Stráknum strítt en hann staðráðinn í að láta það ekki stöðva sig Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2021 08:01 Helgi Tómasson er einn af mikilvægustu listamönnum sem Íslendingar hafa eignast. Hann lætur af störfum sem stjórnandi San Francisco-ballettsins á næsta ári en 2022 er helgað honum hjá þessum einum fremsta ballettflokki heims. San Francisco Ballet/Erik Tomasson Saga Helga Tómassonar ballettmeistara er með hinum mestu ólíkindum. Mýta eða ævintýri. Kotúngssonur fer utan og sigrar heiminn. Ferill Helga er sigurganga, hann er meðal þeirra merkustu í sinni listgrein og sem slíkur einn mikilvægasti listamaður þjóðarinnar. Sjálfsmynd örþjóðar þarf sárlega á slíku fólki að halda, svo hún geti talið sér trú um að allir vegir séu færir. Og þegar slíkt hendir á þjóðin hvert bein í viðkomandi. Ísland á fáeina slíka: Laxness, Vigdís, Kristján, Björk og svo Helgi. Helgi var svo vinsamlegur að veita Vísi viðtal, en til þess að svo mætti verða þurfti að fara í gegnum nokkra hliðverði hjá San Francisco-ballettinum sem er stórt batterí. Blaðamaður spurði dansarann mikla hvernig það væri að vera einskonar þjóðareign? Ekki var örgrannt um að Helga þætti þetta brött fyrsta spurning. „Það er gaman að því,“ sagði hann nánast forviða. „Íslendingar hafa fylgst með mér í gegnum árin og það er gaman að vita til þess. En allur minn starfsferill hefur verið utanlands.“ Helgi er stjórnandi San Francisco-ballettsins og rifjar upp þegar hann kom til landsins 2016 með dansflokk sinn, á Listahátíð, og sýndi í Hörpu. „Það tókst stórkostlega vel og gaman að dansa í því fallega húsi. Ég hef alltaf verið mikið stoltur af því að vera Íslendingur.“ Fréttastofan greip að sjálfsögðu tækifærið þá og tók Helga tali. Árið 2022 helgað Helga Dagskrá San Francisco-ballettsins 2022 verður sérstaklega helguð Helga og hans glæsta ferli en hann lætur formlega af störfum sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur á næsta ári. Enda að nálgast áttrætt. Vísir bað Helga um að segja sér undan og ofan af þeirri dagskrá, sem hann sjálfur setur saman. „Stjórn flokksins bað mig um að láta mikið af mínum eigin ballettum með, svo þeir geti með þeim hætti heiðrað mig sérstaklega. En á dagskrá er einnig verk eftir George Balanchine og Jerome Robbins, sem var sá sem kom mér til Bandaríkjanna á sínum tíma. Hann hefur verið mér mjög góður og samið balletta sérstaklega fyrir mig þegar ég var hjá New York City Ballet. Hann hefur eiginlega verið mér mentor.“ Jennifer Stahl and Daniel Deivison-Oliveira í Don Quixote eftir Helga og Possokhov.San Francisco Ballet/Erik Tomasson Þannig verður dagskrá San Francisco-ballettsins 2022 með margvíslegum skírskotunum til ferils Helga og þeirra sem hafa komið við sögu á þeirri vegferð. Helgi segir, sem dæmi, að þá verði ballettinn La Sylphid frá Danmörku á dagskrá. „Við höfðum sýnt hann fyrir mörgum mörgum árum síðan. Mér fannst gaman að koma að honum aftur. Ég stúderaði í Danmörku og var með danska kennara þegar ég var þar.“ Dönsku tengingarnar Helgi rekur hinar dönsku tengingar San Francisco-ballettsins sem eru margvíslegar, bæði í gegnum hann sjálfan og svo þrjá bræður sem stofnuðu dansflokkinn á sínum tíma en þeir voru af dönskum ættum. Christensen bræðurnir eru þeir Willam, Harold og Lew sem taldir eru hafa lagt meira af mörkum en flestir við að hefja ballett til vegs og virðingar í Bandaríkjunum. Willam var einn aðaldansarinn hjá hinum goðsagnakennda frumkvöðli George Balanchine með American Ballet en þá erum við líkast til komin of djúpt í sögu balletsins. En Helgi segir þetta þannig komið í heilan hring. Helgi Tómasson sér dagskrá sem nú er verið að leggja drög að, sýningar ársins 2022, þannig að hringnum sé lokað með ýmsum tengingum meðal annars við Danmörku sem leikur lykilhlutverk í ferli Helga.San Francisco/Erik Tomasson „Það er gaman að setja upp danskan ballett til að minna á að þetta byrjaði hjá þeim dönsku bræðrum og að ég stúderaði í Danmörku. Og svo verður einnig uppsetning mín á Svanavatninu og hin stórsýningin verður Don Quixote. Ég hef fengið danshöfunda að sem ég hef unnið mikið með áður til að koma og gera nýja balletta fyrir mig. Þetta verða mínir eigin ballettar og ballettar sem hafa verið skapaðir áður fyrir fræga menn og fólk sem hefur unnið með mér áður sem danshöfundar.“ Helgi segir þetta gaman, vissulega, en erfitt. Sú saga hefur verið sögð áður en hún verður seint rifjuð of oft upp; hvernig það kemur til að Helgi leggur fyrir sig ballett. Því þegar hann er að vaxa úr grasi, fæddur í Reykjavík en elst upp fyrstu fimm árin í Vestmannaeyjum, þá er ballett nokkuð sem Íslendingar vissu varla hvað var. Hin afdrifaríka danssýning greypt í barnsminnið Örlögin haga því svo til að þegar Helgi er fimm ára gamall leggja leið sína til Íslands þrír dansarar frá Danmörku. Og efndu til ballettsýninga. Myndin er úr ágætri ævisögu Helga sem Þorvaldur Kristinsson skráði. Helgi er þarna í hlutverki Péturs kóngssonar í ballettinum Dimmalimm eftir Erik Bidsted. Þetta er í Þjóðleikhúsinu 1954 Mörlandinn vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Um var að ræða fjögurra manna hóp, þannig að þetta hefur þá væntanlega verið sýnishorn fremur en fullbúin sýning sem flutt var. En þetta voru ungir dansarar við ballettflokk Konunglega danska leikhússins í Kaupmannahöfn, þau Inge Sand, Stanley Williams, Kirsten Ralov og Fredbjörn Björnsson sem var íslenskur í föðurætt og átti ættir að rekja til Eyja. „Nei, þetta þekktist ekki á Íslandi. Friðbjörn átti ættingja í Vestmannaeyjum og kom með þessa dansara til Vestmannaeyja. Og þá sýningu sá ég því móðir mín fór með mig. Ég smitaðist.