Sport

Dagskráin í dag: Átta liða úrslit í Olís deildinni og undanúrslit í Domino's deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þór Þorlákshöfn tekur á móti Stjörnunni í fyrstu viðureign liðanna í undaúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld.
Þór Þorlákshöfn tekur á móti Stjörnunni í fyrstu viðureign liðanna í undaúrslitum Domino's deildarinnar í kvöld.

Það er nóg um að vera á sportrásum okkar í dag. Úrslitakeppni Olísdeidarinnar hefst í kvöld með tveim leikjum og undanúrslitin í Domino's deildinni hefjast í Þorlákshöfn svo eitthvað sé nefnt.

Stöð 2 Sport

Stjarnan keyrir Þrengslin í dag því að í kvöld mæta þeir Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar karla.

Útsending hefst klukkan 20:10, en klukkan 19:45 verða strákarnir í Körfuboltakvöldi með upphitun. Þeir fara svo yfir það helsta að leik loknum.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13:50 mætast Morecambe og Newport í ensku League Two.

Breiðablik og Tindastóll eigast svo við í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna klukkan 19:05.

Stöð 2 Sport 3

Spænski körfuboltinn verður í aðalhlutverki á Stöð 2 Sport 3. Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia mæta Baskonia klukkan 17:35 áður en Real Madrid og Gran Canaria eigast við klukkan 19:50.

Stöð 2 Sport 4

Það eru tveir leikir á dagskrá þegar að átta liða úrslit Olís deildarinnar fara af stað.

Seinni bylgjan byrjar upphitun sína á slaginu 17:00 áður en ÍBV tekur á móti FH klukkan 17:55. Að þeim leik loknum, eða klukkan 19:30, fara Haukar í Mosfellsbæinn þar sem Afturelding bíður þeirra.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×