Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá sviðsmyndum sem eru uppi um mögulegt streymi hrauns yfir Suðurstrandaveg.

Sérfræðingum ber ekki saman hvenær það gæti gerst. Sumir segja á einni til tveimur vikum en aðrir vilja meina að mánuðir gætu liðið þangað til. Möguleikar á leiðigörðum verða kannaðir í vikunni.

Þá greinum við einnig frá ákærum í Rauðagerðismálinu sem birtar voru í dag en aðstandendur mannsins sem var myrtur fara fram á tugi milljóna í miskabætur.

Við ræðum einnig við utanríkisráðherra um stöðu mála í Hvíta Rússlandi en hann segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi aðför að mannréttindum.

Þá verður einnig sagt frá því að þriðji meðlimur Eurovision-hóps Íslendinga hefur greinst með kórónuveiruna og fjöllum einnig um niðurstöðu rannsóknar á meintri kókaínneyslu sigurvegara Eurovision.

 Þetta og fleira í fréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30 en má einnig heyra á Bylgjunni og Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×