“ Helgi segir svo frá að hann hafi setið dolfallinn í fangi móður sinnar og fylgst með. „Ég varð víst mjög hrifinn af þessu, sagði mamma, og reyndi að herma eftir því sem ég sá á sviðinu. Stökk og sneri mér í hringi. Sem segir mér hversu mikilvægt það er að foreldrar fari með börn sín á listsýningar; leik, tónlist og dans. Maður veit aldrei hvaða áhrif það hefur á börn. En svona er þetta.“ Sýningin reyndist þannig afdrifarík upplifun og í bókinni Helgi, eftir Þorvald Kristinsson sem kom út árið 2017, segir frá því að foreldrar Helga, þau Tómas Snorrason og Dagmar Helgadóttir hafi skilið skiptum en Tómas reyndist drykkfelldur og var þeirra samband ekki gott. Reyndar kemur á daginn að Helgi var ekki rétt feðraður en það er utan efnis þessa viðtals. Staðráðinn í að halda sínu striki Þau mæðgin fluttust til Reykjavíkur og búa í fyrstu við þröngan kost í höfuðstaðnum. Alltaf lifir þessi danssýning í samkomuhúsinu í Eyjum með Helga. Hann stekkur um gólf og stígur spor þegar tónlist heyrist í útvarpinu og var sendur í lítinn ballettskóla sem rekinn var af Félagi íslenskra listdansara í veitingahúsinu Röðli. Dönsk hjón sem hingað komu reyndust svo miklir örlagavaldar í lífi Helga, þau Erik Bidsted og þáverandi kona hans Lisa Kæregaard. Erik var ráðinn til að kenna við nýstofnaðan Listdansskóla Þjóðleikhússins 1952. San Francisco-ballettinn í Emeralds eftir Balanchine. San Francisco Ballet/Erik Tomasson Sótt var um pláss fyrir Helga en móður hans var tjáð að þar væri allt fullt, en svo sagt; bíddu, ertu að tala um dreng? Þá sárvantaði drengi og Helgi hóf þar nám, eini drengurinn auk rúmlega tvö hundruð stúlkna. „Já, fyrsta árið var ég eini strákurinn. Tíu ára gamall.“ Hvernig var það eiginlega? „Það var voða gaman að því. Ég var spenntur fyrir því. Allt snerist um mig, eina drenginn í skólanum.“ En hvað sögðu vinir þínir við þessu? „Það var stundum erfitt fyrir mig sem ungur strákur; ellefu, tólf, þrettán, fjórtán ára. Erfiður aldur fyrir drengi og mér var mikið strítt: Að ég væri að dansa ballett sem væri bara fyrir stelpur. Kallaður stelpustrákur sem var mikið skammaryrði. En ég var ákveðinn í að gefast ekki upp.“ Dönsk dansarahjón reynast örlagavaldar Bidsted-hjónin virtust hafa séð eitthvað alveg sérstakt í Helga því óvænt buðu þau honum að koma og dvelja hjá sér í Kaupmannahöfn. Móðir hans sem þekkti hjónin ekkert tiltakanlega vel en var jákvæð fyrir því að fólk fengi að sjá heiminn, féllst á að Helgi færi yfir sumartímann. Hann bjó hjá listahjónunum sem þá störfuðu við Pantomime-leikhúsið í Tívolí. „Mér fannst gífurlega gaman. Þau dönsuðu í Pantomime og ég flæktist í Tívolí á hverju kvöldi. Þetta var ævintýri,“ segir Helgi. En víst er að þá var öldin önnur og hann nánast eftirlitslaus í Kaupmannahöfn tíu ára gamall. En hann lærði mikið um líf dansarans strax þá og leikhúsið. Helgi stundaði sem drengur nám í dansi við Þjóðleikhússkólann hér heima af kappi næstu árin, undir handleiðslu Erik Bidsted og sem fyrr sagði var þetta engin dans á rósum. Erik var harður húsbóndi. Að sumarlagi fór hann í sveit og vann þar hörðum höndum eins og tíðkaðist. Helgi segir að þar hafi hann lært vinnuhörku sem seinna kom sér vel. Þegar hann var fimmtán ára bauð svo Erik honum starf sem dansari við Pantomime og Helgi var þá orðinn atvinnudansari. „Þar hitti ég aðra drengi á mínum aldri sem voru í þessu. Og byrjaði að keppa við þá, að geta gert þetta spor betur en hinn, já, það var ánægjulegt að hitta aðra drengi fyrir í þessu líka.“ Toppur ferilsins þegar Helgi var aðaldansari New York City Ballet Í Kaupmannahöfn sótti Helgi tíma til Birger Bortholin sem var virtur kennari og lagði, sem og lærimeistari Helga, einkum stund á hinn svokallaða franska skóla í ballettinum sem gengur út á fágun, að sýna ekki þá miklu áreynslu sem oft býr undir. Árið 1959 verður annar atburður sem skiptir sköpum, en Þorvaldur höfundur ævisögu Helga hefur sagt einkennandi við þennan ævintýralega feril að Helgi hafi ætíð verið rétti maðurinn á réttum stað á réttum tíma. Helgi á hátindi ferils síns, sem aðaldansari New York City Ballet. Þarna 1974 með ekki minni mönnum en Jerome Robbins sem samdi sérstaklega dansa fyrir Helga og Leonard Bernstein. En þeir unnu saman að Dybbuk-sýningunni. Árið 1959 kom heimsfrægur ballettflokkur til Íslands, U.S.A. undir stjórn Jerome Robbins. Robbins var þekktur maður ekki bara fyrir sína balletta sem hann samdi fyrir New York City Ballet heldur einnig fyrir söngleikina sem hann setti á svið á Broadway svo sem West Side Story. Lisa Kæregaard bauð Helga á sýninguna og einsetti sér að koma honum í flokkinn. Til að gera langa sögu stutta verður úr að Robbins útvegaði Helga námsstyrk í eitt ár við School of American Ballet í New York en sá skóli starfaði í tengslum við New York City Ballet. The rest is history, eins og þar stendur. Helgi var 18 ára þegar hann kom til New York og dansaði þar við frábæran orðstír í hálfan annan áratug. Fyrst með Joffrey Ballet og síðar Harkness Ballet og svo New York City Ballet. Spurður hvað standi uppúr segir Helgi af svo mörgu að taka. „Toppurinn er kannski þegar ég var ráðinn sem aðaldansari hjá New York City Ballet. Þar voru margir ballettar samdir sérstaklega fyrir mig. Skrifað var í New York Times að ég væri einn af fimm bestu dönsurum minnar tíðar í heiminum. Þetta var mikil vinna, ekki allt ævintýri.“ Og það kann að koma einhverjum á óvart að lífið er ekki bara ballett í huga Helga. „Svo hitti ég konu, Marlene sem varð konan mín og við eigum tvo syni , sem eru hápunktarnir í mínu lífi. Annar býr í Munchen í Þýskalandi og hinn hérna í San Francisco,“ segir Helgi. Þá segir hann að ekki sé annað hægt en nefna það þegar hann var ráðinn til San Francisco til að stjórna þar ballettinum. „Nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Það eru engir skólar til um slíkt. Þú lærir á vinnutímanum hvernig þú gerir þetta og það hefur tekist alveg stórkostlega vel. Ég hef nú verið dansstjóri í 36 ár sem er lengur en nokkur dansstjóri hér í Bandaríkjunum. San Francisco-ballettinn í Trio eftir Helga. San Francisco Ballet/Erik Tomasson. Það er annar bandarískur maður í Hamborg í Þýskalandi sem hefur verið lengur dansstjóri en ég, annars enginn við þetta starf sem er stórkostlegt þegar maður hugsar út í það. Flokkurinn var ágætur þegar ég kom, ekkert sérstakur en ég er búinn að koma honum upp í að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og er hann nú einn af þeim albestu í heiminum. Ég get ekki beðið um meira en það,“ segir Helgi. Hann er sáttur og má vera það. Einsetti sér að halda íslenskunni við eftir að danskan tók yfir En hefurðu eitthvað fylgst með íslensku danssenunni? „Nei, lítið. Það er erfitt fyrir mig héðan. Ég hef komið svo sjaldan heim til Íslands sérstaklega undanfarin ár. Móðir mín dó 1980. Annars var ég með annan fótinn á Íslandi. Það var auðveldara þegar ég bjó í New York en svo í San Francisco. Ég hef reynt að koma annað hvert ár en ég á bróður og frænku og ættingja á Íslandi. Ég ætla að koma núna í júní.“ Cavan Conley og Esteban Hernandez í Colorforms eftir Thatcher.San Francisco Ballet/Eric Tomasson Miðað við að Helgi hefur dvalið lunga síns lífs í Bandaríkjunum, lifað og starfað á ensku málsvæði, verður að heita aðdáunarvert hversu góða íslensku hann talar. Hann segir að ýmis ný orð séu að koma inn í íslenskuna sem eru honum framandi í tengslum við nýja tækni. En honum hefur tekist afskaplega vel að halda móðurmálinu við. Það kemur bersýnilega í ljós í samtali blaðamanns við Helga. „Ég þakka. Þetta stafar af því þegar ég fór til Danmerkur og kom til baka til að klára gagnfræðiskólann. Þá hafði ég lært og talaði dönsku reiprennandi. En það hafði komið niður á íslenskunni, ég talaði betri dönsku en íslensku. Mér fannst þetta ómögulegt. Ég var svo svekktur vegna þessa að ég hét því að þetta skyldi aldrei koma fyrir aftur.“ Lífið er ljúft í San Francisco Helgi lýsir því svo að hann hafi eftirleiðis reynt að halda íslenskunni við. Hann gerði það í gegnum árin meðan móðir hans var lifandi með reglulegum samskiptum við hana. „Ég sendi henni kassettuspólur sem ég talaði inn á. Þá var svo dýrt að hringja til Íslands að ég hafði ekki efni á því. Nú síðustu 15 til 20 árin hringi ég oft í bróður minn og frænku og tala við þau. Og ég reyni að fá mér bækur á íslensku og nú síðustu árin fer ég á Vísi og reyni að fylgjast með því sem er að gerast. Að lesa er ekki það sama og að tala tungumálið. En ég reyni að hafa reglulega samband við frænku mína og bróður. En að öðru leyti, þá hitti ég aldrei Íslendinga hér í San Francisco. Því miður.“ Mathilde Froustey and Joseph Walsh í ballett Helga, Rómeó og Júlía. San Francisco Ballet/Erik Tomasson Helgi lætur vel af lífinu í San Francisco. „Þetta er gífurlega falleg borg. Liggur við sjóinn og hér er landslag afar fagurt. Og ýmsir möguleikar í stöðunni. Eftir um það bil klukkutíma keyrslu ertu kominn í Napa Valley en þar eru aðal víngarðarnir,“ segir Helgi en hann og kona hans eiga þar vínekru og sveitabýli sem þau hafa unnið að endurnýjun á undanfarinn áratug eða svo. „Ef þú ert skíðamaður þá ertu kominn eftir klukkutíma akstur í Lake Taho,“ segir Helgi til dæmis um þá mörgu möguleika sem San Francisco býður upp á. „Þetta er afskaplega góð og falleg borg; gífurlega góðir matsölustaðir og fólk yfirleitt mjög vinsamlegt. Og mikið fyrir ballettinn, fólk hér dýrkar ballettinn og ég kvarta ekki yfir neinu með það.“ Segir ballettinn standa traustum fótum Spurður hvernig hann meti stöðu ballettsins almennt, þá í tengslum við aukna samkeppni um tíma fólks undanfarin árin og áratugi, þá telur Helgi hann halda sínu og vel svo. Sú er hans reynsla. „Nú meðan faraldurinn hefur gengið yfir gátum við ekki sýnt á sviði. En við streymdum sýningum og fólk hefur verið mjög hrifið af því. Ég næ til meiri fólksfjölda. En allir segja að það sé ekki neitt eins og að sjá sýningu í leikhúsi. Lifandi flutning. Það er það sem heillar fólkið. En ég get ekki séð að ballettinn hafi gefið eftir, ekki hér í Bandaríkjunum.“ Fyrir liggur að á næsta ári mun Helgi láta af störfum sem stjórnandi San Francisco-ballettsins. Hann segist oft spurður um hvað muni taka við. „Ég verð að svara því svo til að ég hef aldrei planlagt neitt. Það hefur alltaf verið eins og allt kæmi upp í mínar hendur: Danmörk, New York, stjórnandi í San Francisco… allt þetta kom mér að óvörum,“ segir Helgi. Það sem liggur fyrir er að þegar hann hættir í maí á næsta ári þá ætli hann að ferðast. „Aðallega til sjá barnabörnin mín í München, fara til Ítalíu, kannski Íslands en ég efast ekki um að sá sem tekur við hér, hver sem það verður, ef ballettarnir mínir verða sýndir, verð ég örugglega beðinn um að setja þá upp. Og þá get ég kennt. Ég hef engar áhyggjur, hef verið svo lengi í þessari vinnu. Ég hlakka til að þurfa ekki að standa í miðju atinu, eiga við peningavandræði,“ segir Helgi en vitaskuld hefur hin breytta staða sem fylgir Covid-19 sett strik í reikninginn við rekstur hússins. Erfitt að halda dönsurum við efnið á tímum faraldursins „Við höfum ekki verið á sviði í rúmt ár. Ekkert. Það er í mörg horn að líta. Það þarf að halda dönsurunum við og halda þeim við efnið. Halda þeim „motivated“. Hvert er íslenska orðið yfir það?“ spyr Helgi. Ljóst er að þetta hvílir nokkuð þungt á Helga. Hann segir að það taki átta til tíu ár að þjálfa dansara ef vel á að vera. Dansarar hans hafa ekkert dansað á sviði nú í að verða á annað ár. Ballettæfing á Covid-tímum. Nikisha Fogo og Julian MacKay æfa fyrir Harmony undir leiðsögn Helga.San Francisco Ballet/Erik Tomasson „Þetta er líkt og með íþróttamenn. Barn byrjar átta ára og er kannski tilbúið að fara í dansflokk 17 til 18 ára. Flestir sem komast í flokk en verða ekki aðaldansarar eru búnir um þrítugt. Þetta er tíu til tólf ára dansferill,“ segir Helgi. Ljóst er að Covid-19 hefur þannig tekið vænan bita af ferli þeirra dansara sem nú eru virkir. Sem er synd og skömm. „Sumir endast lengur. Góðir og frægir dansarar geta dansað til fertugs. Ég hætti sjálfur 42 ára, sem er frekar seint fyrir karldansara. Yngri dansarar eru sprækari. En ferill flestra dansara eru þetta í mesta lagi 15 ár. Og svakalegt þegar detta svona úr tvö ár.“ Baryshnikov, Nureyev og allir þeir Áður hefur verið vikið að því hvað Helgi telur standa upp úr, ómöguleg spurning og nú kemur enn barnalegri spurning: Hverjir eru bestu dansarar sem Helgi hefur séð? „Það eru svo margir dansarar. Og þetta fer svo mikið eftir smekk. Bara eins og þegar fólk fer að sjá kvikmynd, þá kann það kannski betur við þennan leikara en hinn, er hrifið af einum og öðrum ekki.“ Ljóst er að Helgi telur ekki gáfulega spurt en þó ber til þess að líta að mikil innbyrðis samkeppni er meðal dansara. Í fyrstu alþjóðlegu balletkeppninni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafnaði Helgi í öðru sæti á eftir sjálfum Mikhail Baryshnikov. „Já, hann var alveg stórkostlegur dansari. Nureyev var líka alveg storkostlegur,“ segir Helgi og þó hann noti sterk orð er ljóst að hann er ekkert með stjörnur í augunum þegar hann talar um þessa meistara. „Þegar ég var unglingur var ég gífurlega hrifinn af þeim danska Erik Bruun. Mér fannst hann stórkostlegur. Ég miðaði mig við hann. En það hafa verið svo margir góðir dansarar. Ég er með alveg stórkostlega góða dansara sem eru hér, sem tæknilega gætu dansað hring í kringum Nureyev. Það verður framför alls staðar, hvort sem það er í dansi eða öðrum listum. En hvað skapar góðan dansara? Það er ekki bara tækni heldur persónan sjálf, hvernig hún kemur fram á sviði. Sumir dansarar, leikarar eða söngvarar, koma á sviðið og maður horfir bara á þá. Þarna er eitthvað sem skapar stjörnur.“ Gefandi að þjálfa nýjar stjörnur Það er þetta óræða sem ekki er hægt að festa fingur á. Hvort sem um er að ræða karl eða konu. Helgi var á sinni tíð talinn einn albesti dansari sem starfaði í bandarískum dansflokkum og þó víðar væri leitað. San Francisco-ballettinn æfir Harmony eftir Helga undir hans stjórn. Helgi segir það ekki síst gefandi að segja upprennandi stjörnum til og hjálpa þeim.San Francisco Ballet/Erik Tomasson Helgi man stórkostlegar viðtökur, hvort sem var í London eða París, Washington, Shanghæ eða Peking þar sem hann kom fram. En það sem ekki er síst gefandi er að þjálfa upp góða dansara. „Já, það er gaman að því og gaman að sjá unga dansara sem verða betri og betri og blómstra og verða að stjörnum. Ef ég get hjálpað þeim að komast á það stig þá er ég búinn að vinna mitt verk. Þetta fjallar ekki lengur um mig, þetta fjallar um dansarana sem eru í flokknum, dansflokkinn sjálfan og hversu stórkostlegur hann er. Það þarf framsýni til að búa til nýja balletta og San Francisco Ballettinn stendur þar framar en flestir ballettflokkar í heiminum.“ Dans Helgarviðtal Íslendingar erlendis Ballett Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ferill Helga er sigurganga, hann er meðal þeirra merkustu í sinni listgrein og sem slíkur einn mikilvægasti listamaður þjóðarinnar. Sjálfsmynd örþjóðar þarf sárlega á slíku fólki að halda, svo hún geti talið sér trú um að allir vegir séu færir. Og þegar slíkt hendir á þjóðin hvert bein í viðkomandi. Ísland á fáeina slíka: Laxness, Vigdís, Kristján, Björk og svo Helgi. Helgi var svo vinsamlegur að veita Vísi viðtal, en til þess að svo mætti verða þurfti að fara í gegnum nokkra hliðverði hjá San Francisco-ballettinum sem er stórt batterí. Blaðamaður spurði dansarann mikla hvernig það væri að vera einskonar þjóðareign? Ekki var örgrannt um að Helga þætti þetta brött fyrsta spurning. „Það er gaman að því,“ sagði hann nánast forviða. „Íslendingar hafa fylgst með mér í gegnum árin og það er gaman að vita til þess. En allur minn starfsferill hefur verið utanlands.“ Helgi er stjórnandi San Francisco-ballettsins og rifjar upp þegar hann kom til landsins 2016 með dansflokk sinn, á Listahátíð, og sýndi í Hörpu. „Það tókst stórkostlega vel og gaman að dansa í því fallega húsi. Ég hef alltaf verið mikið stoltur af því að vera Íslendingur.“ Fréttastofan greip að sjálfsögðu tækifærið þá og tók Helga tali. Árið 2022 helgað Helga Dagskrá San Francisco-ballettsins 2022 verður sérstaklega helguð Helga og hans glæsta ferli en hann lætur formlega af störfum sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur á næsta ári. Enda að nálgast áttrætt. Vísir bað Helga um að segja sér undan og ofan af þeirri dagskrá, sem hann sjálfur setur saman. „Stjórn flokksins bað mig um að láta mikið af mínum eigin ballettum með, svo þeir geti með þeim hætti heiðrað mig sérstaklega. En á dagskrá er einnig verk eftir George Balanchine og Jerome Robbins, sem var sá sem kom mér til Bandaríkjanna á sínum tíma. Hann hefur verið mér mjög góður og samið balletta sérstaklega fyrir mig þegar ég var hjá New York City Ballet. Hann hefur eiginlega verið mér mentor.“ Jennifer Stahl and Daniel Deivison-Oliveira í Don Quixote eftir Helga og Possokhov.San Francisco Ballet/Erik Tomasson Þannig verður dagskrá San Francisco-ballettsins 2022 með margvíslegum skírskotunum til ferils Helga og þeirra sem hafa komið við sögu á þeirri vegferð. Helgi segir, sem dæmi, að þá verði ballettinn La Sylphid frá Danmörku á dagskrá. „Við höfðum sýnt hann fyrir mörgum mörgum árum síðan. Mér fannst gaman að koma að honum aftur. Ég stúderaði í Danmörku og var með danska kennara þegar ég var þar.“ Dönsku tengingarnar Helgi rekur hinar dönsku tengingar San Francisco-ballettsins sem eru margvíslegar, bæði í gegnum hann sjálfan og svo þrjá bræður sem stofnuðu dansflokkinn á sínum tíma en þeir voru af dönskum ættum. Christensen bræðurnir eru þeir Willam, Harold og Lew sem taldir eru hafa lagt meira af mörkum en flestir við að hefja ballett til vegs og virðingar í Bandaríkjunum. Willam var einn aðaldansarinn hjá hinum goðsagnakennda frumkvöðli George Balanchine með American Ballet en þá erum við líkast til komin of djúpt í sögu balletsins. En Helgi segir þetta þannig komið í heilan hring. Helgi Tómasson sér dagskrá sem nú er verið að leggja drög að, sýningar ársins 2022, þannig að hringnum sé lokað með ýmsum tengingum meðal annars við Danmörku sem leikur lykilhlutverk í ferli Helga.San Francisco/Erik Tomasson „Það er gaman að setja upp danskan ballett til að minna á að þetta byrjaði hjá þeim dönsku bræðrum og að ég stúderaði í Danmörku. Og svo verður einnig uppsetning mín á Svanavatninu og hin stórsýningin verður Don Quixote. Ég hef fengið danshöfunda að sem ég hef unnið mikið með áður til að koma og gera nýja balletta fyrir mig. Þetta verða mínir eigin ballettar og ballettar sem hafa verið skapaðir áður fyrir fræga menn og fólk sem hefur unnið með mér áður sem danshöfundar.“ Helgi segir þetta gaman, vissulega, en erfitt. Sú saga hefur verið sögð áður en hún verður seint rifjuð of oft upp; hvernig það kemur til að Helgi leggur fyrir sig ballett. Því þegar hann er að vaxa úr grasi, fæddur í Reykjavík en elst upp fyrstu fimm árin í Vestmannaeyjum, þá er ballett nokkuð sem Íslendingar vissu varla hvað var. Hin afdrifaríka danssýning greypt í barnsminnið Örlögin haga því svo til að þegar Helgi er fimm ára gamall leggja leið sína til Íslands þrír dansarar frá Danmörku. Og efndu til ballettsýninga. Myndin er úr ágætri ævisögu Helga sem Þorvaldur Kristinsson skráði. Helgi er þarna í hlutverki Péturs kóngssonar í ballettinum Dimmalimm eftir Erik Bidsted. Þetta er í Þjóðleikhúsinu 1954 Mörlandinn vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Um var að ræða fjögurra manna hóp, þannig að þetta hefur þá væntanlega verið sýnishorn fremur en fullbúin sýning sem flutt var. En þetta voru ungir dansarar við ballettflokk Konunglega danska leikhússins í Kaupmannahöfn, þau Inge Sand, Stanley Williams, Kirsten Ralov og Fredbjörn Björnsson sem var íslenskur í föðurætt og átti ættir að rekja til Eyja. „Nei, þetta þekktist ekki á Íslandi. Friðbjörn átti ættingja í Vestmannaeyjum og kom með þessa dansara til Vestmannaeyja. Og þá sýningu sá ég því móðir mín fór með mig. Ég smitaðist.