Sport

Dag­­skráin í dag: Man Utd leikur til úr­slita, KR og Þór Þ. geta tryggt sig á­fram og undan­úr­slit í Olís-deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes getur unnið sinn fyrsta titil fyrir Manchester United í kvöld.
Bruno Fernandes getur unnið sinn fyrsta titil fyrir Manchester United í kvöld. AP Photo/Dave Thompson

Það er magnaður miðvikudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.45 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Domino´s deild karla í körfubolta. Við byrjum á leik Þórsara frá Akureyri og Þorlákshöfn klukkan 18.05 Síðarnefnda liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á Akureyri í kvöld.

Þaðan liggur leiðin í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem KR og Valur mætast klukkan 20.10. Íslandsmeistarar KR geta einnig tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í kvöld. Klukkan 22.00 er Domino´s Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður farið yfir leiki kvöldsins.

KR og Valur mætast í kvöld. Gestirnir verða að vinna til að halda einvíginu á lífi.vísir/bára

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leik Villareal og Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Unai Emery, þjálfari Villareal, er með Meistaragráðu í að vinna keppnina en hann stýrði Sevilla reglulega til sigurs á sínum tíma.

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Rauðu Djöflanna, á hins vegar enn eftir að landa titli með félaginu. Sem þjálfari þar að segja.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.50 er komið að leik ÍBV og deildarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Um er að ræða fyrsta leikinn í einvíginu. 

Klukkan 19.30 er svo komið að leik Vals og Fram í sömu keppni.

Fram og Valur mætast í kvöld.vísir/daníel þór

Reykjavíkurstórveldin tvö mætast hér í rimmu sem þau telja eflaust að eigi að vera úrslitarimman og reikna má með hörkuleik að Hlíðarenda

Klukkan 21.40 er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem leikir kvöldsins verða gerðir upp.

Stöð 2 Golf

Klukkan 18.00 hefst Bank Of Hope Match Play-mótið en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×