„Sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2021 11:31 María Rós Magnúsdóttir er búsett í Kaupmannahöfn. Hún vakti athygli á fitufordómum á Instagram og fékk mikil viðbrögð. Myndband af fitusmánun á 21 árs íslenskri stúlku í Kaupmannahöfn hefur vakið mikla athygli síðustu daga. María Rós Magnúsdóttir ákvað að birta myndbandið af atvikinu til þess að vekja fólk til umhugsunar um fitufordóma. Í myndbandinu má heyra hvernig kona sem sat á næsta borði á veitingastað leyfði sér að tala um holdafar Maríu Rósar. „Fyrst þegar hún byrjaði eftir að við vorum nýlega sestar niður bað hún mig að setja fæturna mína saman því fólk að minni stærð ætti ekki að vera í svona stuttum kjólum,“ segir María Rós í samtali við Vísi. Hún tekur það fram að hún var klædd í kjól sem náði niður að hnjám. „Ég hugsaði strax, þessi kona er frekar dónaleg. Ég var í innanundirbuxum svo ég sagði bara okei og snéri mér aftur að Elenu.“ Öll samskiptin á upptökunni María Rós hefur búið í Kaupmannahöfn síðan í febrúar á síðasta ári. Þar starfar hún fyrir fyrirtækið Eloomi sem er stafræn fræðslulausn. Hún var með Elenu meðleigjanda sínum þegar atvikið átti sér stað. Þær voru með fartölvu fyrir framan sig að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðla og því náðust öll samskiptin á upptöku. „Konan var 52 ára og tilkynnti hún mér það ítrekað yfir kvöldið eins og hún væri að reyna að sanna mál sitt með því að vera þrjátíu árum eldri en ég. Hún sat á borðinu við hliðina á okkar, sat á bak við myndavélina. Hún var að segja mér að ég væri í yfirþyngd og að það væri bara alls ekki fallegt að vera það. Hún sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki. Hún var sannfærð um að Elena væri að nota mig til þess að láta sig líta betur út, með því að eiga mig sem á að vera ekki eins falleg og feitari sem vinkonu sem hún dregur út á bari þegar hana vantar athygli. Í myndbandinu segir hún mér svo frá því að hún átti vinkonu sem notaði hana eins og hún hélt að Elena væri að nota mig og að henni leið svo illa yfir því. Ég var orðin mjög reið á þessum tímapunkti og ákvað að útskýra það fyrir henni að þegar hún reynir að „hjálpa“ mér með því að vara mig við því að Elena sé að nota mig, að þá er hún í raun að segja að ég liti verr út og að það væri ekki fallegt af henni. Hún þagnaði aðeins eftir þá athugasemd en hélt svo áfram. Ég reyndi einnig að segja henni að ef þessi vinkona hennar frá því fyrir þrjátíu árum síðan hafi þurft alltaf að hafa manneskju með sér sem var í yfirþyngd var það óöryggi hjá þessari vinkonu. Ef fólk vildi gefa þessari vinkonu athygli hefði þau gert það bara án þess að pæla í hvort að hin vinkonan sé ekki alveg pottþétt ljótari og feitari.“ María Rós segir að hún hefði ekki náð að halda jafn mikilli yfirvegun ef þetta hefði gerst þegar hún var 18 ára. Bjóst ekki við þessu samtali María Rós komst í meira uppnám eftir því sem leið á samtalið. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og hefur það verið skoðað tæplega 40.000 sinnum þegar þetta er skrifað. „Hún sagði mér að heimurinn muni horfa á mig og sjá bara yfirþyngd. Ég svaraði henni að það væri sko meira en allt í lagi hjá mér því það sem heiminum finnst kemur mér ekki við. Ég sagði henni ítrekað að ég væri hamingjusöm í eigin líkama og að mér finnist ég falleg og frábær en hún bara trúði mér ekki. Konan skildi hreinlega ekki að það sé hægt að elska sjálfa sig og vera í yfirþyngd á sama tíma. Viðhorf þessara konu var svo sorglegt að ég hálf vorkenndi henni.“ María Rós reyndi eftir bestu getu að ræða yfirvegað við konuna um líkamsvirðingu og sjálfsást. „Ég bjóst auðvitað ekki við því að þetta var að fara að gerast og var ég ekki viss hvernig ég myndi tækla þetta en síðustu ár hef ég verið að vinna mikið í mínu sjálfstrausti og mér sem manneskju. Ég var ákveðin í því að vera alltaf góð manneskja, það var númer eitt, tvö og þrjú að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Ég er svo stolt af mér hvernig ég svaraði henni því þetta þýddi að ég er orðin sú manneskja sem mig langaði að verða. Ég ákvað að svara henni á þennan hátt því ef ég hefði byrjað að hella mér yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum eða jafnvel orðið ofbeldisfull þá væri ég ekkert annað en eitt vandamál að rífast við annað vandamál. Ég reyndi mitt best að fræða þessa konu um líkamsvirðingu en sumum er ekki viðbjargandi.“ View this post on Instagram A post shared by ✖️María Rós✖️ (@mariaxros) Hélt að hún væri að hjálpa Konan hætti þó ekki að tala um holdafar Maríu Rósar og endaði hún á að brotna niður og fara frá borðinu. „Fyrst byrjaði ég að fyllast af reiði að innan sem ég hélt inní mér þar sem ég reyndi að svara henni eins rólega og ég gat, því það var það besta sem ég gat gert til að reyna að fá hana til að hlusta. Í lokin brotnaði ég niður því það var eins og allt sem hún hafi sagt yfir kvöldið hafi lent í andlitinu á mér á sama tíma. Það að hún efaðist um að manneskja sem leit út eins og ég gæti elskað sjálft sig fór alveg með mig. Ég var svo alveg staðráðin því að þessi kona fengi ekki að vinna í þessum samræðum.“ Elena vinkona Maríu Rósar hélt áfram að tala við konuna í augnablik en endar á að fara líka frá borðinu. „Í lokin biður hún Elenu um að horfa í augun á henni og segja að hún sé ekki að nota mig. Hver bara ræðst svona á manneskju? Það versta við þetta allt saman er að hún hefur byrjað þessar samræður með því hugarfari að reyna að bjarga mér frá Elenu og hélt að hún væri að hjálpa.“ Veit sitt virði Starfsfólk veitingastaðsins kom þeim fyrir á öðru borði. Þau buðust líka til að sækja eigur stúlknanna á borðið svo þær þyrftu ekki að hitta konuna aftur. „Ég hef aldrei upplifað þetta svona áður, seinast þegar ég fékk athugasemd sem ég man eftir var þegar ég var í framhaldsskóla og ég fékk lánaðar buxur frá vinkonu minni og þegar ég skilaði þeim varð hún pirruð og sagði mér að ég hafi teygt þær. Ég get viðurkennt það að sjálfsmynd mín og sjálfstraust var ekki á þeim stað á laugardaginn og það er í dag, og ekki vegna myndbandsins heldur vegna þess að ég bar nógu mikla virðingu fyrir sjálfri mér til þess að standa með sjálfri mér sem segir mér það bara eitt að ég hef verið komin mun nær markmiði mínu en ég hélt. Markmiðið er alltaf að elska mig eins og ég er og vita hvað ég er falleg og flott. Í dag veit ég hvers virði ég er og gæti ekki verið sáttari með það.“ Sátt með að svara fyrir sig Þó að María Rós sé á góðum stað í dag hefur hún þurft að kljást við neikvæða líkamsímynd og óöryggi þegar hún var yngri. „Mér hefur aldrei áður liðið vel í eigin skinni, það hefur alltaf verið eitthvað. Í grunnskóla var ég alltaf svo upptekin að því að sitja með hendurnar undir lærunum til að lyfta þeim upp svo þau liti ekki út fyrir að vera jafn stór. Í framhaldsskóla gekk ég mikið í hettupeysum því það var svo þreytandi að þurfa alltaf að pæla í því hvernig ég leit út frá hverju einasta sjónarhorni. Ég góma mig gera þetta ennþá stundum á skrifstofunni hérna úti, þegar ég vakna á morgnanna vel ég stundum föt sem mér líður geðveikt sjálfsörugg í og fer síðan á skrifstofuna en geri svo lítið annað en að standa upp og labba um svo ég geti haldið maganum inni og setjast svo niður og reyna að passa að jakkinn sem ég er í hylji magann minn frá hliðar sjónarhorni. Ég hef samt aldrei verið jafn ánægð með mig og líkama minn eins og núna ég fékk tækifæri á að fræða þessa vesalings konu og standa uppi fyrir mér og öllum þeim sem gullfallegu stærri stelpum sem heimurinn hefur upp á að bjóða.“ Í samtali við Vísi segir María Rós að hún voni að myndbandið nái að vekja fólk til umhugsunar. Hún ítrekar að íkamsvirðing og sjálfsást sé mikilvæg því þú hafir bara einn líkama. „Málið er að ef þú ert ekki sátt eða sáttur með hvernig þú lítur út og vilt léttast eða byggja vöðva þá verðuru að geta gert það af því að þú elskar líkamann þinn ekki fyrir aðra eða af því að þér líður illa heldur hugsa, ég ætla að léttast því að ég elska líkamann minn og ætla að koma mjög vel fram við hann. Ef þetta hugarfar er ekki til staðar þá oft breytist ekkert. Þetta lærði ég mjög nýlega af Ölmu vinkonu minni sem býr hérna úti líka.“ Fitufordómar stórt vandamál María Rós segir að hún hafi náð að halda ró í byrjun vegna þess að hún hafi verið með tvö markmið í huga, að breyta hugarfari hennar og að leyfa henni ekki að eyðileggja kvöldið. María Rós reyndi að gera gott úr kvöldinu en viðurkennir að það hafi tekið tíma á að jafna sig á þessu samtali. „Eftir þetta atvik hringi ég í bróður minn og sendi skilaboð á Ölmu vinkonu mína og á tíu mínútum er bróðir minn, Helgi maðurinn hans, Alma og Mikkel kærastinn hennar og mætt á svæðið. Þetta þótti mér óendanlega vænt um því að hafa gott bakland er svo mikilvægt til að halda þér uppi þegar þú ert búin með alla orku. Við förum heim til mín og höldum áfram að skemmta okkur en þegar ég fer að kveðja byrja ég að brotna aftur niður og grét þar til Elena, meðleigjandinn minn fer með mig upp í rúmið mitt og setur á Mamma Mia þangað til ég sofnaði í fanginu á henni.“ Daginn eftir horfði María Rós á myndbandið með vinkonum sínum og ákvað þá að setja það á Instagram. „Þarna hafði ég grjóthörð sönnunargögn um þessa hegðun í garð fólks sem væri stærra. Ég hugsaði að þetta væri fullkomið tækifæri til að sýna hvað þetta er ennþá stórt vandamál í samfélaginu. Það sem fór í gegn um hugann þegar ég var að ákveða hvort ég ætti að deila þessu eða ekki var, ef þú ert ekki partur af lausninni ertu partur af vandamálinu.“ Þegar ég horfði á myndbandið til enda sá ég hvað vinkona mín hafði sagt eftir að ég labbaði í burtu og ég var svo ánægð! ég og Alma sátum að horfa á þetta að öskra „you go girl“ því þetta var alveg rétt hjá henni, það er út af fólki eins og henni sem fólk eins og ég eigum erfitt með að elska okkur sjálf. View this post on Instagram A post shared by ✖️María Rós✖️ (@mariaxros) Tíu sekúndna reglan gott viðmið María Rós segir að hún sjái ekki eftir neinu sem hún sagði en það hafi verið eitt í viðbót sem hún hefði viljað segja við þessa konu. „Ég hefði viljað kenna henni tíu sekúndna regluna. Ef manneskjan getur ekki lagað eitthvað á tíu sekúndum eins og þyngd, háralitur eða húðvandamál, ekki koma með athugasemd það. Ég ákvað að birta myndbandið í þeirri von um að fólk fari að taka þessu vandamáli meira alvarlega ásamt því að læra það að það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út, það er alltaf hægt að elska sjálfan sig.“ Hún vonar innilega að einstaklingar með sama hugarfar og þessi kona horfi á myndbandið og taki það til sín. „Ég hef fengið hundruð skilaboða frá fólki alls staðar að núna og margir segja að þau hefðu ekki getað höndlað þetta svona, að þau hefðu farið beint inn á bað að gráta og ég þarf að koma því á framfæri að það er enginn skömm í því. Það er ekkert eðlilegra en að vera sár eftir svona framkomu. Aldrei biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið upp fyrir þér því rétt eins og maður ræður ekki alltaf hverjum við verðum ástfangin af, ráðum við ekki alltaf tilfinningum okkar,“ segir María Rós. „Eins og ég birti í Story hjá mér þá er ég þakklát að ég hafi orðið fyrir þessu ofbeldi, því ég er á þeim stað í lífinu að geta höndlað það og haldið áfram, átján ára María Rós hefði ekki getað það, ég er þakklát fyrir það að önnur manneskja sem hefði getað verið á verri stað þurfti ekki að lenda í þessari konu þetta kvöld. Ég vona innilega að konan hafi tekið eitthvað af því sem ég sagði inn á sig og að næst hugsi hún sig tvisvar um áður en hún talar,“ segir María Rós að lokum. Myndbandið má sjá á Instagram síðu Maríu Rósar og í færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mari a Ro s (@mariaxros) Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Danmörk Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00 Bodkast um líkamsvirðingu: „Að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu“ Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir hafa farið af stað með nýtt líkamsvirðingarhlaðvarp sem nefnist Bodkastið. Vinkonurnar eru báðar sálfræðimenntaðar og starfa sem kennarar. Báðar hafa þær líka verið að grúska í ýmsum líkamsvirðingartengdum málefnum síðustu ár. 3. júlí 2020 11:30 Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Í myndbandinu má heyra hvernig kona sem sat á næsta borði á veitingastað leyfði sér að tala um holdafar Maríu Rósar. „Fyrst þegar hún byrjaði eftir að við vorum nýlega sestar niður bað hún mig að setja fæturna mína saman því fólk að minni stærð ætti ekki að vera í svona stuttum kjólum,“ segir María Rós í samtali við Vísi. Hún tekur það fram að hún var klædd í kjól sem náði niður að hnjám. „Ég hugsaði strax, þessi kona er frekar dónaleg. Ég var í innanundirbuxum svo ég sagði bara okei og snéri mér aftur að Elenu.“ Öll samskiptin á upptökunni María Rós hefur búið í Kaupmannahöfn síðan í febrúar á síðasta ári. Þar starfar hún fyrir fyrirtækið Eloomi sem er stafræn fræðslulausn. Hún var með Elenu meðleigjanda sínum þegar atvikið átti sér stað. Þær voru með fartölvu fyrir framan sig að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðla og því náðust öll samskiptin á upptöku. „Konan var 52 ára og tilkynnti hún mér það ítrekað yfir kvöldið eins og hún væri að reyna að sanna mál sitt með því að vera þrjátíu árum eldri en ég. Hún sat á borðinu við hliðina á okkar, sat á bak við myndavélina. Hún var að segja mér að ég væri í yfirþyngd og að það væri bara alls ekki fallegt að vera það. Hún sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki. Hún var sannfærð um að Elena væri að nota mig til þess að láta sig líta betur út, með því að eiga mig sem á að vera ekki eins falleg og feitari sem vinkonu sem hún dregur út á bari þegar hana vantar athygli. Í myndbandinu segir hún mér svo frá því að hún átti vinkonu sem notaði hana eins og hún hélt að Elena væri að nota mig og að henni leið svo illa yfir því. Ég var orðin mjög reið á þessum tímapunkti og ákvað að útskýra það fyrir henni að þegar hún reynir að „hjálpa“ mér með því að vara mig við því að Elena sé að nota mig, að þá er hún í raun að segja að ég liti verr út og að það væri ekki fallegt af henni. Hún þagnaði aðeins eftir þá athugasemd en hélt svo áfram. Ég reyndi einnig að segja henni að ef þessi vinkona hennar frá því fyrir þrjátíu árum síðan hafi þurft alltaf að hafa manneskju með sér sem var í yfirþyngd var það óöryggi hjá þessari vinkonu. Ef fólk vildi gefa þessari vinkonu athygli hefði þau gert það bara án þess að pæla í hvort að hin vinkonan sé ekki alveg pottþétt ljótari og feitari.“ María Rós segir að hún hefði ekki náð að halda jafn mikilli yfirvegun ef þetta hefði gerst þegar hún var 18 ára. Bjóst ekki við þessu samtali María Rós komst í meira uppnám eftir því sem leið á samtalið. Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð og hefur það verið skoðað tæplega 40.000 sinnum þegar þetta er skrifað. „Hún sagði mér að heimurinn muni horfa á mig og sjá bara yfirþyngd. Ég svaraði henni að það væri sko meira en allt í lagi hjá mér því það sem heiminum finnst kemur mér ekki við. Ég sagði henni ítrekað að ég væri hamingjusöm í eigin líkama og að mér finnist ég falleg og frábær en hún bara trúði mér ekki. Konan skildi hreinlega ekki að það sé hægt að elska sjálfa sig og vera í yfirþyngd á sama tíma. Viðhorf þessara konu var svo sorglegt að ég hálf vorkenndi henni.“ María Rós reyndi eftir bestu getu að ræða yfirvegað við konuna um líkamsvirðingu og sjálfsást. „Ég bjóst auðvitað ekki við því að þetta var að fara að gerast og var ég ekki viss hvernig ég myndi tækla þetta en síðustu ár hef ég verið að vinna mikið í mínu sjálfstrausti og mér sem manneskju. Ég var ákveðin í því að vera alltaf góð manneskja, það var númer eitt, tvö og þrjú að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Ég er svo stolt af mér hvernig ég svaraði henni því þetta þýddi að ég er orðin sú manneskja sem mig langaði að verða. Ég ákvað að svara henni á þennan hátt því ef ég hefði byrjað að hella mér yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum eða jafnvel orðið ofbeldisfull þá væri ég ekkert annað en eitt vandamál að rífast við annað vandamál. Ég reyndi mitt best að fræða þessa konu um líkamsvirðingu en sumum er ekki viðbjargandi.“ View this post on Instagram A post shared by ✖️María Rós✖️ (@mariaxros) Hélt að hún væri að hjálpa Konan hætti þó ekki að tala um holdafar Maríu Rósar og endaði hún á að brotna niður og fara frá borðinu. „Fyrst byrjaði ég að fyllast af reiði að innan sem ég hélt inní mér þar sem ég reyndi að svara henni eins rólega og ég gat, því það var það besta sem ég gat gert til að reyna að fá hana til að hlusta. Í lokin brotnaði ég niður því það var eins og allt sem hún hafi sagt yfir kvöldið hafi lent í andlitinu á mér á sama tíma. Það að hún efaðist um að manneskja sem leit út eins og ég gæti elskað sjálft sig fór alveg með mig. Ég var svo alveg staðráðin því að þessi kona fengi ekki að vinna í þessum samræðum.“ Elena vinkona Maríu Rósar hélt áfram að tala við konuna í augnablik en endar á að fara líka frá borðinu. „Í lokin biður hún Elenu um að horfa í augun á henni og segja að hún sé ekki að nota mig. Hver bara ræðst svona á manneskju? Það versta við þetta allt saman er að hún hefur byrjað þessar samræður með því hugarfari að reyna að bjarga mér frá Elenu og hélt að hún væri að hjálpa.“ Veit sitt virði Starfsfólk veitingastaðsins kom þeim fyrir á öðru borði. Þau buðust líka til að sækja eigur stúlknanna á borðið svo þær þyrftu ekki að hitta konuna aftur. „Ég hef aldrei upplifað þetta svona áður, seinast þegar ég fékk athugasemd sem ég man eftir var þegar ég var í framhaldsskóla og ég fékk lánaðar buxur frá vinkonu minni og þegar ég skilaði þeim varð hún pirruð og sagði mér að ég hafi teygt þær. Ég get viðurkennt það að sjálfsmynd mín og sjálfstraust var ekki á þeim stað á laugardaginn og það er í dag, og ekki vegna myndbandsins heldur vegna þess að ég bar nógu mikla virðingu fyrir sjálfri mér til þess að standa með sjálfri mér sem segir mér það bara eitt að ég hef verið komin mun nær markmiði mínu en ég hélt. Markmiðið er alltaf að elska mig eins og ég er og vita hvað ég er falleg og flott. Í dag veit ég hvers virði ég er og gæti ekki verið sáttari með það.“ Sátt með að svara fyrir sig Þó að María Rós sé á góðum stað í dag hefur hún þurft að kljást við neikvæða líkamsímynd og óöryggi þegar hún var yngri. „Mér hefur aldrei áður liðið vel í eigin skinni, það hefur alltaf verið eitthvað. Í grunnskóla var ég alltaf svo upptekin að því að sitja með hendurnar undir lærunum til að lyfta þeim upp svo þau liti ekki út fyrir að vera jafn stór. Í framhaldsskóla gekk ég mikið í hettupeysum því það var svo þreytandi að þurfa alltaf að pæla í því hvernig ég leit út frá hverju einasta sjónarhorni. Ég góma mig gera þetta ennþá stundum á skrifstofunni hérna úti, þegar ég vakna á morgnanna vel ég stundum föt sem mér líður geðveikt sjálfsörugg í og fer síðan á skrifstofuna en geri svo lítið annað en að standa upp og labba um svo ég geti haldið maganum inni og setjast svo niður og reyna að passa að jakkinn sem ég er í hylji magann minn frá hliðar sjónarhorni. Ég hef samt aldrei verið jafn ánægð með mig og líkama minn eins og núna ég fékk tækifæri á að fræða þessa vesalings konu og standa uppi fyrir mér og öllum þeim sem gullfallegu stærri stelpum sem heimurinn hefur upp á að bjóða.“ Í samtali við Vísi segir María Rós að hún voni að myndbandið nái að vekja fólk til umhugsunar. Hún ítrekar að íkamsvirðing og sjálfsást sé mikilvæg því þú hafir bara einn líkama. „Málið er að ef þú ert ekki sátt eða sáttur með hvernig þú lítur út og vilt léttast eða byggja vöðva þá verðuru að geta gert það af því að þú elskar líkamann þinn ekki fyrir aðra eða af því að þér líður illa heldur hugsa, ég ætla að léttast því að ég elska líkamann minn og ætla að koma mjög vel fram við hann. Ef þetta hugarfar er ekki til staðar þá oft breytist ekkert. Þetta lærði ég mjög nýlega af Ölmu vinkonu minni sem býr hérna úti líka.“ Fitufordómar stórt vandamál María Rós segir að hún hafi náð að halda ró í byrjun vegna þess að hún hafi verið með tvö markmið í huga, að breyta hugarfari hennar og að leyfa henni ekki að eyðileggja kvöldið. María Rós reyndi að gera gott úr kvöldinu en viðurkennir að það hafi tekið tíma á að jafna sig á þessu samtali. „Eftir þetta atvik hringi ég í bróður minn og sendi skilaboð á Ölmu vinkonu mína og á tíu mínútum er bróðir minn, Helgi maðurinn hans, Alma og Mikkel kærastinn hennar og mætt á svæðið. Þetta þótti mér óendanlega vænt um því að hafa gott bakland er svo mikilvægt til að halda þér uppi þegar þú ert búin með alla orku. Við förum heim til mín og höldum áfram að skemmta okkur en þegar ég fer að kveðja byrja ég að brotna aftur niður og grét þar til Elena, meðleigjandinn minn fer með mig upp í rúmið mitt og setur á Mamma Mia þangað til ég sofnaði í fanginu á henni.“ Daginn eftir horfði María Rós á myndbandið með vinkonum sínum og ákvað þá að setja það á Instagram. „Þarna hafði ég grjóthörð sönnunargögn um þessa hegðun í garð fólks sem væri stærra. Ég hugsaði að þetta væri fullkomið tækifæri til að sýna hvað þetta er ennþá stórt vandamál í samfélaginu. Það sem fór í gegn um hugann þegar ég var að ákveða hvort ég ætti að deila þessu eða ekki var, ef þú ert ekki partur af lausninni ertu partur af vandamálinu.“ Þegar ég horfði á myndbandið til enda sá ég hvað vinkona mín hafði sagt eftir að ég labbaði í burtu og ég var svo ánægð! ég og Alma sátum að horfa á þetta að öskra „you go girl“ því þetta var alveg rétt hjá henni, það er út af fólki eins og henni sem fólk eins og ég eigum erfitt með að elska okkur sjálf. View this post on Instagram A post shared by ✖️María Rós✖️ (@mariaxros) Tíu sekúndna reglan gott viðmið María Rós segir að hún sjái ekki eftir neinu sem hún sagði en það hafi verið eitt í viðbót sem hún hefði viljað segja við þessa konu. „Ég hefði viljað kenna henni tíu sekúndna regluna. Ef manneskjan getur ekki lagað eitthvað á tíu sekúndum eins og þyngd, háralitur eða húðvandamál, ekki koma með athugasemd það. Ég ákvað að birta myndbandið í þeirri von um að fólk fari að taka þessu vandamáli meira alvarlega ásamt því að læra það að það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út, það er alltaf hægt að elska sjálfan sig.“ Hún vonar innilega að einstaklingar með sama hugarfar og þessi kona horfi á myndbandið og taki það til sín. „Ég hef fengið hundruð skilaboða frá fólki alls staðar að núna og margir segja að þau hefðu ekki getað höndlað þetta svona, að þau hefðu farið beint inn á bað að gráta og ég þarf að koma því á framfæri að það er enginn skömm í því. Það er ekkert eðlilegra en að vera sár eftir svona framkomu. Aldrei biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið upp fyrir þér því rétt eins og maður ræður ekki alltaf hverjum við verðum ástfangin af, ráðum við ekki alltaf tilfinningum okkar,“ segir María Rós. „Eins og ég birti í Story hjá mér þá er ég þakklát að ég hafi orðið fyrir þessu ofbeldi, því ég er á þeim stað í lífinu að geta höndlað það og haldið áfram, átján ára María Rós hefði ekki getað það, ég er þakklát fyrir það að önnur manneskja sem hefði getað verið á verri stað þurfti ekki að lenda í þessari konu þetta kvöld. Ég vona innilega að konan hafi tekið eitthvað af því sem ég sagði inn á sig og að næst hugsi hún sig tvisvar um áður en hún talar,“ segir María Rós að lokum. Myndbandið má sjá á Instagram síðu Maríu Rósar og í færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Mari a Ro s (@mariaxros)
Íslendingar erlendis Samfélagsmiðlar Danmörk Tengdar fréttir „Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31 Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00 Bodkast um líkamsvirðingu: „Að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu“ Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir hafa farið af stað með nýtt líkamsvirðingarhlaðvarp sem nefnist Bodkastið. Vinkonurnar eru báðar sálfræðimenntaðar og starfa sem kennarar. Báðar hafa þær líka verið að grúska í ýmsum líkamsvirðingartengdum málefnum síðustu ár. 3. júlí 2020 11:30 Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
„Fitufordómar eru auðvitað bara kerfisbundið ofbeldi“ Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd segir stöðuna alvarlega þegar kemur að líkamsímynd kvenna á Íslandi. 20. maí 2021 11:31
Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00
Bodkast um líkamsvirðingu: „Að byrja með hlaðvarp er nýja svarið við miðaldurskrísu“ Sólrún Ósk Lárusdóttir og Elva Björk Ágústsdóttir hafa farið af stað með nýtt líkamsvirðingarhlaðvarp sem nefnist Bodkastið. Vinkonurnar eru báðar sálfræðimenntaðar og starfa sem kennarar. Báðar hafa þær líka verið að grúska í ýmsum líkamsvirðingartengdum málefnum síðustu ár. 3. júlí 2020 11:30
Útskúfunin hættulegri þessum einstaklingum en fitan „Ég er komin á þann stað, að ef þú ætlar ekki að fræða þig og ef þú ætlar ekki að gera betur, nennirðu að sleppa því að tala. Bara plís,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir um fitufordóma. 29. apríl 2021 08:30
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00