Hlýnun gæti farið út fyrir mörk Parísarsamkomulagsins á allra næstu árum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 00:01 Ummerki eftir fellibylinn Eta sem gekk yfir Hondúras í nóvember í fyrra. WMO gerir ráð fyrir að fellibyljum í Atlantshafi geti fjölgað næstu fimm árin. Vísir/EPA Um 40% líkur eru nú sagðar á því að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á að minnsta kosti einu ári af næstu fimm samkvæmt nýju mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Líkurnar á að hlýnun fari umfram metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins eru aðeins sagðar munu aukast eftir því sem tíminn líður. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna. Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu en stefna að því að hún fari ekki umfram 1,5°C ef nokkur kostur er á. Spá WMO bendir til þess töluverðar líkur séu á að farið verði fram yfir þetta markmið tímabundið strax á næstu fimm árum. Líkurnar á að farið verði yfir 1,5°C markmiðið tímabundið í nánustu framtíð eru sagðar hafa tvöfaldast frá því í mati sem var unnið í fyrra. Ástæðan er þó fyrst og fremst nákvæmari gögn um viðmiðunartímabilið fyrir iðnbyltingu frekar en skyndileg breyting á loftslagi jarðar. Innan við 10% líkur eru taldar á því að meðalhiti jarðar verði yfir 1,5°C hærri en viðmiðunartímabilið allt fimm ára tímabilið. Afar líklegt er talið að hlýnunin næstu fimm árin verði á bilinu 0,9-1,8°C. Petteri Taalas, forstjóri WMO, segir matið sýna að mannkynið nálgist nú lægra markmið Parísarsamkomulagsins á mælanlegan og miskunnarlaust. „Þetta er enn ein vakningin um að heimurinn þarf á því að halda að markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi verði hraðað,“ er haft eftir Taalas í tilkynningu WMO. Hlýrra á nær öllum svæðum jarðar Þá eru taldar 90% líkur á því að í það minnsta eitt ár á tímabilinu 2021 til 2025 verði það hlýjasta frá því að mælingar hófust. Eins og sakir standar er árið 2016 það hlýjasta í mælingarsögunni en þau ár sem síðan eru liðin hafa öll raðað sér í hópi hlýjustu ára sem beinar mælingar ná til. Árið 2020 var meðalhiti jarðar 1,2°C hærri en fyrir iðnbyltinguna og var það eitt af þremur hlýjustu árum frá upphafi mælinga. Í matinu sem Veðurstofa Bretlands vann fyrir WMO er varað við því að aukna líkur séu á því að fellibyljum á Atlantshafi fjölgi miðað við meðaltal áranna 1981-2010. Nærri því öll svæði jarðar, nema hlutar af suðurhöfum og Norður-Atlantshafinu, eru talin verða hlýrri en meðaltal 1981-2010. Vísindamenn vara við því að hnattrænni hlýnun fylgi hækkun yfirborðs sjávar, skæðari hitabylgjur, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar sem ógna lífríki jarðar og matvælaöryggis, heilsu, og umhverfi manna.
Loftslagsmál Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira