Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 20:31 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Hún er einnig nefndarmaður í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni. Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“ Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Fjölmenur mótmælafundur var haldinn á Austurvelli í dag undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“ en að honum stóð Félagið Ísland Palestína. Viðstaddir sýndu Palestínumönnum stuðning og hlýdu á tónlistaratriði og ræður. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem var meðal ræðumanna segir atburði síðustu daga á Gasasvæðinu hræðilega. Hún telur að íslensk stjórnvöld eigi að efla þróunaraðstoð til Palestínu og að íhuga ætti viðskiptabann gegn Ísrael. „Þetta eru atburðir af því tagi að við verðum að gefa skýr skilaboð um að svona viðlíka loftárásir á saklausa borgara lýðast ekki. Það er verið að brjóta alþjóðalög, alþjóðasáttmála og ekki síst mannréttindi saklausra borgara,“ segir Rósa. „Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af stöðunni heldur þurfum við að gefa skýr skilaboð og grípa til aðgerða með einhverjum hætti.“ Hvaða aðgerða? Hvað finnst þér að stjórnvöld ættu að gera? „Í fyrsta lagi að stjórnvöld gefi frá sér skýr skilaboð og taki afstöðu með saklausum borgurum og gegn loftárásum. Þarna er um að ræða eitt öflugasta hernaðarríki heims en Palestína er ekki með her.“ Hræðsla við Ísrael Alþjóðastofnanir og ríki um allan heim verði að fordæma þessar loftárásir. „Og við verðum að gera það sem ríki með afdráttarlausum hætti,“ segir Rósa. Þingflokkur Vinstri grænna fordæmdi árásir Ísraelshers fyrir helgi, einn ríkisstjórnarflokkanna. Þá hefur Samfylkingin einnig fordæmt árásirnar. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði hins vegar í yfirlýsingu í byrjun vikunnar að „allir hlutaðeigandi“ ættu að halda aftur af ofbeldi. Af hverju telurðu að stjórnvöld hér hafi ekki tekið sterkari afstöðu en raun ber vitni? „Ég held að það sé hræðsla. Einhvers konar hræðsla við að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og stuðningsmönnum þeirra en við megum ekki vera hrædd við að styðja við mannréttindi.“
Palestína Ísrael Reykjavík Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira