Er allt í himnalagi? Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. maí 2021 08:30 Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að lokum þessa kjörtímabils ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með flesta þingmenn, þá Vinstri grænir og loks Framsóknarflokkurinn. Reyndar hafa tveir þingmenn VG helst úr lestinni og gengið til liðs við Samfylkingu og Pírata. Kosningar verða í lok september en allir forystumenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeirra fyrsti kostur að þeim loknum sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Það blasir því við að flokkarnir þrír vilja halda áfram sinni vegferð. Spurningin sem kjósendur þurfa því að spyrja sig hvort það sé skynsamlegt að svo verði. Við það mat er rétt að huga að nokkrum staðreyndum á sviði efnahagsmála. Verðstöðugleiki hefur ekki náðst Verðbólgumarkmið Seðlabankans er að halda verðbólgu sem næst 2,5% yfir hvert 12 mánaða tímabil. Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hefur verðbólgan verið mæld 41 sinni. Í 36 skipti hefur hún verið yfir verðbólgumarkmiðinu, flest þeirra fyrir Covid. Síðustu 12 mánuði hefur hún verið yfir markmiði og fjarlægst þau enn frekar. Nýjasta mælingin sýnir verðbólgu sem nemur 4,6%. Ekki er í augsýn að hún lækki. Verðbólga hækkar mest á Íslandi Ekki er nóg með að verðbólga nálgist að vera tvöfalt meiri en sett markmið gera ráð fyrir. Hún hefur hækkað hlutfallslega langmest á Íslandi miðað við helstu samkeppnislönd innan OECD. Á mannamáli þýðir það að verðlag hefur hækkað hlutfallslega mest á Íslandi undanfarin misseri. Met í atvinnuleysi Atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Atvinnuþátttaka hefur aldrei verið minni. Ný drög að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að atvinnuleysi verð áfram mikið. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi árið 2023 verði enn á bilinu 4–5%. Það er umtalsvert hærra en meðalatvinnuleysi sl. áratuga og skýrt merki um viðvarandi hærra atvinnuleysi á Íslandi en áður hefur þekkst. Aftur sker Ísland sig úr samanburðarlöndum. Hér hefur atvinnuleysið aukist hlutfallslega mest undanfarin misseri. Það er ekki gott met að eiga. Vextir á uppleið Íslendingar búa að jafnaði við mun hærra vaxtastig en önnur Evrópuríki. Oft er talað um Íslandsálagið í því samhengi. Það er því ekkert nýtt. Íslandsálagið hefur haldið sér í þrengingum síðustu missera. Vissulega lækkuðu vextir en voru samt hærri en annars staðar. Nú er vaxtahækkunarferli hafið á Íslandi. Þar tökum við vafasama forystu. Háir vextir valda heimilum og fyrirtækjum búsifjum. Ungt fólk lendir í vandræðum Margt ungt fólk hefur sótt inn á fasteignamarkaðinn að undanförnu. Það hefur gert það meðal annars vegna þess að því hefur á margan hátt verið gert það auðveldara. Á sama tíma hafa vextir verið sögulega lágir. Þetta hefur kallað fram mikla eftirspurn sem markaðurinn hefur ekki geta sinnt að fullu og fasteignaverð hefur rokið upp. Þetta þýðir að margt ungt fólk hefur spennt bogann mjög hátt, og reyndar ekki bara ungt fólk. Nú blasir við þessu skuldsetta unga fólki þrálát verðbólga og hækkandi vextir. Það er ekki góð blanda og hætt við að margir lendi í miklum greiðsluerfiðleikum. Ósjálfbær ríkissjóður Ríkissjóður var orðinn ósjálfbær fyrir Covid. Við í Viðreisn bentum margoft á þetta og vöruðum við. Sama hefur fjármálaráð gert og fjöldi sérfræðinga. Ríkisstjórnin lét sér þetta í léttu rúmi liggja og hélt sínu striki. Nú talar ríkisstjórnin um að á næstu árum þurfi „afkomubætandi aðgerðir“ upp á tugi milljarða. Þetta eru skrautyrði til þess að forðast að tala um niðurskurð og skattahækkanir. Ríkisstjórnin hefur ekki valdið hlutverki sínu Allt það sem að framan er rakið eru blákaldar staðreyndir. Þær sýna svo ekki verður um villst að það er ekki allt í himnalagi. Það eru mörg og erfið verkefni fram undan. Núverandi ríkisstjórn á sér þann draum helstan að halda áfram. Er heppilegt að sá draumur rætist? Það held ég ekki. Á kjördag getum við gefið skýr skilaboð og hafið sókn til raunverulegra umbóta. Það skulum við gera. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar