De Bruyne sleppur við skurðarborðið og verður með á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 09:30 Kevin De Bruyne fór grátandi af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. AP/Carl Recine Belgar fengu góðar fréttir í gær þegar landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez sagði frá því að Kevin De Bruyne yrði væntanlega með á Evrópumótinu sem hefst í næstu viku. Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira
Kevin De Bruyne er einn besti leikmaður heims og hefur verið frábær hjá Manchester City undanfarin ár. Belgar ætla sér stóra hluti á EM og því var laugardagskvöldið áfall. De Bruyne nefbrotnaði og braut augnbotninn eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rudiger keyrði hann niður í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Atvikið gerðist á 60. mínútu leiksisn og De Bruyne fór grátandi af velli. The chances of Kevin de Bruyne playing in Euro 2020 will become clearer in "the next four or five days", says Belgium coach Roberto Martinez.More #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) May 31, 2021 Það fór ekki framhjá neinum að hann óttaðist það að missa af einhverju meira en bara síðasta hálftímanum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þó að það hafi einnig verið sárt enda Manchester City að tapa leiknum 1-0 og þurfti því mikið á honum að halda. Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, fullvissaði hins vegar alla um það á blaðamannafundi í gær að Kevin De Bruyne hafi sloppið við skurðarborðið og engin aðgerð þýðir að hann verður með Belgíumönnum á Evrópumótinu sem hefst 11. júní næstkomandi. Martinez segir að framhaldið muni skýrast betur eftir fjóra til fimm daga en næstu vikuna þá æfa Belgar án síns besta leikmanns. Martinez er líka ekki viss um að De Bruyne verði orðinn leikfær fyrir fyrsta leikinn á móti Rússum sem verður 20. júní. Belgíska knattspyrnusambandið býst við því að De Bruyne komi til móts við hópinn fyrir næsta mánudag en áður þarf hann að fara í gegnum próf og frekari skoðun til að hann fái grænt ljós. Kevin De Bruyne will NOT miss the Euros, the plan is to wear a mask and join Belgium on June 7th.[Via @HLNinEngeland] pic.twitter.com/Gdcrok2RgK— Footy Accumulators (@FootyAccums) May 30, 2021 „Kevin var með aðra dagskrá en hinir leikmennirnir. Hann átti að koma sjö dögum síðar af því að hann var að spila í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú hefur sú dagskrá breyst því hann hefur ekki náð að slaka á eða hvíla sig ennþá,“ sagði Roberto Martinez. „Við verðum að fara varlega með hann en þetta skýrist betur á næstu dögum. Ég hef talað við Kevin og hann var jákvæður. Við vorum heppnir að þó að hann sé tvíbrotinn þá þarf hann ekki að fara í aðgerð. Ef hann hefði farið í aðgerð þá hefði verið ómögulegt fyrir hann að spila á Evrópumótinu,“ sagði Martinez. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Sjá meira