Assad endurkjörinn með 95,1 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2021 07:50 Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000. AP/Hassan Ammar Bashar al-Assad mun áfram gegna embætti Sýrlandsforseta næstu sjö árin eftir að tilkynnti var í gærkvöldi að hann hafi hlotið 95,1 prósent atkvæða í forsetakosningunum sem fram fóru á fimmtudag. Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000. Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Útslitin voru á engan hátt óvænt en Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk fjölda annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninganna og sagt þær hvorki hafa verið frjálsar né sanngjarnar. Um verður að ræða fjórða kjörtímabil al-Assad, en það var forseti sýrlenska þingsins sem greindi frá úrslitunum í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi. Þingforetinn, Hammoud Sabbagh, greindi jafnframt frá því að kjörsóknin hafi verið tæplega 79 prósent. Á opinberri Twitter-síðu Sýrlandsstjórnar sagði: „Sýrlendingar hafa sagt sitt. Bashar al-Assad vinnur sýrlensku forsetakosningarnar eftir að hafa hlotið 95,1 prósent atkvæða kjósenda, innan sem utan landamæra Sýrlands.“ Stríðshrjáð ríki Assad hefur fullyrt að kosningarnar sýni fram á að Sýrland starfi enn venjulega þrátt fyrir stríðið og deilurnar sem hafa nú staðið í um áratug og leitt til dauða hundruð þúsunda og neytt um ellefu milljónir Sýrlendinga, hálfa þjóðina, á flótta. Í kosningunum var einungis hægt að kjósa á þeim svæðum í landinu sem eru á valdi Sýrlandsstjórnar. Mikill fjöldi flóttafólks, sem hafa flúið átökin í landinu á síðustu árum, var ekki gert mögulegt að kjósa. Einungis voru þrír frambjóðendur á kjörseðlinum, en áður höfðu yfirvöld í landinu hafnað framboðum um fjörutíu manna. Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu í 29 ár, frá 1971 til 2000.
Sýrland Tengdar fréttir Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Assad gefur lítið fyrir gagnrýni vesturlanda á kosningar Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir gagnrýni vestrænna ríkja á kosningar í Sýrlandi vera marklausa. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa, auk annarra, gagnrýnt framkvæmd kosninga í Sýrlandi og segja þær hvorki frjálsar né sanngjarnar. 26. maí 2021 12:09