Þar sem ástin er kæfð Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson skrifa 19. maí 2021 09:31 Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Rússland Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun