Chelsea, Liverpool og Leicester gætu endað öllsömul í Meistaradeild Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 08:00 Liverpool er með Meistaradeildarörlög sín í eigin höndum eftir sigurinn á Burnley í gærkvöld. AP/Alex Livesey Chelsea, Liverpool og Leicester eiga í harðri baráttu um tvö Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mögulegt er að þau leiki öll í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gylfi Þór Sigurðsson á von um að komast í aðra Evrópukeppni. Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur. Enski boltinn Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Sjá meira
Lokaumferð deildarinnar er á sunnudaginn. Manchester City og Manchester United hafa tryggt sér efstu tvö sætin. Mikil spenna er um hvaða lið ná 3. og 4. sæti því aðeins munar einu stigi á Chelsea í 3. sæti og Leicester sem situr í 5. sæti, með lakari markatölu en Liverpool. Chelsea gæti fengið fimmta sætið Vanalega fær England fjögur sæti í Meistaradeild Evrópu og fara þau til fjögurra efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Ef að Chelsea endar í 5. sæti, en vinnur Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, fær England hins vegar aukasæti í Meistaradeildinni og sendir þangað fimm lið á næstu leiktíð. Engu breytir þó að Manchester United vinni Evrópudeildina því að liðið hefur þegar tryggt sér Meistaradeildarsæti með því að enda í 2. sæti úrvalsdeildarinnar. Jorginho fagnar í hinum dýrmæta sigri Chelsea gegn Leicester í vikunni.AP/Catherine Ivill Í lokaumferðinni á sunnudag tekur Liverpool á móti Crystal Palace, Leicester mætir Tottenham og Chelsea sækir Aston Villa heim. Hvað ef að Liverpool og Leicester verða nákvæmlega jöfn? Leicester þarf að fá fleiri stig en annað hvort Liverpool eða Chelsea í lokaumferðinni, eða vinna sinn leik með fjórum mörkum meiri mun en Liverpool vinnur Palace. Sá möguleiki er reyndar fyrir hendi að Leicester og Liverpool verði jöfn að stigum með nákvæmlega sömu markatölu. Til þess þyrfti þó mjög óvenjuleg úrslit, eins og til að mynda 6-0 sigur Leicester og 6-4 sigur Liverpool. Ef til þess kæmi myndu innbyrðis viðureignir Liverpool og Leicester ráða stöðu þeirra og þar hefur Liverpool örlítið betur. Gylfi, Tottenham og Arsenal í baráttu Liðið sem endar í 5. sæti er öruggt um sæti í Evrópudeildinni. Liðið sem endar í 6. sæti mun einnig fá sæti í Evrópudeildinni og liðið í 7. sæti fer í hina nýju Sambandsdeild UEFA. West Ham dugar stig gegn Southampton til að tryggja sér 6. sæti. Tottenham á möguleika á því sæti ef West Ham tapar. Tottenham (59 stig), Everton (59) og Arsenal (58) berjst um 7. sæti og er Tottenham með langbestu markatöluna en á leið í leik við Leicester. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eiga erfiðan leik við meistara City í lokaumferðinni. Arsenal getur með sigri á Brighton komist í Sambandsdeildina ef hvorki Tottenham né Everton vinnur.
Enski boltinn Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Sjá meira