Sigur í fyrsta heimaleik Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 07:31 Anthony Davis byrjaði einvígið ekki vel en hann hefur verið frábær í tveimur síðustu leikjum sem Los Angeles Lakers unnið báða. AP/Marcio Jose Sanchez Los Angeles Lakers og Denver Nuggets eru bæði búin að snúa við sínum einvígum með tveimur sigrum í röð í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en Milwaukee Bucks er aftur á móti komið í 3-0 á móti Miami Heat. Anthony Davis átti annan stórleik í röð og Los Angeles Lakers er komið 2-1 yfir í einvíginu á móti Phoenix Suns eftir 109-95 heimasigur í nótt. 34 PTS, 11 REB for @AntDavis23 LAL takes a 2-1 leadAD becomes the first @Lakers player since Shaq with back-to-back 30p/10r games in the #NBAPlayoffs! pic.twitter.com/UoNOFBh99K— NBA (@NBA) May 28, 2021 Þetta var fyrsti heimaleikur Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár því þegar liðið vann titilnn í fyrra þá var öll úrslitakeppnin spiluð í búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Þá var Dennis Schröder með 20 stig. Davis var með 18 stig í flottum þriðja leikhluta Lakers þar sem liðið komst sautján stigum yfir. Munurinn varð mestur 21 stig. Davis er fyrsti leikmaður Lakers síðan Shaq til að ná 30 stigum og 10 fráköstum í tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni. Hann var slakur í fyrsta leik og talaði um það sjálfur en hefur bætt fyrir við það með tveimur stórleikjum í röð. AD TAKING OVER He drops 18 of his 30 in the 3Q.. @Lakers up 8 early in the 4Q on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/KYtu7xuWUa— NBA (@NBA) May 28, 2021 Phoenix vann fyrsta leikinn í einvíginu en Lakers menn hafa nú svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Það voru læti í leiknum en Devin Booker var rekinn út úr húsi 35 sekúndum fyrir leikslok fyrir að ýta Dennis Schröder í sniðskoti og Jae Crowder fylgdi á eftir þar sem hann drullaði yfir Schröder. Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Phoenix með 22 stig og 11 fráköst en Booker skoraði 19 stig. Denver Nuggets liðið er líka komið 2-1 yfir eftir tvo sigra í röð en liðið vann þriðja leikinn á móti Portland Trail Blazers 120-115 í nótt. Nikola Jokic sýndi mátt sinn með 36 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og Austin Rivers var með fimm þrista og 21 sig. Jokic innsiglaði sigurinn með þvi að ná sóknafrákasti eftir víti og skora lokakörfu leiksins. NIKOLA JOKIC CAPS HIS 36-POINT NIGHT WITH THE GAME-SEALING TIP-IN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs pic.twitter.com/vKrJyGhd7L— NBA (@NBA) May 28, 2021 Jokic er með 36 stig að meðaltal í fyrstu þremur leikjum einvígisins en hann er með 60 prósent skotnýtingu, 92 prósent vítanýtingu og hefur hitt úr helmingi þriggja stiga skota sinna eða 9 af 18. Allir í byrjunarliði Denver skoruðu ellefu stig eða meira, Michael Porter Jr. var með 15 stig, Aaron Gordon skoraði 13 stig og argentínski bakvörðurinn Facundo Campazzo var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Damian Lillard var með 37 stig fyrir Portland og CJ McCollum skoraði 22 stig. Þá skoraði Norman Powell 18 stig og Carmelo Anthony kom með 17 stig á 26 mínútum inn af bekknum. @Jrue_Holiday11's double-double helps the @Bucks take a 3-0 series lead! #NBAPlayoffs19 PTS | 12 ASTGame 4 - Sat, 1:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/KVuFHysiWX— NBA (@NBA) May 28, 2021 Milwaukee Bucks menn eru að rúlla upp liðinu sem sló þá 4-1 út úr úrslitakeppninni í fyrra og fór þá alla leið í lokaúrslit. Bucks vann þriðja leikinn með 29 stiga mun í nótt, 113-84. Bucks er komið í 3-0 og getur sópað Miami í sumarfrí annað kvöld. Khris Middleton skoraði 22 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 12 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var síðan 17 stig og 17 fráköst. Miami liðið hefur aðeins tapað þrisvar sinnum með 29 stigum eða meira í vetur, en allir þrír leikirnir hafa komið á móti Milwaukee og tvö af þessum töpum eru í síðustu tveimur leikjum í þessu einvígi. Jimmy Butler var atkvæðamestur hjá Miami með 19 stig og Bam Adebayo skoraði 17 stig. Liðið sem fór alla leið í úrslitin í fyrra gæti endað úrslitakeppnina í ár án þessa að vinn einn einasta leik. Nikola Jokic (36 PTS) seals the game with a late tip-in to give the @nuggets a 2-1 series lead ! Game 4 is Saturday at 4pm/et on TNT.Austin Rivers: 21 PTS (16 in 4th Q)Damian Lillard: 37 PTS pic.twitter.com/gVDa56BWvj— NBA (@NBA) May 28, 2021 NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Anthony Davis átti annan stórleik í röð og Los Angeles Lakers er komið 2-1 yfir í einvíginu á móti Phoenix Suns eftir 109-95 heimasigur í nótt. 34 PTS, 11 REB for @AntDavis23 LAL takes a 2-1 leadAD becomes the first @Lakers player since Shaq with back-to-back 30p/10r games in the #NBAPlayoffs! pic.twitter.com/UoNOFBh99K— NBA (@NBA) May 28, 2021 Þetta var fyrsti heimaleikur Lakers liðsins í úrslitakeppni í átta ár því þegar liðið vann titilnn í fyrra þá var öll úrslitakeppnin spiluð í búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Anthony Davis var með 34 stig og 11 fráköst og LeBron James bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Þá var Dennis Schröder með 20 stig. Davis var með 18 stig í flottum þriðja leikhluta Lakers þar sem liðið komst sautján stigum yfir. Munurinn varð mestur 21 stig. Davis er fyrsti leikmaður Lakers síðan Shaq til að ná 30 stigum og 10 fráköstum í tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni. Hann var slakur í fyrsta leik og talaði um það sjálfur en hefur bætt fyrir við það með tveimur stórleikjum í röð. AD TAKING OVER He drops 18 of his 30 in the 3Q.. @Lakers up 8 early in the 4Q on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/KYtu7xuWUa— NBA (@NBA) May 28, 2021 Phoenix vann fyrsta leikinn í einvíginu en Lakers menn hafa nú svarað með tveimur sigurleikjum í röð. Það voru læti í leiknum en Devin Booker var rekinn út úr húsi 35 sekúndum fyrir leikslok fyrir að ýta Dennis Schröder í sniðskoti og Jae Crowder fylgdi á eftir þar sem hann drullaði yfir Schröder. Deandre Ayton var atkvæðamestur hjá Phoenix með 22 stig og 11 fráköst en Booker skoraði 19 stig. Denver Nuggets liðið er líka komið 2-1 yfir eftir tvo sigra í röð en liðið vann þriðja leikinn á móti Portland Trail Blazers 120-115 í nótt. Nikola Jokic sýndi mátt sinn með 36 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og Austin Rivers var með fimm þrista og 21 sig. Jokic innsiglaði sigurinn með þvi að ná sóknafrákasti eftir víti og skora lokakörfu leiksins. NIKOLA JOKIC CAPS HIS 36-POINT NIGHT WITH THE GAME-SEALING TIP-IN!#MileHighBasketball #NBAPlayoffs pic.twitter.com/vKrJyGhd7L— NBA (@NBA) May 28, 2021 Jokic er með 36 stig að meðaltal í fyrstu þremur leikjum einvígisins en hann er með 60 prósent skotnýtingu, 92 prósent vítanýtingu og hefur hitt úr helmingi þriggja stiga skota sinna eða 9 af 18. Allir í byrjunarliði Denver skoruðu ellefu stig eða meira, Michael Porter Jr. var með 15 stig, Aaron Gordon skoraði 13 stig og argentínski bakvörðurinn Facundo Campazzo var með 11 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Damian Lillard var með 37 stig fyrir Portland og CJ McCollum skoraði 22 stig. Þá skoraði Norman Powell 18 stig og Carmelo Anthony kom með 17 stig á 26 mínútum inn af bekknum. @Jrue_Holiday11's double-double helps the @Bucks take a 3-0 series lead! #NBAPlayoffs19 PTS | 12 ASTGame 4 - Sat, 1:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/KVuFHysiWX— NBA (@NBA) May 28, 2021 Milwaukee Bucks menn eru að rúlla upp liðinu sem sló þá 4-1 út úr úrslitakeppninni í fyrra og fór þá alla leið í lokaúrslit. Bucks vann þriðja leikinn með 29 stiga mun í nótt, 113-84. Bucks er komið í 3-0 og getur sópað Miami í sumarfrí annað kvöld. Khris Middleton skoraði 22 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 12 stoðsendingar. Giannis Antetokounmpo var síðan 17 stig og 17 fráköst. Miami liðið hefur aðeins tapað þrisvar sinnum með 29 stigum eða meira í vetur, en allir þrír leikirnir hafa komið á móti Milwaukee og tvö af þessum töpum eru í síðustu tveimur leikjum í þessu einvígi. Jimmy Butler var atkvæðamestur hjá Miami með 19 stig og Bam Adebayo skoraði 17 stig. Liðið sem fór alla leið í úrslitin í fyrra gæti endað úrslitakeppnina í ár án þessa að vinn einn einasta leik. Nikola Jokic (36 PTS) seals the game with a late tip-in to give the @nuggets a 2-1 series lead ! Game 4 is Saturday at 4pm/et on TNT.Austin Rivers: 21 PTS (16 in 4th Q)Damian Lillard: 37 PTS pic.twitter.com/gVDa56BWvj— NBA (@NBA) May 28, 2021
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum