Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. maí 2021 17:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“ Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki staðfestu í morgun áform um fyrirhugaða sölu á hlut í Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutafjárútboð geti að óbreyttu farið fram fyrir lok næsta mánaðar. Fjármálaráðherra segir vinnu við útboðslýsingu á lokametrunum og að í kjölfarið fari fram kynningar fyrir fjárfesta. „Ég tel að þetta ferli geti klárast í júnímánuði. Þannig er tímalínan og hún virðist ætla að halda,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Hvenær í júní? „Rétt í kringum miðjan júní eða upp úr því.“ Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði skráð á markað í kauphöllinni en 25 til 35 prósenta hlutur verður boðinn til sölu í útboðinu sem fer fram í tveimur hlutum. Annars vegar til íslenskra fagfjárfesta og almennings og hins vegar í lokuðu útboði til erlendra fjárfesta. „Eftir því sem mér sýnist er verið að láta reyna á möguleikann til þess að fá áhuga að utan en ég held að við séum hér fyrst og fremst að horfa til heimamarkaðarins,“ segir Bjarni. Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars og fjórðungshlutur gæti því skilað ríkissjóði um 45 milljörðum króna. Bjarni leggur áherslu á dreift eignarhald og að viðmið um tilboðsfjárhæðir verði ekki of ströng. Við erum auðvitað að vonast eftir því að það verði áhugi hér innanlands, meðal annars hjá almenningi. Línan sem kom héðan frá þinginu var meðal annars sú að það mætti ekki vera of há viðmið um það hversu há eða lág tilboðin þyrftu að vera. Það megi vera með mjög lág tilboð og geta þannig tekið þátt. Þá erum við að tala um í hundrað þúsundum króna eða allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Þetta eru atriðin sem er verið að fínpússa um þessar mundir.“ Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars.vísir/Vilhelm Samkvæmt tilkynningu Bankasýslunnar má ekki selja frekari hlut í bankanum fyrr en að 180 dögum liðnum eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna í kauphöllinni. Bjarni segir ákvörðun um frekari sölu og næstu skref því vera í höndum næstu ríkisstjórnar. „En ég hef lengi haft þá sýn sjálfur að við ættum að nota fyrsta tækifæri til þess að draga úr eignarhaldi ríkisins á Íslandsbanka og svo erum við með þessa eigendastefnu fyrir Landsbankann um að vera áfram ráðandi eigandi þar.“ Bjarni telur markaðsaðstæður góðar til bankasölu. „Aðstæður hafa breyst ótrúlega á einu ári og ástæðan fyrir því að við ákváðum að stíga þetta skref og láta reyna á þetta að þessu sinni er sú að markaðir hafa verið að hækka mjög verulega og það hefur birt til, dálítið óvænt inni í covid-ástandinu. Þetta virðst hafa haldið ágætlega og þetta er því að ganga eftir og þess vegna kom þessi tilkynning í dag um að menn sjái ekki annað en að það geti gengið eftir að hægt verði að skrá bankann.“
Salan á Íslandsbanka Alþingi Efnahagsmál Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira