Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 14:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á tali í Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins. Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Blinken gagnrýndi Rússa á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Þar sagði hann Rússa hafa haldið fram ólögmætum kröfum í hafréttarmálum. Þá gagnrýndi hann Rússa fyrir að vilja hernaðarvæða svæðið. Fram undan er fundur Blinkens og Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í Reykjavík til viðbótar við fund Norðurskautsráðsins þar sem Bandaríkin eiga sæti og Rússar taka við formennsku. Viðtal Heimis Más Péturssonar við Katrínu Jakobsdóttur má sjá í heild að neðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir áherslur Íslands á Norðurslóðum auðvitað á þeim nótum að svæðið verði laust við hernaðarumsvif. Þetta sé lágspennusvæði. Horfa eigi frekar til loftslagsmála enda sjáist breytingar í þeim efnum greinilega á svæðinu, betur en annars staðar. „Það er mikil valdabarátta og menn að marka sér stöðu fyrir þennan fund sem er að hefjast hér,“ segir Katrín við fréttastofu. Ráðherrarnir, fánanir og Harpa með Faxaflóa í baksýn.Vísir/Vilhelm Hún sagðist fagna því að Bandaríkin væru að auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á nýjan leik og leggi áherslu á loftslagsmál. Sömuleiðis kynjajafnréttismál þar sem sé tilefni til samvinnu. Katrín og Blinken ræddu um stöðu heimsfaraldursins og mikilvægi þess að uppbygging að honum loknum verði græn og sjálfbær. Sömuleiðis hvernig hægt verði að tryggja bólusetningar í öllum heimshornum. Katrín lýsti ánægju sinni með að Bandaríkin séu aftur orðin aðili að Parísarsáttmálanum og ítrekaði mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði loftslagsmála. Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig rædd á fundinum. Katrín lýsti þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti til þess að bandarísk stjórnvöld beittu sér fyrir friðsamlegri lausn á svæðinu sem byggði á tveggja ríkja lausninni. Katrín segir landtöku Ísraela auðvitað metna ólöglega út frá alþjóðalögum. Upptöku frá blaðamannafundi Guðlaugs Þórs og Blinken má sjá að neðan. Að lokum ræddu Katrín og Blinken um mikilvægi alþjóðalaga og þess að lýðræði og mannréttindi séu höfð í forgrunni. Þá ræddu þau sérstaklega um kynjajafnréttismál og málefni norðurskautsins. „Ísland og Bandaríkin hafa ávallt átt góð og mikilvæg samskipti og þessi fundur undirstrikaði það. Ég fagna sérstaklega stefnubreytingu bandarískra stjórnvalda í loftslagsmálum og nýjum áherslum þeirra í jafnréttismálum. Þá hvatti ég til þess að bandarísk stjórnvöld beiti sér fyrir friðsamlegum lausnum á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín á vef Stjórnarráðsins.
Ísrael Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08 „Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Styðja ekki yfirlýsingar sem séu ekki vænlegar til árangurs Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs komu sannarlega við sögu á blaðamannafundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Íslands í Hörpu í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að þjóð hans standi í vegi fyrir að friði verði komið á. Bandaríkin styðji þó ekki aðgerðir sem ekki séu vænlegar til árangurs. 18. maí 2021 14:08
„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“ Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt. 18. maí 2021 12:08