Segir „skæruliðadeildina“ hluta af stærra neti innan Samherja: „Þetta er komið á mjög hættulega braut“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 23:51 Jóhannes Stefánsson segir uppljóstranir síðustu daga ekki koma sér á óvart. Vísir/Vilhelm Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari og fyrrverandi stjórnandi hjá Samherja í Namibíu, segir fregnir síðustu daga af „skæruliðadeild“ Samherja ekki koma sér á óvart. Hún sé aðeins hluti af stærra neti innan fyrirtækisins sem „ráðist á fólk“ og fleiri vinni að slíkum herferðum. Að hans mati muni enda illa ef yfirvöld stigi ekki inn í málið. Þetta kom fram í streymi Pírata í dag þar sem Jóhannes sat fyrir svörum. Þar var meðal annars rætt um umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar í síðustu viku sem byggð var á tölvupóstsamskiptum og samtölum starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins í spjallforriti. Gögnin sýndu meðal annars samstarf um greinaskrif í fjölmiðla og tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Lögmaður Samherja fullyrti á Vísi fyrr í vikunni að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá væru skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Kæra Páls vegna þjófnaðar er til skoðunar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Þetta er bara ein deild og þeir fara langt yfir öll mörk. Þeir fá það. Þeir komast upp með það og það er bara verið að setja þeim línuna: Þeir mega fara eins langt og þeir mega. Ég hef svo sem ekki neinar áhyggjur af mér en fyrir fólk sem er kannski bara að segja fréttir og fólk sem hefur skoðanir – það er verið að ráðast á það á margan hátt og mjög óheiðarlega og sjálfsagt ólöglega líka í einhverjum tilfellum,“ segir Jóhannes um gögnin. Telur eftirlit með Helga Seljan meira en gögnin segja til um „Ef við tökum til dæmis dæmið með Helga Seljan. Þarna er búið að vera áreita hann og elta hann og sjást fyrir utan húsið hans. Þetta er bara mjög alvarlegt öryggismál. Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan sé að taka þetta mjög hörðum tökum,“ segir Jóhannes og bætir við að lögregla sendi menn yfirleitt á vettvang ef tilkynnt er um grunsamlegar mannaferðir. Sjálfur telur hann líklegt að eftirlit með Helga hafi verið meira en gögnin segi til um. „Við vitum sjálfsagt bara einhvern hluta af því hvað er búið að fylgjast mikið með Helga.“ „Skæruliðadeildina“ skipa meðal annars Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, og Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Hann telur þó málið ekki tekið föstum tökum. Hvorki ríkisstjórnin né önnur yfirvöld séu að leggja línurnar. „Ég set spurningamerki við það – ég held það sé ekkert verið að taka þetta föstum tökum. Mönnum er bara leyft að fara eins langt og þeir vilja. Þetta mun enda illa að mínu mati. Við erum komin á mjög hættulegan stað í þessu þjóðfélagi. Menn fara bara eins langt og þeir vilja, ríkisstjórnin er ekki að leggja línurnar og yfirvöld gera það ekki.“ Partnerar Samherja í Namibíu „taki mjög illa á mönnum“ Kjarninn greindi frá því í gær að Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, hefði skoðað hvort Helgi væri mögulega staddur í Namibíu í byrjun febrúar. Það var þó ekki í eina skiptið sem starfsmenn Samherja grennsluðust fyrir um ferðir blaðamannsins því í byrjun janúar leitaði Páll til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til þess að spyrjast fyrir um hvort Helgi Seljan hefði farið með Jóhannesi til Berlínar í Þýskalandi árið 2019. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri staðfesti við Kjarnann að Páll hefði leitað til ráðuneytisins til að kanna möguleika á aðstoð utanríkisþjónustunnar. Beiðnin hafi þó fallið utan verksviðs hennar og því var ekki orðið við henni. „Ég er búinn að tilkynna það til rannsóknaraðila í Namibíu því þeir voru greinilega að spyrjast fyrir um ferðir Helga til Namibíu. Við skulum hafa það í huga að partnerar Samherja í Namibíu hafa orð á sér fyrir að taka mjög illa á mönnum. Ég er búinn að upplifa ýmislegt í gegnum tíðina því til sönnunar. Þarna er talsvert alvarlegt mál í gangi og það hlýtur að verða rannsókn á þessu.“ Jóhannes hefur tilkynnt fyrirspurnir um ferðir Helga Seljan til rannsóknaraðila í Namibíu.Vísir/Vilhelm „Dæmi um hvað fólk kemst upp með allt“ Jóhannes er afar gagnrýninn á ríkisstjórnina og segir aðgerðaleysi hennar ýta undir ofbeldi. Með því sé hún að gefa fólki lausan tauminn og skotleyfi á ákveðna aðila. Þá er hann undrandi á því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi ekki sagt af sér. „Það er margbúið að koma fram að [Kristján Þór] er Samherjamaður inni í ríkisstjórninni, núna aftur síðast fyrir tveimur dögum. Hvað er gert? Maður myndi halda að forsætisráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins myndu kalla hann inn og biðja hann um að segja af sér. Þetta er dæmi um það hvað fólk kemst upp með allt.“ Hann segir málið alvarlegt og komið á hættulega braut. Yfirvöld þurfi að grípa til aðgerða og sýna að það sé vilji til þess að taka á svona málum. „Þetta fer ekki vel. Það verður að sýna hér að hér sé verið að taka á málunum og það séu einhverjir hér sem stjórna í landinu. Þetta er bara komið á mjög hættulega braut. Þú veist aldrei hverju fólk tekur upp á þegar það er látið eins og þetta sé bara í lagi.“ Hér að neðan má sjá streymi Pírata. Píratar | Beint streymi from Píratar on Vimeo. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. 26. maí 2021 13:27 Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. 25. maí 2021 18:20 Fordæma skæruhernað Samherja gagnvart pólítíkinni og fjölmiðlum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, segist ekki hafa fengið veður af tilraunum „skæruliðadeildar“ Samherja til að hafa áhrif á uppröðum á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í haust. 25. maí 2021 13:15 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Þetta kom fram í streymi Pírata í dag þar sem Jóhannes sat fyrir svörum. Þar var meðal annars rætt um umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar í síðustu viku sem byggð var á tölvupóstsamskiptum og samtölum starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins í spjallforriti. Gögnin sýndu meðal annars samstarf um greinaskrif í fjölmiðla og tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Lögmaður Samherja fullyrti á Vísi fyrr í vikunni að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá væru skyndileg veikindi Páls til skoðunar. Kæra Páls vegna þjófnaðar er til skoðunar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. „Þetta er bara ein deild og þeir fara langt yfir öll mörk. Þeir fá það. Þeir komast upp með það og það er bara verið að setja þeim línuna: Þeir mega fara eins langt og þeir mega. Ég hef svo sem ekki neinar áhyggjur af mér en fyrir fólk sem er kannski bara að segja fréttir og fólk sem hefur skoðanir – það er verið að ráðast á það á margan hátt og mjög óheiðarlega og sjálfsagt ólöglega líka í einhverjum tilfellum,“ segir Jóhannes um gögnin. Telur eftirlit með Helga Seljan meira en gögnin segja til um „Ef við tökum til dæmis dæmið með Helga Seljan. Þarna er búið að vera áreita hann og elta hann og sjást fyrir utan húsið hans. Þetta er bara mjög alvarlegt öryggismál. Ég geri bara ráð fyrir því að lögreglan sé að taka þetta mjög hörðum tökum,“ segir Jóhannes og bætir við að lögregla sendi menn yfirleitt á vettvang ef tilkynnt er um grunsamlegar mannaferðir. Sjálfur telur hann líklegt að eftirlit með Helga hafi verið meira en gögnin segi til um. „Við vitum sjálfsagt bara einhvern hluta af því hvað er búið að fylgjast mikið með Helga.“ „Skæruliðadeildina“ skipa meðal annars Arna Bryndís McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Þorbjörn Þórðarson, almannatengslaráðgjafi og fyrrverandi fréttamaður, Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja, og Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður. Hann telur þó málið ekki tekið föstum tökum. Hvorki ríkisstjórnin né önnur yfirvöld séu að leggja línurnar. „Ég set spurningamerki við það – ég held það sé ekkert verið að taka þetta föstum tökum. Mönnum er bara leyft að fara eins langt og þeir vilja. Þetta mun enda illa að mínu mati. Við erum komin á mjög hættulegan stað í þessu þjóðfélagi. Menn fara bara eins langt og þeir vilja, ríkisstjórnin er ekki að leggja línurnar og yfirvöld gera það ekki.“ Partnerar Samherja í Namibíu „taki mjög illa á mönnum“ Kjarninn greindi frá því í gær að Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja, hefði skoðað hvort Helgi væri mögulega staddur í Namibíu í byrjun febrúar. Það var þó ekki í eina skiptið sem starfsmenn Samherja grennsluðust fyrir um ferðir blaðamannsins því í byrjun janúar leitaði Páll til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins til þess að spyrjast fyrir um hvort Helgi Seljan hefði farið með Jóhannesi til Berlínar í Þýskalandi árið 2019. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri staðfesti við Kjarnann að Páll hefði leitað til ráðuneytisins til að kanna möguleika á aðstoð utanríkisþjónustunnar. Beiðnin hafi þó fallið utan verksviðs hennar og því var ekki orðið við henni. „Ég er búinn að tilkynna það til rannsóknaraðila í Namibíu því þeir voru greinilega að spyrjast fyrir um ferðir Helga til Namibíu. Við skulum hafa það í huga að partnerar Samherja í Namibíu hafa orð á sér fyrir að taka mjög illa á mönnum. Ég er búinn að upplifa ýmislegt í gegnum tíðina því til sönnunar. Þarna er talsvert alvarlegt mál í gangi og það hlýtur að verða rannsókn á þessu.“ Jóhannes hefur tilkynnt fyrirspurnir um ferðir Helga Seljan til rannsóknaraðila í Namibíu.Vísir/Vilhelm „Dæmi um hvað fólk kemst upp með allt“ Jóhannes er afar gagnrýninn á ríkisstjórnina og segir aðgerðaleysi hennar ýta undir ofbeldi. Með því sé hún að gefa fólki lausan tauminn og skotleyfi á ákveðna aðila. Þá er hann undrandi á því að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi ekki sagt af sér. „Það er margbúið að koma fram að [Kristján Þór] er Samherjamaður inni í ríkisstjórninni, núna aftur síðast fyrir tveimur dögum. Hvað er gert? Maður myndi halda að forsætisráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins myndu kalla hann inn og biðja hann um að segja af sér. Þetta er dæmi um það hvað fólk kemst upp með allt.“ Hann segir málið alvarlegt og komið á hættulega braut. Yfirvöld þurfi að grípa til aðgerða og sýna að það sé vilji til þess að taka á svona málum. „Þetta fer ekki vel. Það verður að sýna hér að hér sé verið að taka á málunum og það séu einhverjir hér sem stjórna í landinu. Þetta er bara komið á mjög hættulega braut. Þú veist aldrei hverju fólk tekur upp á þegar það er látið eins og þetta sé bara í lagi.“ Hér að neðan má sjá streymi Pírata. Píratar | Beint streymi from Píratar on Vimeo.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Tengdar fréttir Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. 26. maí 2021 13:27 Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. 25. maí 2021 18:20 Fordæma skæruhernað Samherja gagnvart pólítíkinni og fjölmiðlum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, segist ekki hafa fengið veður af tilraunum „skæruliðadeildar“ Samherja til að hafa áhrif á uppröðum á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í haust. 25. maí 2021 13:15 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Píratar óska eftir kosningaeftirliti ÖSE í haust Þingflokkur Pírata hefur sent formlegt erindi til Öryggis- og framfarastofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem kallað er eftir því að stofnunin skipuleggi kosningaeftirlit í komandi þingkosningum. 26. maí 2021 13:27
Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. 25. maí 2021 18:20
Fordæma skæruhernað Samherja gagnvart pólítíkinni og fjölmiðlum Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra, segist ekki hafa fengið veður af tilraunum „skæruliðadeildar“ Samherja til að hafa áhrif á uppröðum á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í haust. 25. maí 2021 13:15
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00