Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 20:42 Sósíalistaflokkurinn kynnti sitt þriðja loforð til kjósenda í dag. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“ Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“
Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira