De Bruyne sleppur við skurðarborðið og verður með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 09:30 Kevin De Bruyne fór grátandi af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Carl Recine Belgar fengu góðar fréttir í gær þegar landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez sagði frá því að Kevin De Bruyne yrði væntanlega með á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira