Afsökunarbeiðni á leikskólaplani Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2021 07:00 Árið 2020 einkenndist af afsökunarbeiðnum. Og nokkrar afar athyglisverðar hafa litið dagsins ljós það sem af er ári. Þeim hefur mörgum verið afar illa tekið sem Henry Alexander siðfræðingur telur afar varasamt. Afsökunarbeiðni felur ekki í sér viðurkenningu á afbroti. Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu. Hver biðst afsökunar, á hverju og hver er beðinn afsökunar? Þetta liggur ekki fyrir. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja ætlar sér ekki að útskýra afsökunarbeiðnina neitt frekar. „Þá hafa stjórnendur Samherja brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði hefur greint afsökunarbeiðni Samherja sérstaklega, segir hana einkennast af undanbrögðum og síðasta setningin sé merkingarlaus: „Fyrirtæki er hvorki talandi né skrifandi. Það er ekki hægt að fara í meiðyrðamál við fyrirtæki. Fyrirtæki getur ekki beðist afsökunar.“ En loðin afsökunarbeiðnin þarf ekki að vera alslæm þó svo kunni að virðast í fyrstu. Nema, þvermóðskuleg viðbrögð forstjórans í framhaldinu gætu flokkast sem slík, að sögn Henrys Alexanders Henryssonar siðfræðings. Hér verður leitast við að varpa ljósi á þetta snúna fyrirbæri sem er að biðjast afsökunar. Skafsökunarbeiðni? Og eins og Vísir hefur greint frá er Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins eitt spurningarmerki eftir að hafa velt fyrir sér efni afsökunarbeiðninnar: Guðmundur Andri Thorsson þingmaður og rithöfundur er jafnframt dæmi um einn af mörgum sem veltir fyrir sér hversu mikið hald er í afsökunarbeiðni Samherja. „Efsökunarbeiðni hefur það verið kallað þegar fólk setur fyrirvara við fyrirgefningarbónina – „ef ég hef móðgað eða sært …“ Ég veit ekki alveg hvað á að kalla svona samsetning – skafsökunarbeiðni? Sérhver iðrunarvottur jafnharðan skafinn burt og leitast við að draga upp mynd af ómaklega ofsóttu fyrirtæki að reyna af veikum mætti að verjast … Enn telja forsvarsmenn fyrirtækisins vandann felast í umfjöllun um starfshætti sína fremur en sjálfa starfshættina,“ segir Guðmundur Andri á sinni Facebook-síðu. Íslendingar hafa verið afar uppteknir af afsökunarbeiðni undanfarin dægrin, vikur og mánuði. Það sýnir mikil umræða um þessa tilteknu afsökunarbeiðni. Ekki virðist liggja almennilega fyrir hvað afsökunarbeiðni er og hvað hún þarf að fela í sér til að teljast gild. Þeir sem hafa lagt hana fram hafa oftar en ekki hreinlega fengið hana til baka óþvegna beint í andlitið. Íslendingar ekki verið mikið afsökunarfólk Íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir að biðjast afsökunar í gegnum tíðina. Það er einfaldlega ekki í menningunni þó landsmenn hafi lengi verið uppteknir af þessu fyrirbæri. Spurningin: Ætlarðu að biðjast afsökunar (?) er ekki óalgeng. Umrætt fyrirtæki, Samherji, telur sig eiga margháttaða afsökunarbeiðni inni. Fram til þessa hafa menn verið tregir í taumi með að láta svo mikið sem eitt snubbótt „afsakið“ falla – stjórnmálamenn virðast í gegnum tíðina hafa talið slíkt til marks um veikleika. Nú virðist breyting á þessu. Að einhverju leyti má rekja það til Metoo-byltingarinnar þar sem uppgjörs er krafist. Afsökunarbeiðnirnar streyma fram sem aldrei fyrr og um síðustu áramót tók Fréttablaðið saman afsökunarbeiðnir síðasta árs. Þar er því beinlínis haldið fram að afsökunarbeiðnir hafi tröllriðið þjóðmálaumræðunni það árið, sem er til þess að gera nýtt á Íslandi. Íslendingar hafa lengstum verið lítið fyrir að biðjast afsökunar. Á undanförnum árum hefur orðið breyting þar á sem ef til vill má að einhverju leyti rekja til Metoo-bylgunnar en þar hefur krafan um einskonar uppgjör verið ríkjandi. En til að umræðan geti hnikast í rétta átt þarf sameiginlegur skilningur að ríkja á lykilhugtökum. Merking þess að segja afsakið er á reyki.vísir/vilhelm En þó nú sé beðist afsökunar vinstri hægri eru blikur á lofti. Sé litið til viðbragðanna er óvíst að þar verði framhald á. Sem er verra. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur segir þetta ýmist í ökla eða eyra. Og rétt sé að þetta hafi ekki verið snar þáttur í menningu okkar. „Já, við höfum ekki verði mikið afsökunarfólk. Hefur gengið illa með það lengi vel en undanfarin ár þá hefur bætt í og þá hef ég tekið eftir því að fólk gefur lítið fyrir þær og mér finnst það miður.“ Að biðjast afsökunar er ekki það sama og fyrirgefning Henry Alexander, sem hefur verið gagnrýninn á framgöngu Samherja í Namibíu, og talið hana siðferðislega ámælisverða, segir mikilvægt að gera greinarmun á fyrirgefningunni og því þegar beðist er afsökunar á einhverju. Þessu tvennu má ekki rugla saman. „Það að biðja einhvern fyrirgefningar er ekki það sama. Svo erum við með dæmi þar sem þetta er ósannfærandi. Í kjarna er það að biðjast afsökunar milli einstaklinga en nú er þetta orðið allt annað, dánarbú var að biðjast afsökunar,“ segir Henry Alexander og nefnir dæmi um það þegar aðstandendur rithöfundarins Roald Dahls báðust afsökunar á orðum sem hann lét falla um gyðinga í viðtali árið 1983. Þetta er til þess fallið að rugla fólk í ríminu um eðli þess að biðjast afsökunar. Henry Alexander siðfræðingur. Hann telur margvíslegan misskiling uppi sem varðar þetta fyrirbæri sem er að biðjast afsökunar.vísir „Er þetta ekki komið út í algjöra vitleysu? Þetta er vandmeðfarið en ég held að afsökunarbeiðnir séu mikilvægar. Við þurfum á þeim að halda. Sem þá viðurkenningu á því að eitthvað hafi átt sér stað og það hafi ekki verið nógu gott. Viðurkenning á því að eitthvað hefði getað verið betra.“ Þessu fylgdu útskýringar að tímarnir hafi verið aðrir, og þau sem standa að útgáfu verka hans styðji ekki á neinn hátt neikvæða umræðu um stöðu gyðinga. En þarna er ef til vill eitthvað sem meira er í ætt við friðþægingu fremur en afsökun. Enda erfitt að koma þessu heim og saman. Afsökun felur í sér opnun á frekari samskipti Siðfræðingurinn segir að ekki sé hægt að biðjast afsökunar án þess að því fylgi eftirsjá. Út af einhverju óskilgreindu. „Ef þetta er ekki til staðar er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga; hvað var þetta?“ segir Henry Alexander og vísar til afsökunarbeiðni Samherja nú í vikunni. Og spurninga sem Heiðar Örn velti upp. Þær spurningar séu eðlilegar. Ekki gangi að biðjast afsökunar og svo er það túlkun undirorpið hvað sé um að ræða. En í sjálfu sér er ekki alslæmt að afsökunarbeiðni sé loðin. Henry Alexander segist hafa komið inná það í fyrirlestrum sínum. „Þegar við biðjumst afsökunar á einhverju segjum við bara, ég biðst afsökunar, og þá liggur fyrir einhver sameiginlegur skilningur. Maður rekst á einhvern á göngu. En hér vantar kannski næsta skref sem gerir að afsökunarbeiðnin dettur út af borðinu, og þeir sem í hlut eiga gefa lítið fyrir hana. Þetta er upphaf samræðu. Sá aðili sem fær afsökunarbeiðni hefur fullan rétt á að spyrja um hvað afsökunarbeiðnin er. Það er eðlilegt. En ef sá lokar á frekari afskipti þá fellur þetta um sjálft sig.“ Loðin afsökunin ekki vandinn í sjálfu sér Þannig er hin loðna afsökun ekki endilega vandinn heldur sú staðreynd að Þorsteinn Már forstjóri segist ekkert ætla að ræða málið frekar né útskýra nánar hver meiningin er. „Þá fáum við fram þessi dæmi sem fólk er að gagnrýna, sér maður í gegn um að hugur fylgi ekki máli? Eðlilegt að spurt sé: Af hverju ertu að biðjast afsökunar? Ég náði þessu nú ekki alveg, og þá hefjast samræður.“ Að opnað sé á samskipti er það sem máli skiptir svo afsökunin öðlist gildi. „Þá liggur fyrir þessi furðulega staða að þú veist ekki nákvæmlega hver er að biðjast afsökunar. Fólk grunar að það séu jafnvel ekki þeir sem leggja hana fram, það er neitað að ræða málið frekar. Ekkert fyrirsvar sem fylgir þessu og um það hnýtur fólk; að þetta sé á siðferðilega þunnu plani. Fólk hnýtur um þetta. Þú getur ekki beðist afsökunar og svo sagt, ég ætla ekki að svara fleiri spurningum um þetta mál.“ Henry segir stjórnmálamenn hafa gert þetta en þú verður að vera tilbúinn að svara spurningum í framhaldinu. „Þú ert væntanlega biðja þína kjósendur afsökunar og þá hafa þeir fullan rétt á að halda áfram samtali. Hvað er það sem þér finnst þú hafa gert rangt? Hvað fellur utan þess? En þú getur ekki hlaupist frá því, sagt „afsakið“ og nú er ég sloppinn.“ Henry Alexander segir lítinn brag á slíku og í raun sé slík afsökunarbeiðni á leikskólaplani. Afsökunarbeiðni feli í sér viðurkenningu á því að gagnrýni sem kann að hafa verið sett á einhverja framsetningu sé réttmæt upp að ákveðnu marki. „Þess vegna er mikilvægt að fyrir liggi á hverju er verið að biðjast afsökunar. Þess vegna er skynsamlegt að vera ekki með loðna afsökunarbeiðni sem svarar ekki nokkrum sköpuðum hlut. Sú er hugmyndin með afsökun, þá ertu að viðurkenna að upplifun hefur verið neikvæð og það sé ekki gott.“ Erjur Eiríks og Hallgríms Eins og áður sagði hafa landsmenn ýmsir verið venju fremur duglegir við að segja afsakið. En það fellur einatt í grýttan jarðveg sem er áhyggjuefni. „Nú eru dagar afsökunarbeiðna. Samherji í gær, Eiríkur í dag... Veit varla hvor var snautlegri,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur á sinni Facebook-síðu í vikunni. Hann gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns á Rás 1. En Vísir greindi frá því máli nú í vikunni. Hallgrímur segir það ekki rétt sem fram kom í máli Eiríks, að hann hafi farið fram á að Eiríkur bæðist afsökunar þar líka; „heldur bara að þátturinn myndi reyna að ljúka þessu leiðindamáli einhvernveginn, á sama stað og það hófst, og það á svolítið mannalegan hátt. En gott og vel, Rás 1 nær víst ekki lengra en þetta, og látum við þessu þá lokið.“ Henry Alexander segir það rétt, menn séu ekki opnir fyrir því þegar afsökunarbeiðni er lögð fram. Hann segir það miður. „Það er ástand sem við ekki viljum. Mér þætti það dapurt samfélag þar sem almennt er gefið lítið fyrir afsökunarbeiðni,“ segir siðfræðingurinn. En þetta er tvíbent því ef þær eru augljóslega þannig að ekki fylgi hugur máli, þá skemmi það. „Eins og bara almennt þegar fólk hættir að taka mark á einhverju,“ segir Henry og ítrekar það sem áður sagði, að ef einhver biður þig um afsökun þá hafir þú fullan rétt á að halda samtalinu áfram. Þetta er snúið. „En þér ber einhvers konar skylda að koma til móts við viðkomandi, ef viðkomandi er að svara þér og fyrir liggur ný afsökunarbeiðni á nýjum vettvangi. Annað er langrækni og gerir það að verkum að enginn mun nokkru sinni biðjast afsökunar,“ segir Henry Alexander. Kolbeinn Óttarsson Proppé biðst afsökunar og hættir við framboð Önnur afsökunarbeiðni sem leit dagsins ljós á þessu ári og vakti mikla athygli var Kolbeins Óttarssonar Proppé alþingismanns. Viðbrögðin við þeirri afsökunarbeiðni voru afar neikvæð í ýmsum kreðsum. Mál tengt Kolbeini var tekið upp í aganefnd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Kolbeinn hafði á þeim tíma stefnt á annað sæti á sameiginlegum Reykjavíkurlista Vinstri-grænna í prófkjöri flokksins. Hann fjallar um umrædda hegðun sína í afsökunarbeiðni og segir meðal annars: „Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við samskipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brottför mína úr hinu opinbera rými í haust. Ég dreg framboð mitt í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til baka og verð því ekki í framboði í kosningunum. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því vonbrigðum. Ég hef ýmislegt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til einhvers góðs,“ skrifar Kolbeinn. Nú kynni einhver að ætla að orð hafi fylgt gjörðum, með að draga sig frá fyrirhuguðu framboði, en Kolbeinn varð beinlínis fyrir árásum á netinu í kjölfar þessarar afsökunarbeiðni. Einn helsti talsmaður femínista gegnum tíðina, Hildur Lilliendahl, taldi afsökunarbeiðna verri en enga og fann henni flest til foráttu á Facebook-síðu Kolbeins. Fleiri tóku undir. Henrý Alexander segir að með afsökunarbeiðni sé verið að viðurkenna að tilteknar tilfinningar viðkomandi séu réttmætar en í þurfi alls ekki að felast viðurkenning á hvers kyns misgjörðum. „Þetta getur farið saman. Þú ert að afsaka þig en þarft þá að útskýra meiningu þína frekar. Ef þú gerir þetta of þunnt með einföldum hætti, án útskýringa, ertu að missa af tækifæri til að þetta komi fram á réttan hátt. Um leið viðurkennir maður að upplifun viðkomandi skiptir máli.“ „Ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum“ Það kemur sem sagt á daginn, í samtali við Henrý Alexander, að afsökun er alls ekki einfalt fyrirbæri. Raunar margslungið. Eins og áður er nefnt tók Fréttablaðið saman yfirlit yfir afsakanir ársins 2020. En undir lok síðasta árs kom upp frægt atvik sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins baðst afsökunar á. Fréttamenn á morgunvakt ráku upp stór augu þegar þess var getið í dagbók lögreglu að einn ráðamaður hafi brotið sóttvarnarreglur á listsölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Á daginn kom að sá reyndist vera Bjarni, sem baðst afsökunar á þessu, sagði: „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.“ Eins og sjá má útskýrir Bjarni að hann hafi alveg óvart lent í þessum aðstæðum en biðst engu að síður innilega afsökunar. Í kjölfarið dró hann heldur úr þessu, enda er það ekki svo að afsökunarbeiðni hafi verði ofarlega í bókum Sjálfstæðisflokksins en þar virðast menn telja slíkt heldur sýna veikleikamerki en nokkuð annað. Atvikið léttvægt fundið vegna mikilvægis Bjarna Og athyglinni var beint að lekanum sem slíkum, upplýsingagjöf lögreglunnar. Í framhaldinu tefldi Bjarni fram mikilvægi sínu í mót þessu atviki og fráleitt að tala um afsögn, atvikið var þannig fundið léttvægt í þeim samanburði. Ásmundarsalur varð óvænt vettvangur mikillar geðshræringar sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sá sig knúinn til að biðjast afsökunar. Sé skapalón útskýringa siðfræðings sett við þá afsökunarbeiðni er Bjarni nú í baksýnisspeglinum að koma nokkuð vel út úr því máli.vísir/sigurjón „Mér líður bara þannig að ég sé í miðju verki og það reyndar vill þannig til, það er ekki mjög langt til kosninga, en við erum í miðju verki við að reisa efnahag okkar við og vinna bug á þessum faraldri og mér finnst þetta mál ekki vera tilefni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er einfaldlega of stórt og mikið verkefni til þess að klára.“ Sé miðað við útskýringar siðfræðingsins eru viðbrögð Bjarna að verulegu leyti til eftirbreytni. Hann útskýrir afstöðu sína, gerir ekki lítið úr því að einhverjir bregðist illa við og viðurkennir réttmæti þess. Þó afleiðingarnar séu engar. „Þetta gerir maður í matarboðum,“ segir Henry Alexander og vísar til hins almenna. „Maður segir eitthvað og sér svipinn á einhverjum, að þetta hafi nú kannski verið of mikið og biðst afsökunar.“ Þannig er ekki fallist á að mönnum hafi orðið á í sjálfu sér, að þeir hafi haft rangt fyrir sér nema þá í þeim skilningi að vert sé að taka tillit til tilfinninga þeirra í umhverfinu. Afsökun ekki viðurkenning á rangindum En það er þá ekki þannig að með afsökunarbeiðni sé verið að fallast á að manni hafi orðið á, að maður hafi á röngu að standa? „Nei. Maður er ekki nákvæmlega að viðurkenna að maður hafi að öllu leyti haft rangt fyrir sér. Maður biðst afsökunar ef einhverjum er misboðið. Svo maður talar ekki um þegar heilu samfélagi er misboðið út af einhverju,“ segir Henry Alexander. Þannig er ekki er hægt að túlka afsökunarbeiðni svo að í henni felist viðurkenning á því að maður hafi á röngu að standa eða telji að sér hafi í grundvallaratriðum orðið á í messunni, aðeins því að maður taki tilfinningar gagnaðila til greina. Henry Alexander segir mikilvægi afsökunarbeiðni ótvírætt í siðuðu samfélagi. En það sem í kjölfarið fylgi skipti öllu máli ef hún á að vera til einhvers.vísir/vilhelm Og þar stendur líkast til hnífurinn í kúnni hvað varðar misskilning á þessu fyrirbæri. Afsökun er upphafsskref, opnun á samtal og frekari útskýringum. Viðurkenning á réttmæti viðbragða, að eitthvað hafi mátt betur fara í samskiptum en ekki játning á einu né neinu öðru en því. Viðbrögð við afsökunarbeiðni Bolla skanna allt sviðið Að endingu er hér getið einnar annarrar eftirtektarverðrar afsökunarbeiðni sem kom fram á árinu. Þetta var eftir nokkurt írafár í borginni. Bolli Kristinsson kaupsýslumaður kenndur við verslunina 17 hafði gengið hart fram gegn borgaryfirvöldum og þá einkum Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í myndbandi sem samtökin „Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn“ framleiddu og fjallaði um Óðinstorg: „Óðinstorg, bruðl og spillling,“ sagði að Dagur hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. Þetta reyndist rangt. „Þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ sagði Bolli í yfirlýsingu. Þá segist hann ennfremur aldrei hafa verið ósannindamaður, hann hafi talið allt í myndbandinu byggt á áreiðanlegum heimildum. Og Bolli segist hafa óskað þess að myndbandið verði þegar tekið niður. Viðbrögð í athugasemdum við fréttina eru athyglisverð í þessu sambandi, þau ná yfir allt sviðið. Einn segir að afsökunarbeiðnin hafi verið stórmannleg. Annar segir þetta enga afsökunarbeiðni vera því ekki sé nema brot af ósannindunum leiðrétt auk þess sem Bolli gefi til kynna að hann hafi verið hálfgerður aukaleikari í málinu öllu. Og svo alveg yfir í að Bolli megi nú hér eftir teljast marklaus með öllu. En eins og Henry Alexander bendir á gæti reynst varhugavert til lengri tíma litið að afskrifa afsökunarbeiðni og/eða gera lítið úr henni. Fréttaskýringar Samherjaskjölin Ráðherra í Ásmundarsal MeToo Menning Skipulag Alþingi Háskólar Mest lesið Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Hver biðst afsökunar, á hverju og hver er beðinn afsökunar? Þetta liggur ekki fyrir. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja ætlar sér ekki að útskýra afsökunarbeiðnina neitt frekar. „Þá hafa stjórnendur Samherja brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus í íslenskri málfræði hefur greint afsökunarbeiðni Samherja sérstaklega, segir hana einkennast af undanbrögðum og síðasta setningin sé merkingarlaus: „Fyrirtæki er hvorki talandi né skrifandi. Það er ekki hægt að fara í meiðyrðamál við fyrirtæki. Fyrirtæki getur ekki beðist afsökunar.“ En loðin afsökunarbeiðnin þarf ekki að vera alslæm þó svo kunni að virðast í fyrstu. Nema, þvermóðskuleg viðbrögð forstjórans í framhaldinu gætu flokkast sem slík, að sögn Henrys Alexanders Henryssonar siðfræðings. Hér verður leitast við að varpa ljósi á þetta snúna fyrirbæri sem er að biðjast afsökunar. Skafsökunarbeiðni? Og eins og Vísir hefur greint frá er Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri Ríkisútvarpsins eitt spurningarmerki eftir að hafa velt fyrir sér efni afsökunarbeiðninnar: Guðmundur Andri Thorsson þingmaður og rithöfundur er jafnframt dæmi um einn af mörgum sem veltir fyrir sér hversu mikið hald er í afsökunarbeiðni Samherja. „Efsökunarbeiðni hefur það verið kallað þegar fólk setur fyrirvara við fyrirgefningarbónina – „ef ég hef móðgað eða sært …“ Ég veit ekki alveg hvað á að kalla svona samsetning – skafsökunarbeiðni? Sérhver iðrunarvottur jafnharðan skafinn burt og leitast við að draga upp mynd af ómaklega ofsóttu fyrirtæki að reyna af veikum mætti að verjast … Enn telja forsvarsmenn fyrirtækisins vandann felast í umfjöllun um starfshætti sína fremur en sjálfa starfshættina,“ segir Guðmundur Andri á sinni Facebook-síðu. Íslendingar hafa verið afar uppteknir af afsökunarbeiðni undanfarin dægrin, vikur og mánuði. Það sýnir mikil umræða um þessa tilteknu afsökunarbeiðni. Ekki virðist liggja almennilega fyrir hvað afsökunarbeiðni er og hvað hún þarf að fela í sér til að teljast gild. Þeir sem hafa lagt hana fram hafa oftar en ekki hreinlega fengið hana til baka óþvegna beint í andlitið. Íslendingar ekki verið mikið afsökunarfólk Íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir að biðjast afsökunar í gegnum tíðina. Það er einfaldlega ekki í menningunni þó landsmenn hafi lengi verið uppteknir af þessu fyrirbæri. Spurningin: Ætlarðu að biðjast afsökunar (?) er ekki óalgeng. Umrætt fyrirtæki, Samherji, telur sig eiga margháttaða afsökunarbeiðni inni. Fram til þessa hafa menn verið tregir í taumi með að láta svo mikið sem eitt snubbótt „afsakið“ falla – stjórnmálamenn virðast í gegnum tíðina hafa talið slíkt til marks um veikleika. Nú virðist breyting á þessu. Að einhverju leyti má rekja það til Metoo-byltingarinnar þar sem uppgjörs er krafist. Afsökunarbeiðnirnar streyma fram sem aldrei fyrr og um síðustu áramót tók Fréttablaðið saman afsökunarbeiðnir síðasta árs. Þar er því beinlínis haldið fram að afsökunarbeiðnir hafi tröllriðið þjóðmálaumræðunni það árið, sem er til þess að gera nýtt á Íslandi. Íslendingar hafa lengstum verið lítið fyrir að biðjast afsökunar. Á undanförnum árum hefur orðið breyting þar á sem ef til vill má að einhverju leyti rekja til Metoo-bylgunnar en þar hefur krafan um einskonar uppgjör verið ríkjandi. En til að umræðan geti hnikast í rétta átt þarf sameiginlegur skilningur að ríkja á lykilhugtökum. Merking þess að segja afsakið er á reyki.vísir/vilhelm En þó nú sé beðist afsökunar vinstri hægri eru blikur á lofti. Sé litið til viðbragðanna er óvíst að þar verði framhald á. Sem er verra. Henry Alexander Henrysson siðfræðingur segir þetta ýmist í ökla eða eyra. Og rétt sé að þetta hafi ekki verið snar þáttur í menningu okkar. „Já, við höfum ekki verði mikið afsökunarfólk. Hefur gengið illa með það lengi vel en undanfarin ár þá hefur bætt í og þá hef ég tekið eftir því að fólk gefur lítið fyrir þær og mér finnst það miður.“ Að biðjast afsökunar er ekki það sama og fyrirgefning Henry Alexander, sem hefur verið gagnrýninn á framgöngu Samherja í Namibíu, og talið hana siðferðislega ámælisverða, segir mikilvægt að gera greinarmun á fyrirgefningunni og því þegar beðist er afsökunar á einhverju. Þessu tvennu má ekki rugla saman. „Það að biðja einhvern fyrirgefningar er ekki það sama. Svo erum við með dæmi þar sem þetta er ósannfærandi. Í kjarna er það að biðjast afsökunar milli einstaklinga en nú er þetta orðið allt annað, dánarbú var að biðjast afsökunar,“ segir Henry Alexander og nefnir dæmi um það þegar aðstandendur rithöfundarins Roald Dahls báðust afsökunar á orðum sem hann lét falla um gyðinga í viðtali árið 1983. Þetta er til þess fallið að rugla fólk í ríminu um eðli þess að biðjast afsökunar. Henry Alexander siðfræðingur. Hann telur margvíslegan misskiling uppi sem varðar þetta fyrirbæri sem er að biðjast afsökunar.vísir „Er þetta ekki komið út í algjöra vitleysu? Þetta er vandmeðfarið en ég held að afsökunarbeiðnir séu mikilvægar. Við þurfum á þeim að halda. Sem þá viðurkenningu á því að eitthvað hafi átt sér stað og það hafi ekki verið nógu gott. Viðurkenning á því að eitthvað hefði getað verið betra.“ Þessu fylgdu útskýringar að tímarnir hafi verið aðrir, og þau sem standa að útgáfu verka hans styðji ekki á neinn hátt neikvæða umræðu um stöðu gyðinga. En þarna er ef til vill eitthvað sem meira er í ætt við friðþægingu fremur en afsökun. Enda erfitt að koma þessu heim og saman. Afsökun felur í sér opnun á frekari samskipti Siðfræðingurinn segir að ekki sé hægt að biðjast afsökunar án þess að því fylgi eftirsjá. Út af einhverju óskilgreindu. „Ef þetta er ekki til staðar er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga; hvað var þetta?“ segir Henry Alexander og vísar til afsökunarbeiðni Samherja nú í vikunni. Og spurninga sem Heiðar Örn velti upp. Þær spurningar séu eðlilegar. Ekki gangi að biðjast afsökunar og svo er það túlkun undirorpið hvað sé um að ræða. En í sjálfu sér er ekki alslæmt að afsökunarbeiðni sé loðin. Henry Alexander segist hafa komið inná það í fyrirlestrum sínum. „Þegar við biðjumst afsökunar á einhverju segjum við bara, ég biðst afsökunar, og þá liggur fyrir einhver sameiginlegur skilningur. Maður rekst á einhvern á göngu. En hér vantar kannski næsta skref sem gerir að afsökunarbeiðnin dettur út af borðinu, og þeir sem í hlut eiga gefa lítið fyrir hana. Þetta er upphaf samræðu. Sá aðili sem fær afsökunarbeiðni hefur fullan rétt á að spyrja um hvað afsökunarbeiðnin er. Það er eðlilegt. En ef sá lokar á frekari afskipti þá fellur þetta um sjálft sig.“ Loðin afsökunin ekki vandinn í sjálfu sér Þannig er hin loðna afsökun ekki endilega vandinn heldur sú staðreynd að Þorsteinn Már forstjóri segist ekkert ætla að ræða málið frekar né útskýra nánar hver meiningin er. „Þá fáum við fram þessi dæmi sem fólk er að gagnrýna, sér maður í gegn um að hugur fylgi ekki máli? Eðlilegt að spurt sé: Af hverju ertu að biðjast afsökunar? Ég náði þessu nú ekki alveg, og þá hefjast samræður.“ Að opnað sé á samskipti er það sem máli skiptir svo afsökunin öðlist gildi. „Þá liggur fyrir þessi furðulega staða að þú veist ekki nákvæmlega hver er að biðjast afsökunar. Fólk grunar að það séu jafnvel ekki þeir sem leggja hana fram, það er neitað að ræða málið frekar. Ekkert fyrirsvar sem fylgir þessu og um það hnýtur fólk; að þetta sé á siðferðilega þunnu plani. Fólk hnýtur um þetta. Þú getur ekki beðist afsökunar og svo sagt, ég ætla ekki að svara fleiri spurningum um þetta mál.“ Henry segir stjórnmálamenn hafa gert þetta en þú verður að vera tilbúinn að svara spurningum í framhaldinu. „Þú ert væntanlega biðja þína kjósendur afsökunar og þá hafa þeir fullan rétt á að halda áfram samtali. Hvað er það sem þér finnst þú hafa gert rangt? Hvað fellur utan þess? En þú getur ekki hlaupist frá því, sagt „afsakið“ og nú er ég sloppinn.“ Henry Alexander segir lítinn brag á slíku og í raun sé slík afsökunarbeiðni á leikskólaplani. Afsökunarbeiðni feli í sér viðurkenningu á því að gagnrýni sem kann að hafa verið sett á einhverja framsetningu sé réttmæt upp að ákveðnu marki. „Þess vegna er mikilvægt að fyrir liggi á hverju er verið að biðjast afsökunar. Þess vegna er skynsamlegt að vera ekki með loðna afsökunarbeiðni sem svarar ekki nokkrum sköpuðum hlut. Sú er hugmyndin með afsökun, þá ertu að viðurkenna að upplifun hefur verið neikvæð og það sé ekki gott.