Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 20:42 Sósíalistaflokkurinn kynnti sitt þriðja loforð til kjósenda í dag. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“ Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“
Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira