Fyrrverandi aðstoðarkona kærir Manson fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. maí 2021 12:54 Walters hefur sakað Manson um kynferðisofbeldi. Getty/Toni Anne Barson Ashley Walters, fyrrverandi aðstoðarkona söngvarans Marilyn Manson, hefur kært hann fyrir kynferðisofbeldi og líkamsmeiðingar. Walters sakaði söngvarann opinberlega um ofbeldi í febrúar síðastliðnum en hefur nú kært það til lögreglu. Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Í kærunni kemur fram að Manson hafi verið hræðilegur og ofbeldisfullur yfirmaður. Hann hafi hvatt vini sína til þess að káfa á Walters og kyssa hana og að hann hafi látið hana vinna í allt að 48 klukkutíma í einu. Manson hefur neitað öllum ásökunum, að sögn lögmanna hans. Lögmenn Walters halda því fram að Manson hafi nýtt sér stöðu sína og völd til þess að notfæra sér og níðast á fyrrverandi starfsmanni sínum, sem hafi á sínum tíma verið ljósmyndari á uppleið. Þeir segja Manson hafa lokkað Walters til starfa með því loforði að hann myndi nýta sér völd sín og sambönd í listakreðsum vestanhafs til þess að koma Walters á framfæri. Að sögn Walters kynntust þau Manson árið 2010, þegar hún var 26 ára gömul og hann 41 árs, í gegn um MySpace. Hún segir Manson hafa sent sér skilaboð á síðunni, þar sem hann dáðist að ljósmyndunum hennar. Í kjölfarið hafi hann boðið henni á heimili sitt í Hollywood til að ræða mögulegt samstarf og skoða listaverk sem hann átti. Hún segir þá að hún hafi reynt að yfirgefa heimili hans um klukkan tvö um nóttina en hann hafi sagt henni að bíll hennar væri fastur í bílastæðahúsinu til klukkan 7 um morguninn. Þá hafi Manson beðið Walters um að taka ljósmyndir af sér, og að á einum tímapunkti hafi hann beðið hana um að fara úr að ofan. Seinna um nóttina hafi hann svo nauðgað henni. Manson bauð Walters síðar stöðu aðstoðarmanns og bauðst hann til þess að tvöfalda laun hennar. Þá segir í kærunni að hann hafi lofað henni ljósmyndaverkefnum og ferðalögum.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira