Innlent

Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að ganga í skrokk á eiginkonu sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótel Borg
Hótel Borg Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Karlmaður var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir stórfellda líkamsárás á eiginkonu sína á Hótel Borg í Reykjavík í lok janúar.

Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar.

Konan hlaut mörg rifbrot, mar á lifur, áverkaloftbrjóst, áverkahúðbeðsþembu, mar á lunga og áverkafleðruholsblæðingu að því er fram kom í ákærunni.

Dómurinn sakfelldi karlmanninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði hann af ákæru fyrir tilraun til manndráps.

Dómurinn, sem kveðinn var upp í morgun, hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×