Sport

Dag­skráin í dag: Dregið í Mjólkur­bikar kvenna, úr­slita­viður­eign í Olís- og Domino´s-deild kvenna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð.
Helena Sverrisdóttir er á góðri leið með að verða Íslandsmeistari í þriðja skiptið í röð. vísir/bára

Nú fer að styttast í annan endann á tímabilunum hér heima í hand- og körfubolta. Það eru því ekkert nema stórleikir á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.00 verður dregið í næstu umferð í Mjólkurbikarkvenna í knattspyrnu.

Klukkan 19.45 hefst upphitun Domino´s deildar kvenna fyrir leik kvöldsins. Leikur Vals og Hauka hefst svo klukkan 20.10 en fari svo að Valur vinni leikinn þá eru þær orðnar Íslandsmeistarar í körfubolta þar sem staðan er 2-0 í einvígi liðanna sem stendur.

Klukkan 22.00 er svo komið að Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna þar sem farið verður yfir leik kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 er vináttulandsleikur Englands og Austurríkis á dagskrá. Leikurinn er hluti af undirbúningi Englands fyrir EM.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er komið að leik Baskonia og Valencia í úrslitakeppni spænska körfuboltans. Íslenski landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.30 hefst upphitu fyrir leik dagsins í Olís-deild kvenna. Um er að ræða fyrri úrslitaleik KA/Þórs og Vals. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 17.55.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×