Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus Eiður Þór Árnason skrifar 28. maí 2021 13:00 Lasse Ruud-Hansen, tilvonandi forstjóri Nóa Síríus og Ingvill T. Berg, forstjóri Orkla Confectionery & Snacks. Orkla Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins (SE) sem tók þau til rannsóknar eftir að tilkynning barst um viðskiptin þann 5. maí. Orkla, sem er eitt stærsta matvælafyrirtæki á Norðurlöndum, er með höfuðstöðvar sínar í Osló og er jafnframt skráð í norsku kauphöllina. Norski risinn teygir anga sína í Kjarnavörur, Ísbúð Vesturbæjar og Gæðabakstur Orkla á eignarhlut í Dragsbæk A/S, dönsku félagi sem á meirihluta hlutafjár í Kjarnavörum ehf. Kjarnavörur er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir og selur meðal annars smjörlíki, viðbit, steikingarfeiti, sultur, ávaxtagrauta og sósur. Þá fara Kjarnavörur með yfirráð yfir félögunum Innbaki hf. sem selur umbúðir, hráefni og vörur fyrir bakaraiðnaðinn, Nonna litla ehf. sem framleiðir og selur meðal annars kaldar sósur og Ísbúð Vesturbæjar ehf. sem rekur samnefndar ísbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn SE á Orkla jafnframt eignarhlut í Bluma Food I/S, sem á hlut í Visku hf. og Gæðabakstri ehf. Gæðabakstur framleiðir og selur brauð í heildsölu auk þess sem félagið á Kristjánsbakarí sem rekur bakarí á Akureyri og sinnir framleiðslu og sölu á brauði í heildsölu. Að lokum á norska matvælafyrirtækið hlut í Nóa Síríusi sem framleiðir og selur sælgæti auk þess að flytja inn og selja vörur í heildsölu, meðal annars frá vörumerkjum á borð við Pringles, Kellogg‘s og Valor. Telja að samkeppni muni ekki raskast Fram kemur í ákvörðun SE að starfsemi Orkla á Íslandi felist í sölu og dreifingu á ýmsum neysluvörum og framleiðsluvörum, aðallega bökunarvörum, til framleiðenda, heildsala og smásala, oft í gegnum íslenska milliliði. Að mati SE er Orkla og Nói Sírius einungis í samkeppni á mörkuðum fyrir heildsölu á sælgæti, snakki og morgunkorni. Við kaup Orkla á 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 komst SE að þeirri niðurstöðu að við þann samruna myndi hvorki myndast eða styrkjast markaðsráðandi staða. Þá væru ekki vísbendingar um að samkeppni myndi raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins á þeim tíma að ekki væri ástæða til þess að aðhafast vegna samrunans. Hér má sjá brotabrot af þeim vörumerkjum sem eru í eigu Orkla en margir Íslendingar kannast við Kims, Göteborgs kex, Panda og OLW.Orkla Er það mat eftirlitsins að þær breytingar sem hafi átt sér stað frá þeim tíma hrófli ekki við áðurnefndu mati. Telur SE því ekki tilefni til að grípa til íhlutunar vegna þessarar breytingar á yfirráðum yfir Nóa Síríus. Fram hefur komið að Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, hafi óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri félagsins í tengslum við viðskiptin eftir 31 ár í starfi. Hann mun þó halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst næstkomandi, þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Sælgæti Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Tengdar fréttir Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25 Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Orkla ASA hefur komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríus hf. 5. maí 2021 11:25
Norskur risi eignast fimmtung í Nóa-Síríusi Nói-Síríus hf. og norska fyrirtækjasamsteypan Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup Orkla á 20 prósent hlut í Nóa-Síríus. 22. ágúst 2019 08:42