“ Erjur Eiríks og Hallgríms Eins og áður sagði hafa landsmenn ýmsir verið venju fremur duglegir við að segja afsakið. En það fellur einatt í grýttan jarðveg sem er áhyggjuefni. „Nú eru dagar afsökunarbeiðna. Samherji í gær, Eiríkur í dag... Veit varla hvor var snautlegri,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur á sinni Facebook-síðu í vikunni. Hann gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Eiríks Guðmundssonar útvarpsmanns á Rás 1. En Vísir greindi frá því máli nú í vikunni. Hallgrímur segir það ekki rétt sem fram kom í máli Eiríks, að hann hafi farið fram á að Eiríkur bæðist afsökunar þar líka; „heldur bara að þátturinn myndi reyna að ljúka þessu leiðindamáli einhvernveginn, á sama stað og það hófst, og það á svolítið mannalegan hátt. En gott og vel, Rás 1 nær víst ekki lengra en þetta, og látum við þessu þá lokið.“ Henry Alexander segir það rétt, menn séu ekki opnir fyrir því þegar afsökunarbeiðni er lögð fram. Hann segir það miður. „Það er ástand sem við ekki viljum. Mér þætti það dapurt samfélag þar sem almennt er gefið lítið fyrir afsökunarbeiðni,“ segir siðfræðingurinn. En þetta er tvíbent því ef þær eru augljóslega þannig að ekki fylgi hugur máli, þá skemmi það. „Eins og bara almennt þegar fólk hættir að taka mark á einhverju,“ segir Henry og ítrekar það sem áður sagði, að ef einhver biður þig um afsökun þá hafir þú fullan rétt á að halda samtalinu áfram. Þetta er snúið. „En þér ber einhvers konar skylda að koma til móts við viðkomandi, ef viðkomandi er að svara þér og fyrir liggur ný afsökunarbeiðni á nýjum vettvangi. Annað er langrækni og gerir það að verkum að enginn mun nokkru sinni biðjast afsökunar,“ segir Henry Alexander. Kolbeinn Óttarsson Proppé biðst afsökunar og hættir við framboð Önnur afsökunarbeiðni sem leit dagsins ljós á þessu ári og vakti mikla athygli var Kolbeins Óttarssonar Proppé alþingismanns. Viðbrögðin við þeirri afsökunarbeiðni voru afar neikvæð í ýmsum kreðsum. Mál tengt Kolbeini var tekið upp í aganefnd Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Kolbeinn hafði á þeim tíma stefnt á annað sæti á sameiginlegum Reykjavíkurlista Vinstri-grænna í prófkjöri flokksins. Hann fjallar um umrædda hegðun sína í afsökunarbeiðni og segir meðal annars: „Á henni ber ég einn ábyrgð. Mér þykir leitt hvernig ég hef hagað mér, ég biðst afsökunar á því. Það góða kom út úr þessu öllu að ég er að leita mér aðstoðar til að ráða betur við samskipti og tengsl og mun halda því áfram. Það er hins vegar best fyrir öll að ég boði brottför mína úr hinu opinbera rými í haust. Ég dreg framboð mitt í forvali Vinstri grænna í Reykjavík til baka og verð því ekki í framboði í kosningunum. Ég þakka öllu því góða fólki sem hvatti mig og studdi og þykir leitt að valda því vonbrigðum. Ég hef ýmislegt að læra og mun leggja mig fram við að verða að betri manni. Ég vona að þessi ákvörðun mín verði til einhvers góðs,“ skrifar Kolbeinn. Nú kynni einhver að ætla að orð hafi fylgt gjörðum, með að draga sig frá fyrirhuguðu framboði, en Kolbeinn varð beinlínis fyrir árásum á netinu í kjölfar þessarar afsökunarbeiðni. Einn helsti talsmaður femínista gegnum tíðina, Hildur Lilliendahl, taldi afsökunarbeiðna verri en enga og fann henni flest til foráttu á Facebook-síðu Kolbeins. Fleiri tóku undir. Henrý Alexander segir að með afsökunarbeiðni sé verið að viðurkenna að tilteknar tilfinningar viðkomandi séu réttmætar en í þurfi alls ekki að felast viðurkenning á hvers kyns misgjörðum. „Þetta getur farið saman. Þú ert að afsaka þig en þarft þá að útskýra meiningu þína frekar. Ef þú gerir þetta of þunnt með einföldum hætti, án útskýringa, ertu að missa af tækifæri til að þetta komi fram á réttan hátt. Um leið viðurkennir maður að upplifun viðkomandi skiptir máli.“ „Ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum“ Það kemur sem sagt á daginn, í samtali við Henrý Alexander, að afsökun er alls ekki einfalt fyrirbæri. Raunar margslungið. Eins og áður er nefnt tók Fréttablaðið saman yfirlit yfir afsakanir ársins 2020. En undir lok síðasta árs kom upp frægt atvik sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins baðst afsökunar á. Fréttamenn á morgunvakt ráku upp stór augu þegar þess var getið í dagbók lögreglu að einn ráðamaður hafi brotið sóttvarnarreglur á listsölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Á daginn kom að sá reyndist vera Bjarni, sem baðst afsökunar á þessu, sagði: „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum.“ Eins og sjá má útskýrir Bjarni að hann hafi alveg óvart lent í þessum aðstæðum en biðst engu að síður innilega afsökunar. Í kjölfarið dró hann heldur úr þessu, enda er það ekki svo að afsökunarbeiðni hafi verði ofarlega í bókum Sjálfstæðisflokksins en þar virðast menn telja slíkt heldur sýna veikleikamerki en nokkuð annað. Atvikið léttvægt fundið vegna mikilvægis Bjarna Og athyglinni var beint að lekanum sem slíkum, upplýsingagjöf lögreglunnar. Í framhaldinu tefldi Bjarni fram mikilvægi sínu í mót þessu atviki og fráleitt að tala um afsögn, atvikið var þannig fundið léttvægt í þeim samanburði. Ásmundarsalur varð óvænt vettvangur mikillar geðshræringar sem leiddi til þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sá sig knúinn til að biðjast afsökunar. Sé skapalón útskýringa siðfræðings sett við þá afsökunarbeiðni er Bjarni nú í baksýnisspeglinum að koma nokkuð vel út úr því máli.vísir/sigurjón „Mér líður bara þannig að ég sé í miðju verki og það reyndar vill þannig til, það er ekki mjög langt til kosninga, en við erum í miðju verki við að reisa efnahag okkar við og vinna bug á þessum faraldri og mér finnst þetta mál ekki vera tilefni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er einfaldlega of stórt og mikið verkefni til þess að klára.“ Sé miðað við útskýringar siðfræðingsins eru viðbrögð Bjarna að verulegu leyti til eftirbreytni. Hann útskýrir afstöðu sína, gerir ekki lítið úr því að einhverjir bregðist illa við og viðurkennir réttmæti þess. Þó afleiðingarnar séu engar. „Þetta gerir maður í matarboðum,“ segir Henry Alexander og vísar til hins almenna. „Maður segir eitthvað og sér svipinn á einhverjum, að þetta hafi nú kannski verið of mikið og biðst afsökunar.“ Þannig er ekki fallist á að mönnum hafi orðið á í sjálfu sér, að þeir hafi haft rangt fyrir sér nema þá í þeim skilningi að vert sé að taka tillit til tilfinninga þeirra í umhverfinu. Afsökun ekki viðurkenning á rangindum En það er þá ekki þannig að með afsökunarbeiðni sé verið að fallast á að manni hafi orðið á, að maður hafi á röngu að standa? „Nei. Maður er ekki nákvæmlega að viðurkenna að maður hafi að öllu leyti haft rangt fyrir sér. Maður biðst afsökunar ef einhverjum er misboðið. Svo maður talar ekki um þegar heilu samfélagi er misboðið út af einhverju,“ segir Henry Alexander. Þannig er ekki er hægt að túlka afsökunarbeiðni svo að í henni felist viðurkenning á því að maður hafi á röngu að standa eða telji að sér hafi í grundvallaratriðum orðið á í messunni, aðeins því að maður taki tilfinningar gagnaðila til greina. Henry Alexander segir mikilvægi afsökunarbeiðni ótvírætt í siðuðu samfélagi. En það sem í kjölfarið fylgi skipti öllu máli ef hún á að vera til einhvers.vísir/vilhelm Og þar stendur líkast til hnífurinn í kúnni hvað varðar misskilning á þessu fyrirbæri. Afsökun er upphafsskref, opnun á samtal og frekari útskýringum. Viðurkenning á réttmæti viðbragða, að eitthvað hafi mátt betur fara í samskiptum en ekki játning á einu né neinu öðru en því. Viðbrögð við afsökunarbeiðni Bolla skanna allt sviðið Að endingu er hér getið einnar annarrar eftirtektarverðrar afsökunarbeiðni sem kom fram á árinu. Þetta var eftir nokkurt írafár í borginni. Bolli Kristinsson kaupsýslumaður kenndur við verslunina 17 hafði gengið hart fram gegn borgaryfirvöldum og þá einkum Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Í myndbandi sem samtökin „Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn“ framleiddu og fjallaði um Óðinstorg: „Óðinstorg, bruðl og spillling,“ sagði að Dagur hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. Þetta reyndist rangt. „Þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ sagði Bolli í yfirlýsingu. Þá segist hann ennfremur aldrei hafa verið ósannindamaður, hann hafi talið allt í myndbandinu byggt á áreiðanlegum heimildum. Og Bolli segist hafa óskað þess að myndbandið verði þegar tekið niður. Viðbrögð í athugasemdum við fréttina eru athyglisverð í þessu sambandi, þau ná yfir allt sviðið. Einn segir að afsökunarbeiðnin hafi verið stórmannleg. Annar segir þetta enga afsökunarbeiðni vera því ekki sé nema brot af ósannindunum leiðrétt auk þess sem Bolli gefi til kynna að hann hafi verið hálfgerður aukaleikari í málinu öllu. Og svo alveg yfir í að Bolli megi nú hér eftir teljast marklaus með öllu. En eins og Henry Alexander bendir á gæti reynst varhugavert til lengri tíma litið að afskrifa afsökunarbeiðni og/eða gera lítið úr henni.
Fréttaskýringar Samherjaskjölin Ráðherra í Ásmundarsal MeToo Menning Skipulag Alþingi Háskólar Mest lesið Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira