„Lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2021 13:32 Þorsteinn hefur lengi talað um eitraða karlmennsku í okkar samfélagi og reynt að opna augu íslenskra karlmanna. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bak við samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltamaður og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Þorsteinn er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn hlustendum innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldssamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi. „Ég held að við séum smá saman að átta okkur á því að ofbeldismenn eru ekki bara ofbeldismenn. Þeir eru líka góðir feður, virtir í samfélaginu, líka ábyrgir og gera líka góða hluti,“ segir Þorsteinn þegar umræðan barst að núverandi #MeToo bylgju. Klippa: Snæbjörn talar við Fólk: Þorsteinn V „Hvernig upprætum við ofbeldið veit ég ekki en ég er sannfærður um að ein leiðin til þess að koma í veg fyrir, eigum við að segja óvart ofbeldi er hreinlega að tala um ofbeldi. Hvað er ofbeldi og hvernig getur það verið. Ég hef sagt það, ég hef beitt ofbeldi og meira í seinni tíma og í mínu sambandi. En þá leit ég ekkert á það sem ofbeldi. Ég leit ekkert á það, þegar ég er að gera lítið úr upplifun konunnar minnar á einhverju að ég sé að beita gaslighting ofbeldisaðferð. Ég lít ekki á sjálfan mig sem ofbeldismann þó ég sé gerandi ofbeldis því mér finnst það og hræðilegt orð og get ekki gengist upp við því. Það breytir því samt ekki að ég hef beitt ofbeldi.“ Þorsteinn segist hafa gert hluti sem hann skammast sín fyrir. „Ég hef misnotað valdastöðu mína, ég hef verið markalaus og það er kannski ekki mitt að vera til frásagnar um það. Ég veit að þegar ég gerði upp mína fortíð 23 ára og varð edrú hafði ég samband við fullt af fólki. Við hittumst og fórum yfir hlutina og ég gekkst við því sem ég sá og vildi fá að heyra upplifun hinna mannesknanna. Ég fékk það og reyndi að axla þannig ábyrgð með því að viðurkenna það sem ég hafði gert rangt. Ég vill gangast við því sem ég hef gert og það getur vel verið að það sé eitthvað fólk þarna úti sem ég veit ekki af sem svíður undan samskiptum við mig.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk MeToo Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira