Taldi sig ekki þurfa á sálfræðingi að halda en að lokum þurfti að ýta henni út og annar tími bókaður Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2021 07:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Stöð 2/Einar Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattstjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“ Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Sigríður var gestur hjá Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í þættinum talar Sigríður meðal annars um andlegu hliðina á því að starfa í lögreglunni. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Sigríður Björk Guðjónsdóttir Í kringum 2010 var átak á að reyna að fá lögreglumenn í sálfræðitíma. Sjálf fór Sigríður í einn tíma til að sýna gott fordæmi þótt hún teldi sig ekki hafa neitt um að tala. Að lokum þurfti sálfræðingurinn að ýta henni út og bjóða henni að koma aftur seinna þar sem hún uppgötvaði að margt hvíldi á henni sem hún hafði ekki áttað sig á. Sigríður vill að sálfræðiaðstoð verði jafn sjálfsagður partur af lögreglustarfinu og að standast þrekprófið. Sjálfsmorðstíðni sé há í starfsstéttinni og við því þurfi að bregðast. Hún segir að það geti tekið á fjölskylduna að takast á við persónulega gagnrýni sem Sigríður fær í starfi. „Fjölskyldan er oftast brött en það er kannski einhver sem er viðkvæmari en annar. Ég er með svo dásamleg barnabörn, barnabarnið mitt er alltaf svo glöð þegar hún sér ömmu sína í sjónvarpinu hvort sem það er neikvætt eða jákvætt,“ segir Sigríður í samtali við Snæbjörn. „Maður verður að geta klætt sig úr búningnum og verið manneskja. Ef maður ætlar að vera kerfiskelling eða karl þá skynjar þú ekki samfélagið með sama hætti. Það skiptir máli að vera í öllum þessum hlutverkum. Við getum ekki alltaf ráðið okkar viðbrögðum því við erum alltaf bundin af lögunum. Það er þannig en við getum útskýrt það.“
Lögreglan Geðheilbrigði Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira