Misskilningur ríki um nýja lögreglubílinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 15:38 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og nýjasta viðbótin í flotann. Samsett Ný Dodge RAM 3500 bifreið bættist í bílaflota lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum og er talið að heildarkostnaður sé í kringum 15 milljónir króna. Yfirlögregluþjónn segir brýna þörf hafa verið fyrir ökutæki sem væri með mikla dráttargetu og gæti auðveldlega flutt fjóra lögreglumenn með mikinn búnað. Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“ Lögreglan Bílar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Margir kannast við vígalegar Dodge RAM 3500 bifreiðar úr bandarískum lögreglumyndum en Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá aðgerða- og skipulagsdeild embættisins, segir að bíllinn sé hvorki skotheldur né búinn miklum búnaði. Hann bætir við að bifreiðin, sem hafi orðið fyrir valinu að lokinni þarfagreiningu og útboði, nýtist meðal annars til að draga stórar kerrur með mannfjöldastjórnunargrindum, skiltum eða hverju öðru sem verkefni kalla á. „Svo eru lögreglumenn stundum í talsvert miklum búnaði þegar þeir fara í einhver verkefni. Þetta er tiltölulega stór bíll að innan þannig að það fer vel um fjóra menn í talsverðan tíma.“ Vörubíll sem kostar svipað og Volvo Alls vegur bílinn 3,8 tonn samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá og er flokkaður sem vörubíll. Tilheyrir hann aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sér meðal annars um þjálfun lögreglumanna og viðburðatengda löggæslu. Ásgeir segir að bifreiðin kosti svipað og nýir Volvo lögreglubílar sem hafi fengist fullbúnir fyrir um 15,5 milljón króna. Nokkuð hefur verið um endurnýjun á bílaflota lögreglunnar að undanförnu. „Við erum bara að bregðast við þörfinni. Menn halda einhvern veginn af því að þetta er stór bíll að hann kosti svo miklu meira en af því að hann er skráður sem vörubíll þá eru miklu lægri gjöld á honum sem valda því að þetta eru í raun og veru mjög góð kaup fyrir okkur. Þetta er bíll sem getur verið í deildinni í talsvert mörg ár.“ Lögregluembættið var áður með breytta útgáfu af Ford Econoline 350 bifreið í flota sínum sem svipaði til þeirrar á ljósmyndinni.IFCAR Ekki búinn valdbeitingarbúnaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er ekki með aðra sambærilega bíla í dag og vantaði einn með mikla dráttargetu eftir að embættið lét frá sér sinn síðasta Ford Econoline 350 lögrelgubíl fyrir um tveimur mánuðum. Sá var kominn á aldur að sögn Ásgeirs. Hann hafnar því að kaupin á Dodge RAM 3500 marki stefnubreytingu hjá lögreglunni og segir að embætti ríkislögreglustjóra hafi lengi verið með sambærilega bíla í sínum flota. „Það er í raun og veru enginn búnaður í þessum bíl, ekki nema bara forgangsakstursbúnaður. Það er enginn valdbeitingarbúnaður eða eitthvað svoleiðis og þetta er ekki bíll sem er einhver útrásarbíll fyrir embættið. Það er víst einhver misskilningur sem var kominn af stað um að hann væri troðfullur af búnaði en markmiðið er einmitt að hafa engan búnað í honum svo það sé hægt að nota hann til flutninga þegar til þess kemur.“
Lögreglan Bílar Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira