Haukur Helgi í Njarðvík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2021 20:45 Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð. Vísir/Bára Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Briem Pálsson mun leika með Njarðvík á næstu leiktíð í efstu deild karla í körfubolta. Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Haukur Helgi hefur lék með liði Andorra í ACB-deildinni á Spáni á nýafstaðinni leiktíð. Hann hefur nú skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík. Þetta kom fram á vef Njarðvíkur í kvöld sem og viðtal við Hauk Helga. Haukur Helgi lék með Njarðvík tímabilið 2015-2016 þar sem Njarðvík fór alla leið í undanúrslit og tapaði gegn KR sem landaði Íslandsmeistaratitlinum það árið. Hann snýr nú aftur til Njarðvíkur og hittir þar fyrir Benedikt Guðmundsson sem tók nýverið við liðinu. Þeir hafa áður unnið saman. „Það var ekki auðveld ákvörðun að kveðja atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu, það er stórt skref og stór ákvörðun og því hafa fylgt miklar tilfinningar. Við fjölskyldan erum þó að sækjast eftir meiri festu í okkar líf enda mikið hark og rót á atvinnumannaferli körfuknattleiksmanns,” sagði Haukur Helgi í samtali við vef Njarðvíkur í kvöld. Haukur Helgi í Njarðvík næstu þrjú árin https://t.co/hamOnBHgub #korfubolti #Njarðvík pic.twitter.com/eZC7nQsdhQ— UMFN (@UMFNOfficial) June 1, 2021 „Ég kem einnig heim til þess að leggja frekari grunn að framtíðarvinnu minni við sjávarútveginn og af þeim sökum finnst mér það réttasta skrefið fyrir okkur fjölskylduna að flytjast nú heim til Íslands. Þessi ákvörðun hefur vissulega farið fram og til baka en þegar öllu er á botninn hvolft var þetta aldrei spurning.” „Nú er búið að stokka spilin talsvert hjá félaginu og síðast þegar ég lék í Njarðvík var mér mjög vel tekið. Njarðvík, að mínu mati, á ekki að finna sig á þeim stað sem liðið var statt í vetur. Mitt verkefni með liðinu er að taka þátt í að snúa því við, byggja upp karakter og Njarðvíkurandann á nýjan leik. Þess vegna tel ég sterkt að gera þriggja ára samning við félagið enda erfitt að búa eitthvað til aðeins á einu ári. Ég ætla mér að koma með metnað inn í félagið til að fara langt og gera atlögu að öllum titlum.” Um Benedikt Guðmundsson „Ef það er eitthvað sem Benni hefur verið að gera vel þá er það að taka við liðum sem eru að finna sinn farveg, í fyrsta sinn eða upp á nýtt. Hann má eiga það að slík verkefni leysir hann mjög vel. Ég þekki Benna mjög vel enda þjálfaði hann mig í yngri flokkum hjá Fjölni svo ég held að þetta verði fáránlega skemmtilegt.” Hinn 29 ára gamli Haukur Helgi hefur leikið með fjölda liða í atvinnumennsku. Þar má nefna Unics Kazan frá Rússlandi, Rouen Métropole, Cholet og Nanterre 92 frá Frakklandi ásamt Manresa, Breogán og Baskonia frá Spáni. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik