Bilun í lyfjagátt setur starfsemi apóteka í uppnám Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. maí 2021 15:49 Erfiðlega hefur gengið að afgreiða lyf í dag sökum bilunarinnar. Vísir/Egill Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag. „Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Þetta er bara ástand, í rauninni. Heklugáttin liggur niðri, sem er ský fyrir okkur til að sækja lyfseðla,“ segir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali hjá Lyfju í Lágmúla, í samtali við fréttastofu. Hún segir vandamálið ekki liggja hjá apótekum landsins, heldur í umræddri Heklugátt sem nú liggur niðri. Anna kveðst ekkert geta fullyrt um hver ástæðan sé, en fyrirspurn hefur verið send á Landlæknisembættið í þeirri von um að stöðunni verði kippt í lag sem fyrst. Kerfið hafi nánast verið óvirkt frá því klukkan ellefu í dag. „Það eru margir viðskiptavinir sem hafa þurft að fara til baka í dag og við hringjum þá kannski í þá þegar þetta er komið í lag. Einstaka lyfseðlar hafa komist í gegn en það tekur mjög langan tíma,“ segir Anna og kveðst gera ráð fyrir miklu álagi þegar kerfið verður aftur komið á fulla virkni. Hún segir svipaðar bilanir hafa komið upp áður, það gerist öðru hvoru, en þær endist að jafnaði ekki jafn lengi og sú sem valdið hefur usla í apótekum landsins í dag. „Því miður þá virðist þetta gerast öðru hvoru, nokkrum sinnum í mánuði. Oft eru þetta bara einhverjar hálftíma bilanir sem eru hvimleiðar, en endast ekki allan daginn,“ segir Anna, sem segir um eina lengstu bilunina að ræða. „Það er samt of algengt að þetta sé að frjósa, eða það komi upp bilanir í kerfinu,“ segir hún.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira