Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Sóttvarnalæknir segir enn hættu á stórri hópsýkingu í samfélaginu og það hafi verið vonbrigði að fimm hafi greinst smitaðir af kórónuveirunni í gær. Fjallað er um stöðuna í landinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Stór og umdeild mál eins og stofnun hálendisþjóðgarðs og breytingar á stjórnarskrá eru meðal fjölda þingmála sem enn eru í nefndum þegar stutt er í þinglok. Fjallað er um stöðuna á þinginu í fréttatímanum og rætt við þingmann Pírata en flokkurinn hefur farið fram á að Öryggis- og framfarastofnun Evrópu sinni hér kosningaeftirliti.

Kristján Már Unnarsson ætlar að kynna sér Boeing 737 max flugvélar Icelandair, sem hafa hafið sig til flugs á ný og svo fáum við að sjá nýjan búning knattspyrnudeildar Grindavíkur en eldgosið var innblásturinn við hönnun búningsins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×