“ Helgi segir svo frá að hann hafi setið dolfallinn í fangi móður sinnar og fylgst með. „Ég varð víst mjög hrifinn af þessu, sagði mamma, og reyndi að herma eftir því sem ég sá á sviðinu. Stökk og sneri mér í hringi. Sem segir mér hversu mikilvægt það er að foreldrar fari með börn sín á listsýningar; leik, tónlist og dans. Maður veit aldrei hvaða áhrif það hefur á börn. En svona er þetta.“ Sýningin reyndist þannig afdrifarík upplifun og í bókinni Helgi, eftir Þorvald Kristinsson sem kom út árið 2017, segir frá því að foreldrar Helga, þau Tómas Snorrason og Dagmar Helgadóttir hafi skilið skiptum en Tómas reyndist drykkfelldur og var þeirra samband ekki gott. Reyndar kemur á daginn að Helgi var ekki rétt feðraður en það er utan efnis þessa viðtals. Staðráðinn í að halda sínu striki Þau mæðgin fluttust til Reykjavíkur og búa í fyrstu við þröngan kost í höfuðstaðnum. Alltaf lifir þessi danssýning í samkomuhúsinu í Eyjum með Helga. Hann stekkur um gólf og stígur spor þegar tónlist heyrist í útvarpinu og var sendur í lítinn ballettskóla sem rekinn var af Félagi íslenskra listdansara í veitingahúsinu Röðli. Dönsk hjón sem hingað komu reyndust svo miklir örlagavaldar í lífi Helga, þau Erik Bidsted og þáverandi kona hans Lisa Kæregaard. Erik var ráðinn til að kenna við nýstofnaðan Listdansskóla Þjóðleikhússins 1952. San Francisco-ballettinn í Emeralds eftir Balanchine. San Francisco Ballet/Erik Tomasson Sótt var um pláss fyrir Helga en móður hans var tjáð að þar væri allt fullt, en svo sagt; bíddu, ertu að tala um dreng? Þá sárvantaði drengi og Helgi hóf þar nám, eini drengurinn auk rúmlega tvö hundruð stúlkna. „Já, fyrsta árið var ég eini strákurinn. Tíu ára gamall.“ Hvernig var það eiginlega? „Það var voða gaman að því. Ég var spenntur fyrir því. Allt snerist um mig, eina drenginn í skólanum.“ En hvað sögðu vinir þínir við þessu? „Það var stundum erfitt fyrir mig sem ungur strákur; ellefu, tólf, þrettán, fjórtán ára. Erfiður aldur fyrir drengi og mér var mikið strítt: Að ég væri að dansa ballett sem væri bara fyrir stelpur. Kallaður stelpustrákur sem var mikið skammaryrði. En ég var ákveðinn í að gefast ekki upp.“ Dönsk dansarahjón reynast örlagavaldar Bidsted-hjónin virtust hafa séð eitthvað alveg sérstakt í Helga því óvænt buðu þau honum að koma og dvelja hjá sér í Kaupmannahöfn. Móðir hans sem þekkti hjónin ekkert tiltakanlega vel en var jákvæð fyrir því að fólk fengi að sjá heiminn, féllst á að Helgi færi yfir sumartímann. Hann bjó hjá listahjónunum sem þá störfuðu við Pantomime-leikhúsið í Tívolí. „Mér fannst gífurlega gaman. Þau dönsuðu í Pantomime og ég flæktist í Tívolí á hverju kvöldi. Þetta var ævintýri,“ segir Helgi. En víst er að þá var öldin önnur og hann nánast eftirlitslaus í Kaupmannahöfn tíu ára gamall. En hann lærði mikið um líf dansarans strax þá og leikhúsið. Helgi stundaði sem drengur nám í dansi við Þjóðleikhússkólann hér heima af kappi næstu árin, undir handleiðslu Erik Bidsted og sem fyrr sagði var þetta engin dans á rósum. Erik var harður húsbóndi. Að sumarlagi fór hann í sveit og vann þar hörðum höndum eins og tíðkaðist. Helgi segir að þar hafi hann lært vinnuhörku sem seinna kom sér vel. Þegar hann var fimmtán ára bauð svo Erik honum starf sem dansari við Pantomime og Helgi var þá orðinn atvinnudansari. „Þar hitti ég aðra drengi á mínum aldri sem voru í þessu. Og byrjaði að keppa við þá, að geta gert þetta spor betur en hinn, já, það var ánægjulegt að hitta aðra drengi fyrir í þessu líka.“ Toppur ferilsins þegar Helgi var aðaldansari New York City Ballet Í Kaupmannahöfn sótti Helgi tíma til Birger Bortholin sem var virtur kennari og lagði, sem og lærimeistari Helga, einkum stund á hinn svokallaða franska skóla í ballettinum sem gengur út á fágun, að sýna ekki þá miklu áreynslu sem oft býr undir. Árið 1959 verður annar atburður sem skiptir sköpum, en Þorvaldur höfundur ævisögu Helga hefur sagt einkennandi við þennan ævintýralega feril að Helgi hafi ætíð verið rétti maðurinn á réttum stað á réttum tíma. Helgi á hátindi ferils síns, sem aðaldansari New York City Ballet. Þarna 1974 með ekki minni mönnum en Jerome Robbins sem samdi sérstaklega dansa fyrir Helga og Leonard Bernstein. En þeir unnu saman að Dybbuk-sýningunni. Árið 1959 kom heimsfrægur ballettflokkur til Íslands, U.S.A. undir stjórn Jerome Robbins. Robbins var þekktur maður ekki bara fyrir sína balletta sem hann samdi fyrir New York City Ballet heldur einnig fyrir söngleikina sem hann setti á svið á Broadway svo sem West Side Story. Lisa Kæregaard bauð Helga á sýninguna og einsetti sér að koma honum í flokkinn. Til að gera langa sögu stutta verður úr að Robbins útvegaði Helga námsstyrk í eitt ár við School of American Ballet í New York en sá skóli starfaði í tengslum við New York City Ballet. The rest is history, eins og þar stendur. Helgi var 18 ára þegar hann kom til New York og dansaði þar við frábæran orðstír í hálfan annan áratug. Fyrst með Joffrey Ballet og síðar Harkness Ballet og svo New York City Ballet. Spurður hvað standi uppúr segir Helgi af svo mörgu að taka. „Toppurinn er kannski þegar ég var ráðinn sem aðaldansari hjá New York City Ballet. Þar voru margir ballettar samdir sérstaklega fyrir mig. Skrifað var í New York Times að ég væri einn af fimm bestu dönsurum minnar tíðar í heiminum. Þetta var mikil vinna, ekki allt ævintýri.“ Og það kann að koma einhverjum á óvart að lífið er ekki bara ballett í huga Helga. „Svo hitti ég konu, Marlene sem varð konan mín og við eigum tvo syni , sem eru hápunktarnir í mínu lífi. Annar býr í Munchen í Þýskalandi og hinn hérna í San Francisco,“ segir Helgi. Þá segir hann að ekki sé annað hægt en nefna það þegar hann var ráðinn til San Francisco til að stjórna þar ballettinum. „Nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Það eru engir skólar til um slíkt. Þú lærir á vinnutímanum hvernig þú gerir þetta og það hefur tekist alveg stórkostlega vel. Ég hef nú verið dansstjóri í 36 ár sem er lengur en nokkur dansstjóri hér í Bandaríkjunum. San Francisco-ballettinn í Trio eftir Helga. San Francisco Ballet/Erik Tomasson. Það er annar bandarískur maður í Hamborg í Þýskalandi sem hefur verið lengur dansstjóri en ég, annars enginn við þetta starf sem er stórkostlegt þegar maður hugsar út í það. Flokkurinn var ágætur þegar ég kom, ekkert sérstakur en ég er búinn að koma honum upp í að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og er hann nú einn af þeim albestu í heiminum. Ég get ekki beðið um meira en það,“ segir Helgi. Hann er sáttur og má vera það. Einsetti sér að halda íslenskunni við eftir að danskan tók yfir En hefurðu eitthvað fylgst með íslensku danssenunni? „Nei, lítið. Það er erfitt fyrir mig héðan. Ég hef komið svo sjaldan heim til Íslands sérstaklega undanfarin ár. Móðir mín dó 1980. Annars var ég með annan fótinn á Íslandi. Það var auðveldara þegar ég bjó í New York en svo í San Francisco. Ég hef reynt að koma annað hvert ár en ég á bróður og frænku og ættingja á Íslandi. Ég ætla að koma núna í júní.“ Cavan Conley og Esteban Hernandez í Colorforms eftir Thatcher.San Francisco Ballet/Eric Tomasson Miðað við að Helgi hefur dvalið lunga síns lífs í Bandaríkjunum, lifað og starfað á ensku málsvæði, verður að heita aðdáunarvert hversu góða íslensku hann talar. Hann segir að ýmis ný orð séu að koma inn í íslenskuna sem eru honum framandi í tengslum við nýja tækni. En honum hefur tekist afskaplega vel að halda móðurmálinu við. Það kemur bersýnilega í ljós í samtali blaðamanns við Helga. „Ég þakka. Þetta stafar af því þegar ég fór til Danmerkur og kom til baka til að klára gagnfræðiskólann. Þá hafði ég lært og talaði dönsku reiprennandi. En það hafði komið niður á íslenskunni, ég talaði betri dönsku en íslensku. Mér fannst þetta ómögulegt. Ég var svo svekktur vegna þessa að ég hét því að þetta skyldi aldrei koma fyrir aftur.“ Lífið er ljúft í San Francisco Helgi lýsir því svo að hann hafi eftirleiðis reynt að halda íslenskunni við. Hann gerði það í gegnum árin meðan móðir hans var lifandi með reglulegum samskiptum við hana. „Ég sendi henni kassettuspólur sem ég talaði inn á. Þá var svo dýrt að hringja til Íslands að ég hafði ekki efni á því. Nú síðustu 15 til 20 árin hringi ég oft í bróður minn og frænku og tala við þau. Og ég reyni að fá mér bækur á íslensku og nú síðustu árin fer ég á Vísi og reyni að fylgjast með því sem er að gerast. Að lesa er ekki það sama og að tala tungumálið. En ég reyni að hafa reglulega samband við frænku mína og bróður. En að öðru leyti, þá hitti ég aldrei Íslendinga hér í San Francisco. Því miður.“ Mathilde Froustey and Joseph Walsh í ballett Helga, Rómeó og Júlía. San Francisco Ballet/Erik Tomasson Helgi lætur vel af lífinu í San Francisco. „Þetta er gífurlega falleg borg. Liggur við sjóinn og hér er landslag afar fagurt. Og ýmsir möguleikar í stöðunni. Eftir um það bil klukkutíma keyrslu ertu kominn í Napa Valley en þar eru aðal víngarðarnir,“ segir Helgi en hann og kona hans eiga þar vínekru og sveitabýli sem þau hafa unnið að endurnýjun á undanfarinn áratug eða svo. „Ef þú ert skíðamaður þá ertu kominn eftir klukkutíma akstur í Lake Taho,“ segir Helgi til dæmis um þá mörgu möguleika sem San Francisco býður upp á. „Þetta er afskaplega góð og falleg borg; gífurlega góðir matsölustaðir og fólk yfirleitt mjög vinsamlegt. Og mikið fyrir ballettinn, fólk hér dýrkar ballettinn og ég kvarta ekki yfir neinu með það.“ Segir ballettinn standa traustum fótum Spurður hvernig hann meti stöðu ballettsins almennt, þá í tengslum við aukna samkeppni um tíma fólks undanfarin árin og áratugi, þá telur Helgi hann halda sínu og vel svo. Sú er hans reynsla. „Nú meðan faraldurinn hefur gengið yfir gátum við ekki sýnt á sviði. En við streymdum sýningum og fólk hefur verið mjög hrifið af því. Ég næ til meiri fólksfjölda. En allir segja að það sé ekki neitt eins og að sjá sýningu í leikhúsi. Lifandi flutning. Það er það sem heillar fólkið. En ég get ekki séð að ballettinn hafi gefið eftir, ekki hér í Bandaríkjunum.“ Fyrir liggur að á næsta ári mun Helgi láta af störfum sem stjórnandi San Francisco-ballettsins. Hann segist oft spurður um hvað muni taka við. „Ég verð að svara því svo til að ég hef aldrei planlagt neitt. Það hefur alltaf verið eins og allt kæmi upp í mínar hendur: Danmörk, New York, stjórnandi í San Francisco… allt þetta kom mér að óvörum,“ segir Helgi. Það sem liggur fyrir er að þegar hann hættir í maí á næsta ári þá ætli hann að ferðast. „Aðallega til sjá barnabörnin mín í München, fara til Ítalíu, kannski Íslands en ég efast ekki um að sá sem tekur við hér, hver sem það verður, ef ballettarnir mínir verða sýndir, verð ég örugglega beðinn um að setja þá upp. Og þá get ég kennt. Ég hef engar áhyggjur, hef verið svo lengi í þessari vinnu. Ég hlakka til að þurfa ekki að standa í miðju atinu, eiga við peningavandræði,“ segir Helgi en vitaskuld hefur hin breytta staða sem fylgir Covid-19 sett strik í reikninginn við rekstur hússins. Erfitt að halda dönsurum við efnið á tímum faraldursins „Við höfum ekki verið á sviði í rúmt ár. Ekkert. Það er í mörg horn að líta. Það þarf að halda dönsurunum við og halda þeim við efnið. Halda þeim „motivated“. Hvert er íslenska orðið yfir það?“ spyr Helgi. Ljóst er að þetta hvílir nokkuð þungt á Helga. Hann segir að það taki átta til tíu ár að þjálfa dansara ef vel á að vera. Dansarar hans hafa ekkert dansað á sviði nú í að verða á annað ár. Ballettæfing á Covid-tímum. Nikisha Fogo og Julian MacKay æfa fyrir Harmony undir leiðsögn Helga.San Francisco Ballet/Erik Tomasson „Þetta er líkt og með íþróttamenn. Barn byrjar átta ára og er kannski tilbúið að fara í dansflokk 17 til 18 ára. Flestir sem komast í flokk en verða ekki aðaldansarar eru búnir um þrítugt. Þetta er tíu til tólf ára dansferill,“ segir Helgi. Ljóst er að Covid-19 hefur þannig tekið vænan bita af ferli þeirra dansara sem nú eru virkir. Sem er synd og skömm. „Sumir endast lengur. Góðir og frægir dansarar geta dansað til fertugs. Ég hætti sjálfur 42 ára, sem er frekar seint fyrir karldansara. Yngri dansarar eru sprækari. En ferill flestra dansara eru þetta í mesta lagi 15 ár. Og svakalegt þegar detta svona úr tvö ár.“ Baryshnikov, Nureyev og allir þeir Áður hefur verið vikið að því hvað Helgi telur standa upp úr, ómöguleg spurning og nú kemur enn barnalegri spurning: Hverjir eru bestu dansarar sem Helgi hefur séð? „Það eru svo margir dansarar. Og þetta fer svo mikið eftir smekk. Bara eins og þegar fólk fer að sjá kvikmynd, þá kann það kannski betur við þennan leikara en hinn, er hrifið af einum og öðrum ekki.“ Ljóst er að Helgi telur ekki gáfulega spurt en þó ber til þess að líta að mikil innbyrðis samkeppni er meðal dansara. Í fyrstu alþjóðlegu balletkeppninni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafnaði Helgi í öðru sæti á eftir sjálfum Mikhail Baryshnikov. „Já, hann var alveg stórkostlegur dansari. Nureyev var líka alveg storkostlegur,“ segir Helgi og þó hann noti sterk orð er ljóst að hann er ekkert með stjörnur í augunum þegar hann talar um þessa meistara. „Þegar ég var unglingur var ég gífurlega hrifinn af þeim danska Erik Bruun. Mér fannst hann stórkostlegur. Ég miðaði mig við hann. En það hafa verið svo margir góðir dansarar. Ég er með alveg stórkostlega góða dansara sem eru hér, sem tæknilega gætu dansað hring í kringum Nureyev. Það verður framför alls staðar, hvort sem það er í dansi eða öðrum listum. En hvað skapar góðan dansara? Það er ekki bara tækni heldur persónan sjálf, hvernig hún kemur fram á sviði. Sumir dansarar, leikarar eða söngvarar, koma á sviðið og maður horfir bara á þá. Þarna er eitthvað sem skapar stjörnur.“ Gefandi að þjálfa nýjar stjörnur Það er þetta óræða sem ekki er hægt að festa fingur á. Hvort sem um er að ræða karl eða konu. Helgi var á sinni tíð talinn einn albesti dansari sem starfaði í bandarískum dansflokkum og þó víðar væri leitað. San Francisco-ballettinn æfir Harmony eftir Helga undir hans stjórn. Helgi segir það ekki síst gefandi að segja upprennandi stjörnum til og hjálpa þeim.San Francisco Ballet/Erik Tomasson Helgi man stórkostlegar viðtökur, hvort sem var í London eða París, Washington, Shanghæ eða Peking þar sem hann kom fram. En það sem ekki er síst gefandi er að þjálfa upp góða dansara. „Já, það er gaman að því og gaman að sjá unga dansara sem verða betri og betri og blómstra og verða að stjörnum. Ef ég get hjálpað þeim að komast á það stig þá er ég búinn að vinna mitt verk. Þetta fjallar ekki lengur um mig, þetta fjallar um dansarana sem eru í flokknum, dansflokkinn sjálfan og hversu stórkostlegur hann er. Það þarf framsýni til að búa til nýja balletta og San Francisco Ballettinn stendur þar framar en flestir ballettflokkar í heiminum.“
Dans Helgarviðtal Íslendingar erlendis Ballett Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira