Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 13:17 Kristín Jónsdóttir, , hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, fór í þyrluferð með fréttamanninum Bill Whitaker í innslagi 60 Minutes um gosið. 60 minutes/youtube Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. „Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
„Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54