Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2021 12:36 Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“ Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Verkefnið „Sveitarfélagið“ Suðurland hófst í desember 2019 með það að markmiði að leggja mat á það hvort hag íbúa sveitarfélaganna sé betur borgið í sameinuðu sveitarfélagi en í núverandi sveitarfélagaskipan. Nú hafa sveitarstjórnir Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna en kosið verður um sameininguna samhliða Alþingiskosningunum í haust. En hvernig gengur starfið í kringum sameininguna? Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Það er bara góða vinna, sem er þar í gangi. Við erum bara í rauninni að kortleggja kosti og galla til þess að geta haldið íbúafund og lagt upp fyrir íbúa hvað er verið að kjósa um. Þetta eru fimm sveitarfélög og við erum ólík að mörgu leyti en eigum auðvitað ýmisleg sameiginlegt. En það verður auðvitað algjörlega ákvörðun íbúanna okkar og kjósenda hvort af því verður eða ekki,“ segir Lilja En hvernig metur hún stemminguna fyrir sameiningunni? „Því miður er hún of lítil. Það er svo mikil grundvallarforsenda að fólk kynni sér hvað er verið að kjósa um af því að það er ekki gott að mæta á kjörstað ef þú veist ekki hvað er verið að kjósa um og það verður auðvitað líka til þess að það verði minni kjörsókn, þannig að ég hvet fólk til að kynna sér kosti og galla.“ Lilja segir að samþykki íbúar tillöguna verður til landstærsta sveitarfélag Íslands og þar af leiðandi stærsta skipulagsumdæmi landsins. Innan marka sveitarfélagsins yrði stór hluti hálendisins, Vatnajökulsþjóðgarður, merkar náttúruminjar og margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Íbúar sveitarfélagsins yrðu um 5400. En þú segir að það vanti svolítið upp á stemminguna? „Já, mér finnst að fólki þurfi aðeins að kynna sér málin betur, það eru mín orð.“
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira