Fótbolti

Keita vill burt frá Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keita í einum af níu byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool á leiktíðinni.
Keita í einum af níu byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool á leiktíðinni. Andrew Powell/Getty

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, hefur áhuga á að yfirgefa enska liðið og ganga í raðir Atletico Madrid á Spáni en AS greinir frá.

Þessi 26 ár miðjumaður hefur verið orðaður við spænska liðið að undaförnu en hann hefur verið langt því frá að vera fastamaður hjá Liverpool.

Hann hefur verið í herbúðum Liverpool frá árinu 2018 en þá hann kom til félagsins fyrir 52 milljónir punda frá RB Leipzig.

AS greinir frá því að Keita vilji burt í sumar því hann nái ekki saman með Jurgen Klopp, þjálfara Liverpool, og hafi sjálfur boðið sig til Atletico.

Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, er talinn hrifinn af Keita sem leikmanni og er talinn lengi hafa fylgst með honum en Keita hefur einungis byrjað níu leiki á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×