Verðlaunuðu greiningarbúnað fyrir höfuðhögg Eiður Þór Árnason skrifar 20. maí 2021 11:33 Vinningsteymið hyggst halda áfram að vinna að verkefninu. HR Seifer, greiningarbúnaður fyrir höfuðhögg íþróttafólks hlaut á dögunum Guðfinnuverðlaunin 2021. Búnaðurinn inniheldur hreyfi- og hröðunarnema sem mæla meðal annars höggkraft, hröðun og horntíðni höfuðhöggs. Eru upplýsingar úr nemunum notaðar til að meta alvarleika höggsins ásamt því að flýta greiningu á mögulegum heilahristingi. Hugmyndin var þróuð af nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hluti af nýsköpunarátaki í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Nemendahópar keppa sín á milli um best útfærðu hugmyndina sem hlýtur Guðfinnuverðlaunin en í ár varð verkefnið SEIFER hlutskarpast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Vinningsteymið er skipað Bjarka Fannari Snorrasyni, Bríeti Evu Gísladóttur, Davíð Anderssyni og Guðrúnu Ingu Marinósdóttur. Telja þau að með auðveldari greiningu geti íþróttamaður sem verður fyrir heilahristingi hafið bataferli strax og þannig minnkað líkur á langvarandi afleiðingum. 2. sæti: Help! „Help! er nýtt og betra bjöllukerfi fyrir heilbrigðisstofnanir sem kemur í veg fyrir að önnum kafið starfsfólk þurfi að svara beiðnum sjúklinga án þess að vita hvers eðlis aðstoðarbeiðnin er. Með Help! hugbúnaðinum geta sjúklingar kallað eftir nákvæmlega þeirri aðstoð sem þeir þurfa og starfsfólk veit hvað á að mæta með á vettvang, hversu áríðandi verkið er og hversu mikið vinnuafl þarf. Help! er einfalt og hentar öllum aldurshópum,“ segir í lýsingu þróunarteymisins. Því tilheyrðu Ásgeir Örn Jóhannsson, Ólafur Þorsteinn Skúlason, Óliver Haraldsson, Sigríður Þórunn Ragnarsdóttir og Unnur Ósk Gunnlaugsdóttir. 3. sæti: VÆR „VÆR er kolsýrður drykkur með náttúrlegum bragðefnum og CBD olíu. CBD er eitt af virku efnunum í hamp plöntunni , en er ekki vímugjafi, heldur bætir heilsu. Varan er fyrir fólk á aldrinum 25-50 ára, íþróttafólk, fólk sem upplifir streitu og kvíða og fyrir fólk með ADHD.“ Að baki VÆR standa Axel Aage Schiöth, Birgir Snævarr Ásþórsson, Harpa Ægisdóttir og Heiðar Sigurjónsson. Allir hóparnir þrír hafa í hyggju að vinna áfram að sínum verkefnum. Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Eru upplýsingar úr nemunum notaðar til að meta alvarleika höggsins ásamt því að flýta greiningu á mögulegum heilahristingi. Hugmyndin var þróuð af nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hluti af nýsköpunarátaki í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Nemendahópar keppa sín á milli um best útfærðu hugmyndina sem hlýtur Guðfinnuverðlaunin en í ár varð verkefnið SEIFER hlutskarpast. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Vinningsteymið er skipað Bjarka Fannari Snorrasyni, Bríeti Evu Gísladóttur, Davíð Anderssyni og Guðrúnu Ingu Marinósdóttur. Telja þau að með auðveldari greiningu geti íþróttamaður sem verður fyrir heilahristingi hafið bataferli strax og þannig minnkað líkur á langvarandi afleiðingum. 2. sæti: Help! „Help! er nýtt og betra bjöllukerfi fyrir heilbrigðisstofnanir sem kemur í veg fyrir að önnum kafið starfsfólk þurfi að svara beiðnum sjúklinga án þess að vita hvers eðlis aðstoðarbeiðnin er. Með Help! hugbúnaðinum geta sjúklingar kallað eftir nákvæmlega þeirri aðstoð sem þeir þurfa og starfsfólk veit hvað á að mæta með á vettvang, hversu áríðandi verkið er og hversu mikið vinnuafl þarf. Help! er einfalt og hentar öllum aldurshópum,“ segir í lýsingu þróunarteymisins. Því tilheyrðu Ásgeir Örn Jóhannsson, Ólafur Þorsteinn Skúlason, Óliver Haraldsson, Sigríður Þórunn Ragnarsdóttir og Unnur Ósk Gunnlaugsdóttir. 3. sæti: VÆR „VÆR er kolsýrður drykkur með náttúrlegum bragðefnum og CBD olíu. CBD er eitt af virku efnunum í hamp plöntunni , en er ekki vímugjafi, heldur bætir heilsu. Varan er fyrir fólk á aldrinum 25-50 ára, íþróttafólk, fólk sem upplifir streitu og kvíða og fyrir fólk með ADHD.“ Að baki VÆR standa Axel Aage Schiöth, Birgir Snævarr Ásþórsson, Harpa Ægisdóttir og Heiðar Sigurjónsson. Allir hóparnir þrír hafa í hyggju að vinna áfram að sínum verkefnum.
Nýsköpun Skóla - og menntamál Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira