaliðs í suðurhluta landsins og sent liðsauka til nokkurrar herdeilda við Gasa, Gólanhæðir og víðar. Mikil spenna hefur verið í Jerúsalem síðustu daga. Spennuna má rekja til þess að Ísraelar ætla sér að reka Palestínumenn frá hverfi í Austur-Jerúsalem, sem landtökumenn hafa sölsað undir sig. Palestínumenn vilja að borgarhlutinn verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra í framtíðinni en Ísraelar hafa hersetið svæðið frá 1967. Spennuna má einnig rekja til umsáturs ísraelskra lögregluþjóna um al-Aqsa moskuna í Jerúsalem og hefur komið til átaka lögregluþjóna við fólk þar. Hundruð eru slösuð eftir átökin. Sjá einnig: Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð AP fréttaveitan segir embættismenn í Egyptalandi reyna að miðla milli fylkinga, eins og þeir hafa ítrekað gert áður. Það hafi þó lítinn árangur borið hingað til. Ísraelar virðast hafa lagt sérstaka áherslu á að fella leiðtoga Hamas-samtakanna og Islamic Jihad. Herinn birti til að mynda myndband í dag af árás á fjölbýlishús þar sem einn leiðtogi IJ var sagður halda til. Raw Aerial Footage: This is the moment that the IDF & Israel Security Agency carried out a targeted strike against Islamic Jihad commander, Samah Abed al-Mamluk & other senior members of his unit. They were among those responsible for hundreds of rockets fired at Israelis. pic.twitter.com/3DLj2UVdCm— Israel Defense Forces (@IDF) May 11, 2021
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07 Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07 Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04 Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Minnst tuttugu látin í árásum Ísraelshers á Gasa Ísraelsher hefur gert loftárásir á Gasa-svæðið, þar sem minnst 20 hafa látist. Börn eru á meðal látinna. 10. maí 2021 23:07
Fjölda eldflauga skotið að Ísrael Tugum eldflauga hefur verið skotið frá Gasa að Ísrael og Jerúsalem í dag. Forsvarsmenn Hamas höfðu gefið yfirvöldum Ísraels frest til klukkan þrjú í dag, að íslenskum tíma, til að yfirgefa al-Aqsa moskuna á musterishæð. 10. maí 2021 16:07
Mikil átök milli mótmælenda og lögreglu á Musterishæð Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja minnst 278 Palestínumenn hafa særst í átökum við ísraelska lögregluþjóna við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í morgun. Þar af hafi minnst tugir þurft á sjúkrahús til aðhlynningar. 10. maí 2021 10:04
Fjöldi særður eftir átök við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem Ísraelskir lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og blossasprengjum að Palestínumönnum sem köstuðu steinum og flöskum í hörðum átökum við al-Aqsa-moskuna á Musterishæðinni í Jerúsalem í gærkvöldi. Að minnsta kosti 163 Palestínumenn eru sárir og sex ísraelskir lögreglumenn. 8. maí 2021 08:02