Guðlaugur Victor á leið til Schalke Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. maí 2021 17:46 Guðlaugur Victor í leik með íslenska landsliðinu. Hann hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti hlekkur landsliðsins á undanförnum misserum. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mun á næstu dögum ganga til liðs við þýska stórveldið Schalke 04 sem er fallið úr efstu deild Þýskalands í knattspyrnu. Þetta herma heimildir íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Samkomulag hefur náðst á milli Schalke og Darmstadt, hvar Guðlaugur Victor hefur leikið síðan 2018. Einnig hefur Guðlaugur Victor samið við Schalke og er læknisskoðun næst á dagskrá. Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um þessi mögulegu félagsskipti í nokkrar vikur og miðað við fréttir frá Þýsklandi verður kaupverðið um hálf milljón evra. Schalke 04 er fjórða sigursælasta félag í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Meðlimir félagsins eru 155 þúsund sem gerir Schalke að næst fjölmennasta íþróttafélagi Þýskalands. Ekkert hefur gengið hjá Schalke á leiktíðinni sem nú er senn á enda. Liðið situr á botni þýsku úrvalsdeildarinnar og var fallið í apríl. Þar með lýkur 30 ára samfelldri veru í efstu deild en á þeim tíma hefur Schalke fjórum sinnum komist í Meistaradeild Evrópu auk þess sem félagið hefur tekið þátt í öðrum Evrópukeppnum. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarið. Hann hefur alls spilað 26 A-landsleiki, þar á meðal alla þrjá leikina í síðasta landsliðsglugga er Ísland mætti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Þá skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark í 4-1 sigrinum gegn Liechtenstein. Í þýskum fjölmiðlum kemur fram að Schalke hafi nú þegar samið við tvo aðra leikmenn. Framherjinn Simon Terodde kemur frá Hamburger SV og miðjumaðurinn Danny Latza kemur frá Mainz. Latza er fæddur í Gelsenkirchen, hvar Schalke er staðsett, og kom upp í gegnum yngri flokka félagsins. Báðir leikmenn eru yfir þrítugt og því ljóst að stjórn Schalke ætlar að treysta á reynslumikla leikmenn til þess að koma félaginu aftur í efstu deild.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira