Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í umhverfisráðherra sem ekki vill segja af eða á um hvort hann styður byggingu varnargarða á Reykjanesi til að verja Suðurstrandarveg fyrir glóandi hrauni.

Þá greinum við frá lokabaráttunni í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í tveimur kjördæmum þar sem hart er barist um forystusætin og allir frambjóðendur eru jafn sigurvissir. 

Alþýðusambandið segir kórónuveirufaraldurinn skilja eftir sig djúp sár á vinnumarkaðnum sem komi meira niður á viðkvæmum hópum en fyrri kreppur. Við birtum nýja könnun þar sem spurt var um hvern Íslendingar vilja sem næsta forsætisráðherra og kíkjum við í Bókabúð Máls og menningar sem var aftur opnuð í dag á fornbókagrunni. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×