Sendi Liverpool mönnum skilaboð eftir að hafa unnið Man. Utd í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2021 09:01 Alberto Moreno fagnar með Evrópudeildarbikarinn eftir sigur Villarreal á Manchester United. AP/Michael Sohn Alberto Moreno varð Evrópudeildarmeistari með Villarreal á miðvikudagskvöldið og skoraði í vítakeppninni. Eftir leikinn ákvað hann að senda stuðningsmönnum gamla félagsins síns kveðju. Manchester United var spáð þægilegum sigri á móti Villarreal en Moreno og félagar í spænska liðinu höfðu aðrar hugmyndir og tryggðu sér fyrsta Evróputitil félagsins. Manchester United hefur ekki unnið titil síðan 2017. Moreno tók upp símann sinn inn í búningsklefanum eftir leikinn og beindi orðum sínum til stuðningsmanna Liverpool liðsins. „Til allra stuðningsmanna Liverpool. Vamos (Byrjum þetta). Man Utd út með ykkur. Burtu með ykkur Man Utd, út með ykkur,“ sagði Alberto Moreno skellihlæjandi í sigurvímu eftir leikinn. „You'll Never Walk Alone. (Þú gengur aldrei einsamall). Alltaf. Liverpool á alltaf sinn stað í hjarta mínu,“ sagði Moreno eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Moreno fékk mikla gagnrýni á sig á lokaárum sínum á Anfield en ást hans á Liverpool minnkaði ekkert við það. Hann vann sér örugglega inn mörg stig með kveðju sinni á miðvikudagskvöldið. Moreno kom til Liverpool sumarið 2014 og var hjá félaginu í fimm ár. Hann er núna 28 ára gamall. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var úrslitaleikur Meistaradeildarinnar vorið 2019 en hann hafði áður tapað með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þetta var í annað skiptið sem Moreno vann Evrópudeildina en það gerði hann líka með Sevilla liðinu árinu 2014. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Manchester United var spáð þægilegum sigri á móti Villarreal en Moreno og félagar í spænska liðinu höfðu aðrar hugmyndir og tryggðu sér fyrsta Evróputitil félagsins. Manchester United hefur ekki unnið titil síðan 2017. Moreno tók upp símann sinn inn í búningsklefanum eftir leikinn og beindi orðum sínum til stuðningsmanna Liverpool liðsins. „Til allra stuðningsmanna Liverpool. Vamos (Byrjum þetta). Man Utd út með ykkur. Burtu með ykkur Man Utd, út með ykkur,“ sagði Alberto Moreno skellihlæjandi í sigurvímu eftir leikinn. „You'll Never Walk Alone. (Þú gengur aldrei einsamall). Alltaf. Liverpool á alltaf sinn stað í hjarta mínu,“ sagði Moreno eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Moreno fékk mikla gagnrýni á sig á lokaárum sínum á Anfield en ást hans á Liverpool minnkaði ekkert við það. Hann vann sér örugglega inn mörg stig með kveðju sinni á miðvikudagskvöldið. Moreno kom til Liverpool sumarið 2014 og var hjá félaginu í fimm ár. Hann er núna 28 ára gamall. Síðasti leikur Moreno með Liverpool var úrslitaleikur Meistaradeildarinnar vorið 2019 en hann hafði áður tapað með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þetta var í annað skiptið sem Moreno vann Evrópudeildina en það gerði hann líka með Sevilla liðinu árinu 2014.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira