Skelfileg byrjun varð Chelsea að falli er Barcelona vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 21:00 Barcelona varð í kvöld Evrópumeistari. Getty Images Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Chelsea – sem hefur átt frábært tímabil á Englandi – gat vart byrjað leikinn verr og segja má að byrjunin hafi í raun verið formsmekkurinn að því sem koma skal. Börsungar óðu í sókn strax í upphafi leiks og áttu skot í slá. Í kjölfarið myndaðist mikill glundroði í vítateig Chelsea sem endaði með því að Millie Bright hreinsaði boltann í Melanie Leupolz og þaðan í netið. Martraðarbyrjun Chelsea og átti staðan aðeins eftir að versna. Þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn fékk Barcelona vítaspyrnu, segja má að dómurinn hafi verið harður og þá sérstaklega í ljósi aðstæðna. Alexia Putellas fór hins vegar á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan orðin 2-0 og Barcelona í góðum málum. pic.twitter.com/wyZyDNATiq— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 16, 2021 Aitana Bonmatí gulltryggði svo sigur Börsunga með þriðja marki liðsins á 21. mínútu leiksins. Barcelona sundurspilaði Chelsea-liðið og á endanum renndi Jennifer Hermoso knettinum inn fyrir vörn Bláliða frá Lundúnum á Bonmatí sem skoraði með góðu skoti framhjá Ann-Katrin Berger í marki Chelsea. Á 36. mínútu kórónaði Caroline Hansen svo frábæran leik Barcelona og afhroð Chelsea þegar hún renndi knettinum í netið af stuttu færi eftir magnaðan undirbúning Lieke Martens. Martens spændi þá upp vinstri vænginn og fór einkar illa með Jessicu Carter, vinstri bakvörð Chelsea, í aðdraganda marksins. Martens lagði boltann svo fyrir markið þar sem Hansen gat ekki annað en skorað. Barcelona were 4-0 down to Lyon at HT of the 2019 #UWCL final.Two years later, they re 4-0 up at HT vs. Chelsea pic.twitter.com/0Acs7PMojJ— B/R Football (@brfootball) May 16, 2021 Staðan orðin 4-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ljóst var að Chelsea þurfti kraftaverk í síðari hálfleik til þess eins að komast inn í leikinn, hvað þá að vinna hann. Þó svo að Pernille Harder – að margra mati besti leikmaður ársins 2020 – hafi fengið nokkur fín færi í liði Chelsea þá tókst henni aldrei að valda Söndru Paños í marki Barcelona vandræðum. Chelsea reyndi hvað það gat til að minnka muninn en ekkert gekk upp og Barcelona vann á endanum sannfærandi 4-0 sigur og þar með Meistaradeild Evrópu árið 2021. Barcelona tryggði sér sigurinn með frábærri spilamennsku á fyrsta hálftíma leiksins.Barcelona Er þetta fyrsti Meistaradeildartitill í sögu félagsins. Það er í kvennaflokki, þar með er Barcelona orðið fyrsta knattspyrnufélag sögunnar til að vinna Meistaradeild Evrópu í bæði karla- og kvennaflokki. Barcelona are the first club ever to win the men s and women s Champions League pic.twitter.com/vAdyqNL6AE— B/R Football (@brfootball) May 16, 2021 Frábært tímabil Barcelona heldur því áfram en liðið hefur unnið alla 26 leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni og hefur nú þegar tryggt sér spænska titilinn. Ofan á það vann liðið topplið ensku úrvalsdeildarinnar sannfærandi í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/UlumRwL1GB— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 16, 2021 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Barcelona gekk einfaldlega frá Chelsea á rúmum hálftíma er liðin mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í dag. Lokatölur 4-0 Börsungum í vil sem voru að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn. Chelsea – sem hefur átt frábært tímabil á Englandi – gat vart byrjað leikinn verr og segja má að byrjunin hafi í raun verið formsmekkurinn að því sem koma skal. Börsungar óðu í sókn strax í upphafi leiks og áttu skot í slá. Í kjölfarið myndaðist mikill glundroði í vítateig Chelsea sem endaði með því að Millie Bright hreinsaði boltann í Melanie Leupolz og þaðan í netið. Martraðarbyrjun Chelsea og átti staðan aðeins eftir að versna. Þegar tæpur stundarfjórðungur var liðinn fékk Barcelona vítaspyrnu, segja má að dómurinn hafi verið harður og þá sérstaklega í ljósi aðstæðna. Alexia Putellas fór hins vegar á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan orðin 2-0 og Barcelona í góðum málum. pic.twitter.com/wyZyDNATiq— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 16, 2021 Aitana Bonmatí gulltryggði svo sigur Börsunga með þriðja marki liðsins á 21. mínútu leiksins. Barcelona sundurspilaði Chelsea-liðið og á endanum renndi Jennifer Hermoso knettinum inn fyrir vörn Bláliða frá Lundúnum á Bonmatí sem skoraði með góðu skoti framhjá Ann-Katrin Berger í marki Chelsea. Á 36. mínútu kórónaði Caroline Hansen svo frábæran leik Barcelona og afhroð Chelsea þegar hún renndi knettinum í netið af stuttu færi eftir magnaðan undirbúning Lieke Martens. Martens spændi þá upp vinstri vænginn og fór einkar illa með Jessicu Carter, vinstri bakvörð Chelsea, í aðdraganda marksins. Martens lagði boltann svo fyrir markið þar sem Hansen gat ekki annað en skorað. Barcelona were 4-0 down to Lyon at HT of the 2019 #UWCL final.Two years later, they re 4-0 up at HT vs. Chelsea pic.twitter.com/0Acs7PMojJ— B/R Football (@brfootball) May 16, 2021 Staðan orðin 4-0 og þannig var hún er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ljóst var að Chelsea þurfti kraftaverk í síðari hálfleik til þess eins að komast inn í leikinn, hvað þá að vinna hann. Þó svo að Pernille Harder – að margra mati besti leikmaður ársins 2020 – hafi fengið nokkur fín færi í liði Chelsea þá tókst henni aldrei að valda Söndru Paños í marki Barcelona vandræðum. Chelsea reyndi hvað það gat til að minnka muninn en ekkert gekk upp og Barcelona vann á endanum sannfærandi 4-0 sigur og þar með Meistaradeild Evrópu árið 2021. Barcelona tryggði sér sigurinn með frábærri spilamennsku á fyrsta hálftíma leiksins.Barcelona Er þetta fyrsti Meistaradeildartitill í sögu félagsins. Það er í kvennaflokki, þar með er Barcelona orðið fyrsta knattspyrnufélag sögunnar til að vinna Meistaradeild Evrópu í bæði karla- og kvennaflokki. Barcelona are the first club ever to win the men s and women s Champions League pic.twitter.com/vAdyqNL6AE— B/R Football (@brfootball) May 16, 2021 Frábært tímabil Barcelona heldur því áfram en liðið hefur unnið alla 26 leiki sína í spænsku úrvalsdeildinni og hefur nú þegar tryggt sér spænska titilinn. Ofan á það vann liðið topplið ensku úrvalsdeildarinnar sannfærandi í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/UlumRwL1GB— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 16, 2021
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“