Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. maí 2021 12:15 Meirihluti fjárlaganefndar segir aðkallandi að taka á rekstrarvanda hjúkrunarheimila og að stíga þurfi skref í þá átt við næstu fjárlagagerð. Vísir/Vilhelm Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli. Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Nefndarálit með breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjármáláætlun næstu fimm ára var birt í gær. Þar er fjallað um stöðu hjúkrunarheimila og í áliti segir að nefndin hafi ítarlega kynnt sér nýútkomna skýrslu um afkomu þeirra - eða svokallaða Gylfaskýrslu. Í henni er því spáð að fjöldi landsmanna yfir áttatíu ára aldri muni tvöfaldast á næstu tveimur áratugum og bent á að það kalli á verulega fjölgun hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd leggur til að framlög til hjúkrunarþjónustu verði aukin á árunum 2023 til 2025 til að standa undir fyrirhugaðri fjölgun rýma á þeim tíma. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Einar Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, lýsir yfir miklum vonbrigðum að nefndin leggi ekki til hækkanir að öðru leyti. Í nefndaráliti segir að rekstrarvandi heimilanna sé aðkallandi en að nýútkomin skýrsla svari ekki hvernig heppilegast sé að taka á honum. „Það virðist ekki duga að það eru einungis fimm heimili af fjörtíu sem voru réttu megin við núllið árið 2019. Þannig að 87 prósent heimila voru ekki réttu megin við núllið. Það virðist ekki duga til þess að grípa til neinna hækkana. Og eftir 2019 komu fram kjarasamningsbundanr hækkanir þannig staðan hefur líklega versnað. Ég veit ekki hvað þarf að gerast til að fólk vakni og átti sig á stöðunni því hún er grafalvarleg,“ segir Gísli Páll. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við hjúkrunarheimilum.vísir/vilhelm Í áliti nefndarinnar er vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að endurskoða þurfi framlög til reksturs heimilanna. Gísli telur útséð að við þetta verði ekki staðið og lýsir yfir miklum vonbrigðum. „Það hefur verið 0,5 prósenta hagræðingarkarafa á hjúkrunarheimili á hverju ári. Grunnurinn hefur aldrei verið aukinn og þegar heilbrigðisráðherra segir að það hafi verið aukinn peningur settur í hjúkrunarheimilin er það hárrétt, en það er vegna launahækkana og verðlagshækkana. Það hefur enginn raunverulegur nýr peningur komið inn í hjúkrunarheimilin í valdatíð þessarar ríkisstjórnar og ég verð rosa feginn þegar við losnum við hana,“ segir Gísli.
Hjúkrunarheimili Alþingi Eldri borgarar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira