Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 23:38 Vísindamenn NASA telja að finna megi mikla þekkingu á sólkerfinu og þróun reykistjarna. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030. Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030.
Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira