Sport

Dag­skráin í dag: Úrslitaleikir í Garða­bæ og að Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvort verður það Valur eða KR sem kemst í undanúrslit?
Hvort verður það Valur eða KR sem kemst í undanúrslit? Vísir/Bára

Tveir RISA leikir eru á dagskrá Stöð 2 Sport í dag. Um er að ræða oddaleiki í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.05 er leikur Stjörnunnar og Grindavíkur á dagskrá í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 og þar með ljóst að sigurvegari kvöldsins fer áfram í undanúrslit.

Klukkan 19.50 er komið að leik Vals og KR en einnig er um úrslitaleik að ræða þar. Mikil spenna hefur verið í báðum þessum einvígum og ljóst að öll fjögur lið munu skilja allt sem þau eiga eftir á velinum.

Klukkan 22.00 er svo komið að Domino´s Körfuboltakvöldi þar sem leikirnir verða gerðir upp.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er Seinni bylgjan – karla á dagskrá en þar verður farið yfir lokaumferð Olís deildar karla sem fram fór í gær.

Stöð 2 Golf

Við hefjum leik klukkan 11.00 með Made in Himmerland-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20.00 er komið að Charles Schwab Challenge-mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni. Klukkan 23.00 er svo Bank of Hope Match Play-mótið en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×