Fótbolti

„Hef litið upp til Arons Einars og Birkis frá því ég man eftir mér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið þrjá A-landsleiki, þar af einn í byrjunarliði.
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið þrjá A-landsleiki, þar af einn í byrjunarliði. getty/Ronald Martinez

Ísak Bergmann Jóhannesson var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins þegar það tapaði fyrir Mexíkó, 2-1, í Dallas aðfararnótt sunnudags.

„Tilfinningin var mjög góð. Ég hef unnið að þessu lengi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Hann lék inni á miðjunni í leiknum með reynsluboltunum Aroni Einari Gunnarssyni og Birki Bjarnasyni.

„Ég hef litið upp til þeirra svo lengi sem ég man eftir mér,“ sagði Ísak um Akureyringana.

Skagamaðurinn kvaðst sáttur með frammistöðuna gegn Mexíkó.

„Ég var ánægður með liðsframmistöðuna og frammistöðuna hjá mér. Við spiluðum vel í sjötíu mínútur en vorum óheppnir,“ sagði Ísak.

Hann vonast til að fá hlutverk í leikjum Íslands í undankeppni HM í haust.

„Það er alltaf bara næsti leikur og ég ætla að standa mig vel þar. Mitt hugarfar er alltaf næsti leikur, næsta æfing og sanna mig. Svo ætla ég að reyna að læra af leikmönnum eins og Birki og Aroni Einari og vonandi verð ég hluti af hópnum í haust,“ sagði Ísak að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×