Ákæran er upp á „simple homicide with eventual intent“ eins og það er orðað á ensku. Þeim er gefið að sök að hafa sýnt af sér mikla vanrækslu.
Maradona var nýorðinn sextugur þegar hann lést þann 25. nóvember síðastliðinn en þá voru tvær vikur liðnar frá því hann gekkst undir skurðaðgerð á heila.
Fjölskylda hans hélt því strax fram að eitthvað óeðlilegt hefði verið í gangi í aðdraganda þess að Maradona lést og hefur barist fyrir réttlæti í málinu.
Seven medical professionals have been charged with "simple homicide with eventual intent" in the death of Diego Maradona. https://t.co/29oJyfqIKk
— ESPN FC (@ESPNFC) May 20, 2021
Þau sjö sem hafa verið ákærð sæta farbanni.
Meðal þeirra eru Leopoldo Luque, læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem sinnti Maradona eftir aðgerðina. Hin eru síðan tveir hjúkrunarfræðingar, umsjónarkona, læknir og sálfræðingur.
Upptökum af samtölum milli lækna og fólks úr fylgdarhópi Maradona var lekið í fjölmiðla og þar leit út fyrir að Maradona hefði ekki fengið almennilegan umönnum í aðdraganda dauða hans.
Seven to be charged with premeditated murder of Diego Maradona: report https://t.co/MzPXKj8Lxq pic.twitter.com/YLKXpYP5yI
— New York Post (@nypost) May 20, 2021
Læknirinn Luque og geðlæknirinn Cosachov hafa haldið fram sakleysi sínu en þeir sem hafa rannsakað málið telja að þeir hafi sýnt mikið kæruleysi og afskiptaleysi í umönnun Maradona.
Hin ákærðu verða kölluð fyrir dóminn þann 31. maí en þá hefjast vitnaleiðslur í málinu.
Verði þau fundin sek eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi.