Atburðarásinni í Rauðagerðismálinu lýst í ákæru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. maí 2021 07:22 Morðið virðist hafa verið vel skipulagt. Vísir/Vilhelm Morðið á Armando Beqirai var skipulagt og fylgst var með ferðum hans kvöldið sem hann var myrtur, ef marka má ákæru héraðssaksóknara í Rauðagerðismálinu svokallaða. Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Þar er dregin upp mynd af aðdraganda morðsins laugardagskvöldið 13. febrúar sem hófst með því að Murat Selivrada sýndi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og var lagt við Rauðarárstíg 31. Fékk Claudia, sem er unnusta Angjelin Serkaj, fyrirmæli um að fylgjast með þeim og senda skilaboð til Shpetim Qerimi í gegnum Messenger þegar hreyfing yrði á annrri hvorri bifreiðinni. Varð hún við þessu og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Rétt fyrir miðnætti óku Shpetim og Angjelin að Rauðagerði. „Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meððákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði.“ Í millitíðinni faldi Angjelin sig við bílskúrinn við Rauðagerði 28. Þegar Armando kom út eftir að hafa lagt bílnum skaut Angjelin hann níu sinnum í líkama og höfuð með 22. kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotsárum sem hann hlaut á heila og brjóst. Í kjölfarið hljóp Angjelin út Rauðagerði og var sóttur af Shpetim. „Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem ákærði losaði sig við skammbyssuna með því að henda henni í sjóinn,“ segir í ákærunni. Málið verður dómtekið í dag.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira