Erlent

Giftu sig í flug­vél til að komast hjá sótt­varna­reglum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi manns var samankominn í brúðkaupinu.
Fjöldi manns var samankominn í brúðkaupinu. Skjáskot/Twitter

Indversk brúðhjón brugðu á það ráð að láta gefa sig saman í miðju flugi svo hægt væri að bjóða sem flestum gestum í brúðkaupið, án þess að þurfa að huga að gildandi samkomutakmörkunum.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Í umfjöllun um málið kemur fram að fimmtíu manna samkomutakmarkanir séu í gildi í Tamil Nadu-héraði, hvaðan flugið er sagt hafa tekið á loft. Með því að fá leiguflug og fylla það af vinum og vandamönnum eru hjónin sögð hafa komist hjá því að þurfa að fylgja settum reglum um samkomutakmarkanir.

Hér að neðan má sjá myndband af háloftabrúðkaupinu.

Indversk flugmálayfirvöld hafa hafið rannsókn á málinu.

Yfir þrjú hundruð þúsund manns haf látist af völdum kórónuveirunnar á Indlandi, samkvæmt opinberum tölum. Hins vegar er talið að tölur látinna, sem og tölur yfir smitaða, séu stórlega vanáætlaðar.

Víða í Indlandi hafa spítalar og líkhús ekki haft undan vegna þess gríðarlega fjölda sem látið hefur lífið úr Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×